Síða 1 af 1

GPS kort fyrir pc.

Posted: 28.jan 2015, 23:12
frá sveinnodinn
Sælir felagar. Hvaða kortaforit eru menn að nota fyrir pc i dag fyrir GPS til að keyra eftir?
Kv Sveinn

Re: GPS kort fyrir pc.

Posted: 29.jan 2015, 09:54
frá AgnarBen
Ég nota Ozi Explorer með landmælingakortin undir.

http://www.oziexplorer.com

Re: GPS kort fyrir pc.

Posted: 29.jan 2015, 11:51
frá villi58
Ég er að spá í þetta af og til, spurning hvaða tölvu á að taka og kort. Einhverjar tölvur eru með innbyggðum GPS móttakara en veit ekki hverjar.
Væri gott ef einhver sem hefur nýlega verslað sér tölvu fræddi mig hvað ég á að kaupa, bara eitthvað gott og einfallt þar sem ég er ekki mikill tölvugúrú.
Hæfilega stórt í gamlan Hilux þar sem plássið er ekki of mikið.
Nú líka hvar væri best að kaupa tölvu og jafnvel setja kortagrunn inn fyrir mig. Er með gamalt GPS tæki og vegaleiðsögutæki, veit ekki hvort sé hægt að nota það en allavegana gamla GPS tækið ætti að ganga.
Væri til að kaupa GPS pung/ móttakara ef þess þarf. Einhver sem gjörþekkir þetta mætti leiðbeina mér.

Re: GPS kort fyrir pc.

Posted: 29.jan 2015, 15:24
frá AgnarBen
villi58 wrote:Ég er að spá í þetta af og til, spurning hvaða tölvu á að taka og kort. Einhverjar tölvur eru með innbyggðum GPS móttakara en veit ekki hverjar.
Væri gott ef einhver sem hefur nýlega verslað sér tölvu fræddi mig hvað ég á að kaupa, bara eitthvað gott og einfallt þar sem ég er ekki mikill tölvugúrú.
Hæfilega stórt í gamlan Hilux þar sem plássið er ekki of mikið.
Nú líka hvar væri best að kaupa tölvu og jafnvel setja kortagrunn inn fyrir mig. Er með gamalt GPS tæki og vegaleiðsögutæki, veit ekki hvort sé hægt að nota það en allavegana gamla GPS tækið ætti að ganga.
Væri til að kaupa GPS pung/ móttakara ef þess þarf. Einhver sem gjörþekkir þetta mætti leiðbeina mér.


Ef þig langar í spjaldtölvu með Android stýrikerfi eða Windows þá er þetta finn þráður http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=6&t=6837&hilit=spjaldt%C3%B6lvur

Ef þú vilt venjulega fartölvu (PC) með lyklaborði og skjá þá getur þú í raun notað hvaða fartölvu sem er og svo tengt gps tæki (eða pung) við hana með USB. Ég nota 10" fartölvu (Notebook) frá Lenovo og virkar það fínt en það er auðvitað ekki þægilegt að koma henni fyrir í mlæaborðinu í Hilux. Kortaforritin í PC eru ekkert voðalega mörg. Það eru einhverjir að nota Ozi og Bjsveitirnar nota það mikið. Svo eru sumir ennþá með gamla Nobeltec-inn en sá hugbúnaður er orðinn úreltur og enginn að viðhalda honum lengur. Svo eru menn auðvitað með nRoute og kort frá Garmin en ég þekki þann hugbúnað voðalega lítið. Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað áfram.

Re: GPS kort fyrir pc.

Posted: 29.jan 2015, 17:20
frá Izan
Sælir

Gpsmap.is er með útgáfu af sínum kortum fyrir garmin forritin en það kostar 2500 kall (sem er ekkert sérstaklega mikið). Ég var að kaupa þetta kort af því að ég á mapSource (sem er vinnsluforrit) og nRoute (sem er notað með gps tæki). Ég á eftir að taka rúnt til að prófa almennilega en ég smellti mér á svona garmin 18 pung í síðustu viku á ebay. (sparaði ca eitt þúsund krónur á því)

Næsta mál er að koma tölvunni fyrir en ég er með 10.5" pc tölvu svo að sú smíði er væntanlega ekki merkileg. Það eru til harðir diskar í dag sem eru solid state sem þýðir að þeir eru bara minni og enginn hreyfanlegur hlutur. Það gerir tölvuna höggheldari en með venjulegum HDD disk og fína fyrir notkun í bíl.

Kv Jón Garðar

Re: GPS kort fyrir pc.

Posted: 29.jan 2015, 21:50
frá AgnarBen
Sælir

Solid state diskur er líklega sniðugt fyrir sumarferðalög en fyrir vetrarferðir þá eru þeir óþarfi, hef notað fartölvur með venjulegum diskum í 10 ár og ekkert vesen. Það er bara svo lítill titringur í vetrarferðum og mikil mýkt í snjó og úrhleyptum dekkjum að það er ekkert álag á tölvurnar. Þetta er alla vega mín reynsla :)

Svo finnst mér það mikill munur að hafa fengið mér notebook tölvuna, hún er svo létt og fyrirferðalítil og mjög þægilegt að umgangast hana. Kom henni meira að segja fyrir á mælaborðinu á Cherokee-inum með smá plexiglers föndri :)