Síða 1 af 1

Sílsar í stutta víturu ?

Posted: 25.jan 2015, 21:09
frá huldar
Sælir,
Hvernig er það er hægt að kaupa sílsa í stutta víturu einhversstaðar eða eru menn að smíða í þetta sjálfir ?

Re: Sílsar í stutta víturu ?

Posted: 26.jan 2015, 01:59
frá Adam
Image

Image

tekur bara 60x40x2mm prófíl eða svipað og skerð úr sílsunum fyrir þeim og ert þá kominn með svaka styrk í þá ;)

Re: Sílsar í stutta víturu ?

Posted: 26.jan 2015, 10:39
frá Lindemann
Ég fékk einhverntíman verð í þetta hjá Blikksmiðjunni Gretti fyrir langa vitöru, minnir að það hafi verið um 15þús fyrir báða sílsana.

En Þá erum við bara að tala um ytri sílsinn, innri sílsinn er oft ekkert betri í þessum bílum.

Ég fór þá leið hjá mér að sjóða 80x40 prófíl sem innri síls og beygði svo sjálfur ytra byrðið, það var aðallega afþví sílsinn var svo gott sem horfinn og allt í kringum hann líka :)

Þá lítur þetta ca. svona út.
Image

Re: Sílsar í stutta víturu ?

Posted: 26.jan 2015, 10:39
frá Lindemann
*