Síða 1 af 1
ABS halda eða henda
Posted: 25.jan 2015, 20:27
frá Biggz
Sælir,
Hvaða álit hafa menn á því að vera með abs í fjalla jeppum, kostir og gallar. Er það vesenisins virði að fá það til að virka með öðrum hásingum?
Ég spyr því ég hef í huga að breyta ZJ Grand Cherokee og kem til með að skipta um hásingar og verða þær mögulega úr bíl sem ekki kom með abs
Re: ABS halda eða henda
Posted: 25.jan 2015, 20:51
frá smaris
Sælir,
Mér finnst það ekki fyrirhafnarinnar virði og hefur það verið bilað í vinnubílnum hjá mér síðustu 220.000 kílómetrana. Ég tók öryggið fyrir ABSið úr jeppanum hjá mér og tek það stundum úr frúarbílnum við vissar aðstæður. Ég hef verið nálægt því að lenda í óhappi vegna ABS, en aldrei án ABS.
Kv. Smári.
Re: ABS halda eða henda
Posted: 25.jan 2015, 21:36
frá Óttar
Sæll ég breytti árgerð 96 svona bíl og mér var sagt að henda því úr því það væri galli að hafa þetta þegar þú ert kominn á 38" plús að ég held að það virki ekki almennilega með stærri dekkjum. Og ég sá ekkert eftir því
Kv Óttar
Re: ABS halda eða henda
Posted: 25.jan 2015, 21:39
frá Polarbear
ef þú getur fengið skoðun án ABS, þá skaltu fleygja því útí hafsauga.
Re: ABS halda eða henda
Posted: 26.jan 2015, 00:43
frá emmibe
Límband yfir ABS ljósið engin athugasemd í skoðun.
Og smá umræða um ABS
viewtopic.php?f=2&t=25606
Re: ABS halda eða henda
Posted: 26.jan 2015, 17:57
frá olafur f johannsson
Það getur stundum verið bras að taka abs úr sambandi þá sérstakleaga á bílum sem fá hraða merkið fyrir tölvuna í gegnum abs. en það er nánast alltaf hægt að finna nýtt merki aftur annarstaðar