Síða 1 af 1
					
				Lögveð vegna vörugjalds??
				Posted: 24.jan 2015, 13:38
				frá thor_man
				Sælir hér.
Veit einhver hér fyrir hvað þessi klásúla í ferilsskrá ökutækis stendur?
Dags. frá         Dags. til               Breytingarlás
12.06.2008     07.10.2009            9 Lögveð vegna vörugjalds
			 
			
					
				Re: Lögveð vegna vörugjalds??
				Posted: 24.jan 2015, 13:51
				frá Polar_Bear
				[Lögveð vegna vörugjalds (9): Tollstjórar skrá sjálfir breytingalás 9 í ökutækjaskrá. Ekki er unnt að skrá eigendaskipti, breytingu á umráðamanni eða breytingu á notkunarflokki ef ökutæki ber breytingalás 9. Tollstjóri verður að aflétta lásnum áður en unnt er að framkvæma skráningu samkvæmt ofansögðu. Þó er heimilt að breyta notkunarflokki ökutækis fyrir og við nýskráningu, þótt á ökutæki hvíli breytingalás 9.]1)
			 
			
					
				Re: Lögveð vegna vörugjalds??
				Posted: 24.jan 2015, 15:45
				frá thor_man
				Ok, takk fyrir þetta. Lögveðinu hefur þá væntanlega verið aflétt 07.10.2009 eins og stendur í þessu plaggi. Sé að bíllinn er upphaflega bílaleigubíll til 2011.