Er led bar að virka?

User avatar

Höfundur þráðar
RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Er led bar að virka?

Postfrá RunarG » 23.jan 2015, 21:49

Sælir spjallfélagar.
Nú er ég kominn með einhverjar fantasíur fyrir led bar. Hvernig er þetta að koma út hja ykkur sem eruð með svona og hver er reynslan á þessu?
Ég er að horfa á ca 40" bar, hvernig er þetta að lýsa miða við t.d kastarapar?
Á ég frekar að horfa í að fá mér 2 pör af kösturum, þar að segja, annað parið punkt kastara og hitt parið dreifikastara?


Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


Elítan
Innlegg: 38
Skráður: 11.feb 2014, 19:18
Fullt nafn: Hlynur St Þorvaldsson
Bíltegund: Land Cruser

Re: Er led bar að virka?

Postfrá Elítan » 24.jan 2015, 13:34

Led bar og spot par er mjōg góð blanda

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá Bokabill » 24.jan 2015, 16:24

Mis gott sjálfsagt. Líklega er svona 40" bar með blöndu af dreifi og spot. Virkar ágætlega nálægt og dreifir vel en virkar ekki eins vel sem spot. Búinn að prófa ymislegt í þessu og þetta hefur allt kosti og galla. Hella xenon drive geisli með Hella xenon spot nota ég mest + led-ið í snjónum. Svona Led bar er að taka töluvert afl, líklega 300W? Meira er samt betra í þessu sem öðru.

User avatar

Höfundur þráðar
RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá RunarG » 24.jan 2015, 16:51

40" bar er að taka 240W og er blandað af dreifi og spot.
Hér er t.d einn svona..
http://www.ebay.com/itm/240W-40inch-LED ... 69&vxp=mtr
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá Bokabill » 24.jan 2015, 18:24

Flott svona bogið :)
Er með svona bar á toppnum, man ekki hvað það er breitt.
Virkar mjög vel með öðru en tekur töluverdan straum.
Image


byzant
Innlegg: 52
Skráður: 31.aug 2011, 07:22
Fullt nafn: Björgvin Hlynsson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá byzant » 24.jan 2015, 21:52

Þessi er ánægður allaveganna, þetta er flood 60°ljós 300w

Image
Image
Image
Image
Image

Ég er svo með þessi á pajero 50w og 120 gráðu ljós mættu beina meira til hliðanna enn virka mjög vel og þæginleg birta

Image
Image

User avatar

heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá heidar69 » 25.jan 2015, 10:24

Sælit félagar... Nú eru menn að velta sér uppur hverninn LED virkar og ég einn af þeim... mér þikja wottinn mörg og ljósin stór... eru þau að gera eitt hvað meira en halogen í ljósmagni... Finn ekkert sem seigir mer um ljæosmagnið eins og lum.. Einnig finnst mer erfitt að finna eithvað um dreifingu ljósanna nema þá vinnuljós á tragtor.....sem er í allar áttir... Svo er líka gott við áhveðnar aðstæður að ljósin lísi ekki upp, hafi lárettan skurðpungt svo það myndirs ekki ljósveggur fyrir framan bílinn....ÉG á gömul þokuljós sem eru gul og og ef maður setur blað fyrir framan þau kemur ekkert ljós fyrir ofan miðju þau eru líka ekkert sterk sem þiðir að í blindbil slekkur maður öll önnur ljós og maður sér vel 10-15m og getur haldið áfram.. þeim var stillt upp neðan við stuðara og breitt bil mylli þeirra... eru til Led fyrir svoleiðis aðstæður? aðal spurninginn er þessi er verið að spara einkverja orku miðað við ljós magn miðað við haloken?

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Er led bar að virka?

Postfrá jongud » 25.jan 2015, 10:49

Led er allt annar hlutur en halogen. Halogen perur nota glóðarþráð inni í glerhylki sem er fyllt með gasblöndu (oftast joð- og brómgas). Og svo er notuð kvartsblanda í glerið. Þegar þráðurinn glóir myndast ljós og hiti.
Gasblandan og kvartsglerið í perunni gerir það að verkum að hægt er að hafa perurnar miklu minni en venjulegar ljósaperur (berið bara saman 21W bremsuljósaperu og 55W halogenperu).
Led er hins vegar hálfleiðari sem breytir miklu meiri hluta af raforkunni í ljós. þannig er 18W LED að skila álíka miklu ljósi og 75W halogenpera.
Hins vegar er ljósið eitt og sér ekki nóg, það verður að skila því rétt frá sér. Þá skiptir öllu máli að vera með rétt hannað ljós og spegil til að dreifa því í réttar áttir. Eins og Heiðar var að skrifa; góð þokulós eru með skörp skil á geislanum.
Þar er um að gera að leita uppi góðar prófanir, helst frá fleiri aðilum en bara framleiðanda.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Er led bar að virka?

Postfrá Izan » 25.jan 2015, 11:22

Sælir

Einfalda svarið er já, þú ert að fá miklu betri orkunýtni út úr LED peru. Halogen pera er næst ónýtnasti ljósgjafi sem þú finnur en hefðbundna glóperan er heldur lakari, munar ekki miklu.

Sem lýsing á bílum er ég sannfærður um að LED sé málið því að LED þolir hristing miklu betur en glóþráður og er miklu einfaldari búnaður heldur en HID ljós.

Gallarnir sem ég sé fyrir mér í LED ljósbúnaði er að það er að það eru mjög margir að framleiða LED og það eru ekki allir framleiðendur góðir. Þess vegna er hæpið að trúa því að allar LED perur séu með fleirihundruð og fimmtíuþúsund tíma í endingu og ég veit ekki hvort allir þessir framleiðendur hafi það sem þarf til að framleiða rétt litarhitastig og standa við það. Alvöru framleiðendur t.d. prófa allar perur og sortera litina (s.s. framleiða 1000 stk t.d. 3000°K perur og prófa þær því að það er tölverður litamunur milli peranna. Þá verða kannski 200 perur sem hægt er að selja í partýi.)

Spurningin er bara sú hvaða hlutir skipta máli í ljósum á bíl. Einhver litamunur skiptir nákvæmlega engu máli og 30.000 tíma ending vs 50.000 tíma ending kemur líklega ekki að sök því að þú ert líklega búinn að fá stein í barinn löngu áður en perurnar fara, kannski líka bara endist hann. Það fer minni orka í hita í ljósinu sjálfu og það er í raun svolítill galli því að t.d. í krapahríð þarf hitaorku til að bræða snjóinn af glerinu. Í LED ljósi er varmamyndunin í ljósinu aftanverðu þannig að bakhliðin gæti verið skraufþurr en framhliðin á kafi í snjó.

Ég hefði engar áhyggjur af því hvort það komi eitthvert ljós beint upp í loftið en ekki fram eins og þú ert að leita eftir. Það gerir það pottþétt. Ég hef enga trú á að neinn framleiðandi af LED bar búnaði sé að leita eftir nokkru öðru en því að koma sem mestu ljósmagni frá ljósgjafanum (sértaklega þeim sem selja framleiðsluna á alibaba eða ebay). Í grunninn held ég s.s. að þeir sem framleiða þetta eru almennt ekki mjög vandaðir framleiðendur en ef perurnar endast í ca 10 ár og lýsa vel er kannski ekkert að því að kaupa þetta og nota.

Kv Jón Garðar


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá haffij » 25.jan 2015, 11:48

Þessi LED heimur er áhugaverður.

Hefur einhver hérna prófað að kaupa til dæmis svona perur og setja í ökuljósin hjá sér?

http://www.ebay.com/itm/All-In-One-60W- ... RTM2010739

Ætli þetta sé sama sagan og þegar maður setur aftermarket Xenon perur í ljós hönnuð fyrir halogen, að ljósið dreyfist út um allt og blindi alla sem eru í nágrenninu við bílinn?

Ef maður er með gott þokuljós (eins og þessi gulu sem nefnd eru hérna fyrir ofan) sem hannað er kringum halogen peru (til dæmis 55W h3) og setur í það LED h3 peru, ætti þá ekki skurðurinn að vera svipaður á ljósgeislanum? H3 halogen pera er jú ekkert stefnuvirk í sjálfu sér, í þessu tilfelli er það bara projectorinn í ljósinu sjálfu sem brýtur upp og dreifir geislanum.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá Fordinn » 25.jan 2015, 11:52

Fin flóðljós svona led bör, Enn það er ekkert sem kemur i staðinn fyrir gott kastara par þegar varpa þarf ljosinu langa vegalengd.

Gerðum i ganni prufu herna i haust, félagi minn hafði keypt sér sett af littlum led kosturum fra rigid indistries (dyrt merki) og eg var með samskonar par frá kína, þeir voru með 4 dioður hver og munurinn var vart sjánlegur.


HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: Er led bar að virka?

Postfrá HummerH3 » 25.jan 2015, 12:24

Gaurinn í felgur.is er kominn með nýjustu kynslóð led pera í framjós og fleyra...hef prufað þær og er ljósið gríðalegt..hinsvegar hentuðu þær ekki ljósakúplinum í bílnum hjá mér og ljósið for uppfyrir svokallaða flæðilínu.. skoðunarmenn géta útskýrt það frekar og hversvegna ekki er hægt að stilla það..núna er ég með 55watta xenon og líkar mér vel við það..fæ reyndar 10 hvern bíl sem ég mæti í myrkri til að skélla á mig háuljósunum en þau eru 5.000kalvin...ekki góð í blindbil en fín í mirkri og lýsa upp dýraaugu leingst frá veiginum

User avatar

heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá heidar69 » 25.jan 2015, 12:47

Mér finst allir vera að framleiða þessi ljós... maður verður bara að treista á sögu þeirra sem kaupa þau. Staðsetningar ljósanna skiptir miklu máli... Var með 120graðu ljós á willis sem komu með honum... Þau voru staðsett sittkvorumeiginn við framrúðunna og var aldrei hægt að nota þau ekki einu sinni við góðar aðstæður... Maður blindaðist af bjarmanum á hudinu ég færði þaug framan við grillið og lét þaug í 45 graður fra kvort öðru .Þá virkuð þau en það var nú ekkert falleg billin uteigður :-) en ef ég hafði þau beint framm var rosa ljósmagn beint fyrir framan bílinn sem ég hafði ekkert með að gera öku ljósin sáu um það svæði.

Sé á myndunum hér að ofan jeppa fara niður brekku með ljós að aftan þau lýsa rosa mikið aftan við bilinn en minna til hliðanna ... mesta ljósið er á blindum bletti frá bílstjóranum.. Mætti glenna þaug í sundur svo þau lísi þar sem bílstjórinn sér í speiglunum og hækka aðeins þanig að hann hafi gott ljós þar sem hann ser út um aftur rúðuna samt ekki of hatt uppa bílin fyrir aftann...

Kuningi minn var með topp boga með KC ljósum .. Hann var ókeirandi með þeim. Þau lýstu upp húdið og skignið ofan við rúðunna Þanig að það glampaði á dropana á ruðunni.... svo lýstu þeir allir beint áfram pungt kastarar.... Við tókum skignið og færðum bogan aftur þanig að þakbrúnin skigði á húdið. létum svo mið kastaran lýsaa beint , næstu örlitið neðar en svolítið í sundur og örlitið neðar svo ytri utar . þeir voru fimm svo setum við framan á grillið dreifi ljós minnir 90graður og glentum þa í sundur. þetta gerði það að verkum með háu ljósum bilsins að það var eins og allt væri flólíst framan við bílin frá null uppí 1km.. einginn bjarmi af húdinu... Gallar það var ekkert serlega fallegt að hafa bogana svona aftanlega og rafmagnið kláraðist ef það var leingi kveigt á þeim......


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Er led bar að virka?

Postfrá Boxer » 25.jan 2015, 19:00

Ég hef prufað að vera með 4300k 35w xenon perur í Hella 3000 kösturum og lýsti það mjög vel, en svo prufaði ég 22w led ljós Þessi, reyndar 6000k og mér fannst alveg merkilegt hvað led ljósin lýstu betur upp allt endurskin, t.d á stikum, þar var töluverður munur á.
En ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri sögur af því að led trufli útvarp og VHF, Hafa menn hér ekkert lent í því?
Þess vegna væri spurning um að þeir sem séu með ljós og eru sáttir við þau pósti inn slóð svo hægt væri að koma upp smá "gagnagrunn" um góð ljós.

En að öðru máli sem kom fram hér að ofan.
Vissulega er hægt að troða xenon eða led í hvaða aðalljósker sem er, en ef keyrt er upp að húsvegg þá sést nánast alltaf að ekki er réttur skurður á geislanum.
En alveg eru það óþolandi einstaklingar sem halda að það sé allt i lagi að blinda aðra umferð bara fyrir það að hafa örlítið betri lýsingu fyrir sjálfan sig, eða það sem verra er þegar menn halda að þeir séu svalir með þetta.
Umferðin er ekkert einkamál hvers og eins, við erum öll þátttakendur í henni og þar á maður að sýna náunganum kurteisi, en ekki vaða yfir alla aðra eins og þeir sem eru með aðalljós sem lýsa í allar áttir.

Sem lýsingu í kösturum sem eru bara notaðir utan alfaraleiða er fínt að gera tilraunir með xenon, led og hvað sem er, og hafa svo bara slökkt á þeim þegar komið er innan um annað fólk.

User avatar

Atttto
Innlegg: 122
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: Er led bar að virka?

Postfrá Atttto » 25.jan 2015, 21:42

Þessi Led bör fá allavegana mitt atkvæði þegar er komið að því að kaupa kastara í dag (fljóðljósin ég veit ekki með spot hef ekki prufað það)

en eins og lýsingin fyrir ljósið mitt var þá er það 24.000 lumen og 240w, 20A, 42" breitt.
og ég er þrusu ánægður með það.

Ég er sammála þessu með endurskinið Led lýsingin virðist skila þessu betur í það.

Kv. Atli
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Er led bar að virka?

Postfrá Stebbi » 25.jan 2015, 21:48

HummerH3 wrote:.....núna er ég með 55watta xenon og líkar mér vel við það..fæ reyndar 10 hvern bíl sem ég mæti í myrkri til að skélla á mig háuljósunum ....


Og þér hefur ekkert dottið í hug að taka þetta úr og setja réttu perurnar aftur í ?????
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir