Síða 1 af 1

Felgu/dekkjapæling ?

Posted: 28.des 2010, 21:48
frá MattiH
Sælir

Nú spyr sá sem ekki veit.
Nú er ég með 35x13,5" dekk á 10" breiðum felgum. Mér finnst þau leggjast fullmikið inn að felgunni.
Væri ég betur settur á 12" breiðum felgum ?
Tek það aftur fram að dekkin eru 13,5 á breidd.

Ps: Hvað þyrfti backspacið að vera fyrir 98 Pajero ?

Kv. Matti ;)

Re: Felgu/dekkjapæling ?

Posted: 28.des 2010, 22:08
frá Þorri
Þau koma örugglega betur út á breiðari felgum ég er nokkuð viss um að bíllinn verður betri í akstri.

Re: Felgu/dekkjapæling ?

Posted: 28.des 2010, 22:54
frá jeepson
11,5" breyðar felgur gætu komið sér vel fyrir þessi dekk.

Re: Felgu/dekkjapæling ?

Posted: 29.des 2010, 08:49
frá helgiaxel
Ég held að það sé nóg pláss innan við felguna hjá þér, svo þú getur verið með nokkuð innvíðar felgur ef þú kærir þig um, hefur marga kosti, minna álag á legur, spindlum og stírisendum, plús það að þú þarft ekki að breikka kantana hjá þér, ég er með undir Galloper 14" breiðar felgur undan Toy (og þær eru bara breikkaðar út á við út af e-h hönnunargalla á stírisgangi í Toy,) ;) og ég er kominn með 20cm breiða kannta til að hylja banann á dekkjunum, held að backspasið á þeim felgum sé 8,5cm, en mér sýnist að ég hafi pláss í allt að 13cm hjá mér, þetta er í Galloper, veit ekki hvort það sé svo frábrugðið Pajero


Kv
Helgi Axel