Síða 1 af 1
Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 16.jan 2015, 17:04
frá sukkaturbo
Sælir félagar hefur einhver hér vitneskju um hversu mikið má herða róna sem stillir pinjóns öxulinn í Unimog hásingunni eins og ég er með undir Hulkinum. Þetta er 404 hásingar. Tók niður drifsköft og stútinn sem jóginn er smíðaður í þá kemur langur rillaður öxull orginal unimog hann er með gengjum líka og á honum eru tvær kontra rær. Öxulluinn þessi var orðinn ansi losaralegur í stúttnum og gat ég hrist hann inn og út og upp og niður og tel ég að þarna sé kominn skíringinn á þessum leiðinda hávaða umm allan bíl og er þetta orðið laust bæði að aftan og framan. Utan um öxulinn er lega konisk sem hægt er að skrúfa inn í húsið og herða að legunni og öxlinum. Með því að skrúfa þetta inn með hendinni náði ég að fá öxulinn þéttan. Það eru hök í utnaverðri legunni allan hringinn eins og fyrir spes lykil svo það er spurning hvað er óhætt að herða mikið að öxlinum.?? Kanski eins og hjólalegum. Allt fast og einn fjórði til baka
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 16.jan 2015, 17:52
frá svarti sambo
Þú ert væntanlega að tala um pinnionsleguna. Herslan er oft gefin upp í átaki við að snúa öxlinum. Þarft þá að vera með vísis átaksmælir, frá t.d. 0-20 Nm. Veit ekki nákvæmlega vægið á þessari legu, en það er oft 3-5Nm. Þannig að það sé pláss fyrir hitaþennslu. Fer aðalega eftir málm samsetningunni.
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 16.jan 2015, 18:33
frá sukkaturbo
Takk fyrir þetta kanski nóg að herða þetta með hendi
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 16.jan 2015, 20:27
frá sukkaturbo
líklega 6 til 7 Nm fékk ég á sent í PDF skjali
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 17.jan 2015, 11:19
frá jongud
Vel að merkja;
það á að herða róna þangað til átakið við að snúa pinjónslegunni er 6-7 Nm.
(Það er ekki nóg að herða róna sjálfa 6-7Nm).
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 17.jan 2015, 16:42
frá Baikal
Sælir.
Jónas Hafsteinss veit að ég held allt sem er vert að vita um Múkka !!!!!
jonas8493640@simnet.ishttp://www.facebook.com/profile.php?id= ... ef=profile kv.
Jón Kristjánsson
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 17.jan 2015, 16:46
frá sukkaturbo
Sælir félagar eru búnir að herða róna eftir bestu vitund og pælingum.Fæ bók yfir þetta vonandi á mánudaginn. Hjá doktor Andrési vini mínu en hann á alvöru handbók um unimog. Gerðum þetta bæði að aftan og framan.
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 17.jan 2015, 23:56
frá Jónas
Hér er eitthvað:
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 01:04
frá sukkaturbo
Takk fyrir þetta Jónas ef við breitum 14 til 16 mkp hvað mundi það vera í Nm??
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 01:16
frá svarti sambo
14 mkp = 137,3 Nm
16 mkp = 156,9 Nm
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 08:14
frá sukkaturbo
Takk vinur gott að vita þetta þessi kvarði er ekki á átaks skaftinu.
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 10:23
frá villi58
sukkaturbo wrote:Takk vinur gott að vita þetta þessi kvarði er ekki á átaks skaftinu.
Sæll Guðni!
1 Nm = 0,1019 kpm
1 kpm = 9,807 Nm
1 ft/lbs. = 1,3569 Nm
1 Nm = 0,7370 ft/lbs
180 lbin = 207,36 kg.cm = 20,34 Nm = 14,94 lbft.
15 ft/lbs = 20,4 Nm
20 ft/lbs = 27,1 Nm
25 ft/lbs = 33,9 Nm
30 ft/lbs = 40,7 Nm
35 ft/lbs = 47,5 Nm
40 ft/lbs = 54,3 Nm
Vonandi dugar þetta.
Kveðja! VR.
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 10:48
frá svarti sambo
Þessir breytar eru allir á netinu. Bara slá inn convert xxx to xxx. Þá fær maður réttann breytir, fyrir viðkomandi mælieiningu. Ekkert að leita að einhverjum töflum í skúffum. Og taka fram reiknistokkinn.
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 10:54
frá villi58
Það verður að reyna á gömlu gráu sellurnar :) Vantar frá honum hvaða mælieiningar eru á skaptinu.
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 19:24
frá sukkaturbo
Sælir og takk fyrir þetta en þar sem ég er algjörlega grá sellu laus og mitt vit er í handleggjunum. Hvað er ég mörg Kpm ég er 150 kíló og svo margir Nm. ? væri gott að vita þetta þegar ég skrifa ævisögun
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 20:30
frá hobo
Guðni, þú ert heil 1471 Newton. Og ef þú hangir á meters löngu átaksskafti, ertu að taka 1471 Nm á rónni. Nokkuð gott!
Re: Unimog stilla pinnjóns ró
Posted: 18.jan 2015, 21:07
frá sukkaturbo
Já sæll tæpleg eitt komma fimm tonn engin furða að Hulkinn kvarti undan mér he he