Síða 1 af 1

Frostlögur á patrol 3,0

Posted: 28.des 2010, 18:54
frá Refur
Nú stendur til að skipta um kælivatnið á patrol.
Mér var sagt í haust að það borgaði sig að tæma af vatnskassanum og skola svo út af kerfinu með hreinu vatni, láta leka aftur af kassanum og fylla svo upp með frostlegi, ástæðan er víst sú að það situr svo mikið vatn eftir inná vélinni þó að kassinn sé tæmdur að það sé u.þ.b jafn mikið og kassinn tekur og því megi verði hlutföllin ca 50/50

Kannast einhver við þetta?
Og hvaða frostlögur skyldi vera bestur á þetta?

Re: Frostlögur á patrol 3,0

Posted: 28.des 2010, 20:54
frá Alpinus
Original.

Re: Frostlögur á patrol 3,0

Posted: 28.des 2010, 22:43
frá Refur
Eitthvað frá umboðinu semsagt?

Eru ekki fleiri gamlir patrol kallar hérna sem búa yfir einhverri sérvisku í sambandi við þetta?

Re: Frostlögur á patrol 3,0

Posted: 28.des 2010, 22:55
frá hobo
Refur wrote:Eru ekki fleiri gamlir patrol kallar hérna sem búa yfir einhverri sérvisku í sambandi við þetta?


Ojú, það er sko nóg af þeim. Bara bíða, þeir koma.

Re: Frostlögur á patrol 3,0

Posted: 28.des 2010, 23:05
frá Izan
Sæll

Ég hef aldrei verið mjög sérvitur á neinar olíur eða vökva á pattann minn og ekki lent í vandræðum sem ég hef álitið vitlausum vökva að kenna.

Ég hef frekar notað grænann comma frostlög en er núna með rauðann og sé lítinn mun á. Það er einhver munur á þessum tegundum sem ég kann ekki að lýsa en þeir fara sérstaklega illa saman. Ákveðnar tegundir geta við samruna hlaupið í kekki og stíflað vatnskerfið. Það er kannski næg ástæða til að hreinsa vel gamla frostlögin af mótornum en það ætti líka að vera meinhollt að skola burt óhreinindi sem geta safnast í kerfið. Það þurfti ég að gera á 6,2 vélinni og held að ég hafi gert vel þar.

Ef þú lest á frostlögsbrúsana þá stendur að endingartíminn sé um 2 ár og ég hef tamið mér að skipta um kælivökva ekki mikið sjaldnar. Síðast keypti ég bara 25l. brúsa og benti svila mínum á brúsann þegar ég sagðist ætla að skipta um miðil á sleðanum. Honum fannst ég heldur stórtækur.

Í sambandi við olíur og vökva þá hef ég frekar notað ódýrar vörur og skipt oftar. Það er mín skoðun og sérstaklega þegar vélarnar eru slitnar og farnar að sóta meira heldur en nýjar.

Kv Jón Garðar

Re: Frostlögur á patrol 3,0

Posted: 28.des 2010, 23:20
frá Sævar Örn
Aðalmálið er bara að blanda tveim gerðum af vökvum saman, það getur myndað einhverjar eiturblöndur sem éta pakkningar og þá fer allt að leka...

Re: Frostlögur á patrol 3,0

Posted: 29.des 2010, 11:53
frá frikki
Reglan er sú að að það má blanda saman bláum og grænum...... sama syrustig.
Það hefur ekki mátt blanda saman rauðum við bláan eða rauðan NEMA NÚNA.
VALVOLINE kom með lausnina 5 ára ending sama syrustig og má blanda saman við alla aðra frostleigi.
kv
F.H
Blandast 50% á móti vatni.

Re: Frostlögur á patrol 3,0

Posted: 09.jún 2011, 23:51
frá Hagalín
Hvað fer mikill kælivökvi á 3.0l patrolinn í lítrum talið?