Síða 1 af 1

Ac dæla

Posted: 14.jan 2015, 14:23
frá Snake
Sælir,

Í fermingarbarninu mínu er ónýt AC dæla og finnst mér verðin á nýjum í toyota margfalt of dýr og að sama skapi á partasölum þar sem miðað er hálfvirði á nýju fyrir fornmuni. Ég fanna þetta hjá Ali og var að velta fyrir mér hvort einhver hefði prófað að versla svona dælur og hver reynslan væri. http://www.aliexpress.com/item/10PA15L- ... 65183.html

Kv.
Snake

Re: Ac dæla

Posted: 14.jan 2015, 18:13
frá magnum62
Hvað eru partasölurnar að selja þær á?

Re: Ac dæla

Posted: 14.jan 2015, 19:28
frá Snake
Mér var sagt ca 50% toyota var með uppgerðar á um 270 þús. Þannig að notuðu eru þá 110 til 130 myndi ég ætla. Hefur þó vonandi eitthvað lækkað.

Re: Ac dæla

Posted: 14.jan 2015, 20:46
frá svarti sambo
Voru Musso varahl. ekki að bjóða einhverjar nýjar dælur á 12.000kr. Eða var það kannski einhver annar, hérna á spjallinu.

Re: Ac dæla

Posted: 14.jan 2015, 21:13
frá magnum62
Djöfulsins álagning er á öllum varahlutum hér á skerinu. Það er ekki nema von að umboðin geti byggt sér þessar svaka hallir.

Re: Ac dæla

Posted: 14.jan 2015, 22:37
frá gunnarb
talaðu við Hjálmar í Bílakringlunni. Hann er mjög sanngjarn í verðum. Hann hefur líka verið að selja nýjar ACdælur fyrir lítið - það hlýtur að vera hægt að mixa þær í toy...

Re: Ac dæla

Posted: 14.jan 2015, 22:55
frá Lada
gunnarb wrote:talaðu við Hjálmar í Bílakringlunni. Hann er mjög sanngjarn í verðum. Hann hefur líka verið að selja nýjar ACdælur fyrir lítið - það hlýtur að vera hægt að mixa þær í toy...


Er Hjalli ekki búinn að loka Bílakringlunni? Eða var hann bara fluttur?

Kv.
Ásgeir

Re: Ac dæla

Posted: 14.jan 2015, 23:11
frá jeepcj7
Hjalli flutti bara hann er á Funahöfða 17 hann hættir aldrei kallinn.;O)