Síða 1 af 1
Hjálp!
Posted: 13.jan 2015, 16:27
frá arnikristinn
Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Ég er búinn að vera að tala við mann á kaup á Hilux. Hann er 94mdl minnir mig og með afar lítið ryð. Það leiðinlega er að túrbínan er frekar léleg og það lekur víst smurolía inn á hann (gæti verið rangt hjá mér) En það kemur víst svartur mökkur út úr honum.
Er þetta alvarlegt eða get ég notað bílinn ef túrbínan fer?
Öll hjálp vel þegin!
Re: Hjálp!
Posted: 13.jan 2015, 19:15
frá biturk
Þû þarft túrbínu og ættir að skipta um hana strax til að vera ekki a lata mototinn drekka smurolíu þarna í gegn, það er ekkert sniðugt
Re: Hjálp!
Posted: 13.jan 2015, 19:19
frá jeepcj7
Ef það kemur svartur mökkur úr honum þá er hann að fá mikið af hráoliu á móti lofti og gæti alveg verið nóg að skrúfa aðeins niður í magnskrúfunni á olíuverkinu,ef hann er að éta smuroliu ætti reykurinn að vera meira blár en svartur.
Ef túrbínan er hætt að blása þá kemur reyndar svartur reykur vegna of mikillar hráolíu á móti lofti líka.
Re: Hjálp!
Posted: 14.jan 2015, 01:59
frá arnikristinn
Takk.
Èg held sjálfur að þetta sè af því að túrbínan er hætt að blása. En ég mun prófa að skrúfa niður i magnskrúfunni, ég vona það besta :)
Er það dýrt að gera við? Èg vil helst ekki kaupa hann ef það mun kosta yfir 30.000 að gera við hann um leið og ég fæ hann.
Re: Hjálp!
Posted: 14.jan 2015, 07:27
frá Járni
Þú skalt ekki kaupa 20 ára gamlan bilaðan bíl ef þú hefur ekki möguleika á að eyða meira en 30.000 kr í framhaldinu.
Re: Hjálp!
Posted: 14.jan 2015, 08:24
frá muggur
Járni wrote:Þú skalt ekki kaupa 20 ára gamlan bilaðan bíl ef þú hefur ekki möguleika á að eyða meira en 30.000 kr í framhaldinu.
Nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja. Ef þú ætlar að hafa bílinn í sæmilegu standi þá verðurðu að hafa ráð á að tífalda þessa tölu þó það sé ekki óheyrt að fólk 'vinni' í gömlubílalottóinu og þú sleppir með minna. 30 þús kall er ekki fyrir nýjum bremsuklossum og diskum hvað þá meira. Ef þú efast um þetta þá bíð ég þér að lesa harmsögu jeppaævi minnar
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=18753.
kv. Muggur
Re: Hjálp!
Posted: 14.jan 2015, 11:58
frá arnikristinn
Já, èg var bara að komast að því að hann var með svona slæma túrbínu. Ég var búinn að heyra að hann var í góðu standi en núna var ég að heyra þetta með túrbínuna. Ég ætla að reyna að prútta smá..
Re: Hjálp!
Posted: 14.jan 2015, 17:56
frá Startarinn
upptekt á túrbínu kostar um 60-70 þús að því gefnu að oxullin og hjólin séu heil, sem mér þykir ólíklegt ef hún blæs lítið