Síða 1 af 1

Hásingar

Posted: 13.jan 2015, 00:02
frá Jonasj
Er með CJ7 á Dana44 hásingum undan Wagooner, tæplega 160 cm breiðar. Kúlan að aftan er hægra megin en ég vil skoða skipti í hásingu með kúlunni í miðjunni. Svona til að minnka titring. Veit einhver um svona hásingu?

Hef eining íhugað patrol hásingu en þar sem eg er með ca 4:10 hlutföll þá kallar það á nýja fram hásingu eða hlutföll þar þar sem mér skilst að patrol inn bjóði ekki 4:10. Málið snýst því um að 'upgrada' D44 og nýta núverandi dót eða fara í eitthvað stærri pakka á borð við patrol hásingar sem M.a. Kalla á nýja læsingu að framan o.fl. En fá þá sterkari búnað og betri bremsur o.fl.

Það eru kostir og gallar við mismunandi leiðir og svo snýst þetta líka um aurinn.

Re: Hásingar

Posted: 13.jan 2015, 00:20
frá ÍVAR
ef eg man rett er scout hasingin i somu breidd og kulan fyrir midju

Re: Hásingar

Posted: 13.jan 2015, 07:42
frá jeepcj7
Ef þú vilt halda þig við dana 44 aftan er hásing undan Musso lang líklegust er að mig minnir 156 cm diskabremsur 6 gata deiling og hellingur til af þeim.Passaðu bara að það sé dana hásing sem þú færð það er líka til mjög lík ding dong hásing þar sem drifið passar ekki á milli úr dana.
En ef þú ætlar í meiri aðgerð eru patrol hásingar alveg málið með manual afturlás í flestum tilfellum ofl. kosti.

Re: Hásingar

Posted: 13.jan 2015, 11:11
frá Jonasj
Get ég notað hlutföllin og læsinguna úr minni hasingu og nýtt rest úr musso?

Re: Hásingar

Posted: 13.jan 2015, 11:24
frá jeepcj7
Já flestir Mussoar koma með dana 44 að aftan það var hægt að þekkja dana hásingarnar á áfyllingar tappanum 3/8 var dana að mig minnir og 1/2 var ding dong ef ég man þetta rétt.
Þessi á örugglega til hásingu fyrir þig og á að þekkja muninn viewtopic.php?f=31&t=16771

Re: Hásingar

Posted: 13.jan 2015, 14:47
frá Óttar
viewtopic.php?f=31&t=26918

Gæti verið eitthvað fyrir þig

Kv Óttar

Re: Hásingar

Posted: 18.jan 2015, 19:29
frá Jonasj
Hafa musso komið með 4:10 ? Er með þau hlutföll. Mér skilst að drifið úr minni hásingu passi ekki þó ég gæti líklega notað lásinn.

Re: Hásingar

Posted: 18.jan 2015, 21:15
frá lecter
ég færi i grand cherokee 44 dana sem er með diskabremsur að aftan en ef þú ert með gamla wagoner þa er hun með 6 bolta en grandinn með litla 5 bolta sem er ekkert mál að deila upp i 6 bolta næsti rennismiður græjar það fyrir þig

i vöku eru nokkrir grand en ekki allir með 44dana bara skoða undir þá ef þú þekkir dana drifið

skout er með kúluna i miðju og svipaða breidd

Re: Hásingar

Posted: 18.jan 2015, 21:27
frá ellisnorra
Og ég á scout afturhásingu handa þér með öxlum og (soðnu) drifi sem mig minnir að sé 3.73. Þú myndir væntanlega nota drifið þitt og rör og öxla frá mér ef þú færir þá leiðina. Er undan 74 scout sem ég reif sjálfur. Man ekki breiddina en get athugað það eftir nokkra daga, hafir þú áhuga á þessum kosti.

Re: Hásingar

Posted: 18.jan 2015, 21:37
frá Jonasj
Held að ég myndi vilja hásingu með diskabremsum. Eru grand d44 svipað breiðar? Myndi drifið úr d44 Wagooner passa i grand d44?

Re: Hásingar

Posted: 18.jan 2015, 22:11
frá Stebbi
D44 úr Grand er með álmiðju og það passar ekki í venjulega D44 afturhásingu. Og það fara misjafnar sögur af endingu á þeim.

Re: Hásingar

Posted: 18.jan 2015, 23:53
frá Þorri
scout hásingin er ca 8cm mjórri en wagoner. Mussoinn er svipað breiður og wagoner. Einhverjir musso komu með 4.10 en það viriðist ekki vera nein regla á því hverjir komu með hvaða hlutföllum.

Re: Hásingar

Posted: 19.jan 2015, 17:01
frá Kiddi
Musso hásing er fín. Er með svoleiðis undir 44" Wrangler með 6.0 Vortec og hef undið upp á öxul en það er sennilega bara helvítis nóspinninu að kenna. Að framan er ég með Wagoneer hásingu og breiddin passar ljómandi vel saman.
Er með 4.88:1 og hlutfallið í overdrive hjá mér er 0.7:1 og það er flott á þjóðvegi. Myndi alveg íhuga í þínum sporum að lækka hlutfallið aðeins t.d. í 4.56:1.

Re: Hásingar

Posted: 19.jan 2015, 18:21
frá Jonasj
4:10 Passar vel fyrir 38. Er með lágan 1 gír. Yfir 4 og 0,67 i efsta gír. Ef eg set stærri dekk gætu lægri hlutföll verið kostur. Snýst líka aðeins um hvort eg sleppi við að taka framhásinguna fyrir líka. Ef eg fer í báðar hásingar þá er spurning hvort patrol hásingarnar komi ekki sterkar inn. Þyrfti þá að redda þeim báðum læstum.

Re: Hásingar

Posted: 20.jan 2015, 11:48
frá Robert
Sæll, eg a Scoutt hasingar 4:10 nospinn að framan og nylega tekinn i gegn. Er til i að lata þetta odyrt.
Þa ertu komin með læsingu og fullt af varahlutum gætihentað þer.

Re: Hásingar

Posted: 25.jan 2015, 17:52
frá Jonasj
Hvað er "óhætt" að fara langt í mismun milli drifhlutfalla fram og aftur? Er td 4,56 fram og 4,625 aftur of mikið? Skiptir kannski ekki öllu í snjó en væntanlega ekki gott þar fer fullt grip er.

Re: Hásingar

Posted: 26.jan 2015, 02:08
frá Adam
4,56 fram og 4,625aftan gæti virkað bara flott enda er betra að leyfa honum að taka aðeins meira að framan enn að aftan þar sem að hann dregur þá frekar afturhjólinn heldur enn að ýta framhjólunum.. uppá að geta beygt og jafnvel væri hann að drífa meira enda meiri þungi og grip að framan yfirleitt nema upp brekkur sem gerir þá pínku lítinn auka spólhraða að framan sem er örugglega ekkert verra ;)