Verslum við björgunarsveitirnar.

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá arni87 » 27.des 2010, 02:21

Ég hvet alla að versla flugelda hjá björgunarsveitunum.

Ég hef þurft á þeirra aðstoð að halda, þó ég hélt og vonaðist til að það þyrfti aldrei að hjálpa mér.
Ég varð fyrir því óláni haustið 2009 að festa bílinn í á þegar ég var að ferðast einbíla og þá þurfti að bregða á það ráð að hringja á 112 og við tóku lengstu 4 klukkustundir líds míns, en ég hef aldrei verið jafn feginn að sjá annan bíl og þegar björgunarsveitin kom að bjarga mér úr þessum ógöngum.

Þú veist ALDREI hvenar ÞÚ þarft á þeirra hjálp að halda.

Og eins og jeppamenn vita þá er þetta ekki ódýr rekstur að reka 2 eða fleiri full búna fjalajeppa sem eru tilbúnir að koma og hjálpa þér 24/7


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

JónD
Innlegg: 38
Skráður: 10.apr 2010, 12:34
Fullt nafn: Jón Dan Jóhannsson
Staðsetning: akureyri

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá JónD » 27.des 2010, 03:05

sammála allir að styrkja þá eins og þeir geta hjálpuðu mér hérna heima í nótt þegar það var foktjón allveg frábær mannskapur

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá snöfli » 27.des 2010, 09:52

Það er ótrúlegur "rottugangur" í flugeldasölunni. Hvar menn reyna sem best þeir geta að líta út fyrir að vera sala á vegum björgunarsveita og ótrúlegasta fólk s.s. landsfrægir grínarar og pústsölumenn geta ekki séð þessa fjáröflunarleið sveitanna í friði.

Fólk þarf því að hafa varan á sér hvar þeir versla.

l.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá jeepson » 27.des 2010, 11:00

Það er synd a ðfótboltafélög og aðrir aðilar fái að selja þetta. Það á að setja einkarétt á þetta sem veitir eingöngu björgunarsveitunum að selja flugelda.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá ofursuzuki » 27.des 2010, 11:35

Þetta er ósköp einfalt strákar mínir, ef allir versla eingöngu við björgunarsveitirnar þá hætta hinir að selja.
Þeir eru í þessu meðan einhver verslar við þá, það er sá hópur sem er að kaupa af þessum aðilum sem
ætti að skammast sín og styrkja þá sem eru ekki í þessu til að græða á því heldur til að nýta þessa fjármuni
til almannaheilla. Ekki viljum við að þessi sjálfboðaliðastarfsemi verði lögð niður eða hvað, ekki láta ykkur
detta í hug að björgunarsveitirnar fái fjármuni annarstaða eða verði ríkisstyrktar því þá er nú alveg eins hægt
að hætta þessu strax.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá jeepson » 27.des 2010, 12:58

Ríkið ætti að styrkja sveitirnar. En það mun sjálfsagt seint gerast. Ég er sammála síðasta ræðunmanni. Verslum eingöngu við sveitirnar!
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


arnia
Innlegg: 9
Skráður: 01.aug 2010, 11:05
Fullt nafn: Árni Árnason

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá arnia » 28.des 2010, 01:42

Ef þið kaupið flugelda af einkaaðilum, fáið þá endilega hjá þeim símanúmerið svo að þið getið hringt í þá og ræst þá út til að redda ykkur að nóttu sem degi.

Kveðja Árni


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá birgthor » 28.des 2010, 12:58

Sælir ég er í björgunarsveit og versla að sjálfsögðu við þær, en það er alltaf gaman að sjá hve mikinn stuðning við fáum. Takk fyrir það.
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá arni87 » 29.des 2010, 01:18

Ég þakka góðan stuðning við björgunarsveitirnar.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Dreki
Innlegg: 80
Skráður: 06.apr 2010, 20:24
Fullt nafn: Smári Einarsson

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá Dreki » 29.des 2010, 10:04

ég er nú í björgunarsveit og styð þær með flugeldakaupum en svo eru nú margir af hinnum aðilonum sem eru að selja flugelda sem eru að styrkja góð málefni með sínum gróða af flugeldasölu

þannig það er nú ekki rétt að vera að úthúða þeim hérna á netinu
Smári Einarsson
Audi Q7
Dodge Ram 2500 38"
Blazer 1979 44"

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá ofursuzuki » 29.des 2010, 11:25

Dreki wrote:ég er nú í björgunarsveit og styð þær með flugeldakaupum en svo eru nú margir af hinnum aðilonum sem eru að selja flugelda sem eru að styrkja góð málefni með sínum gróða af flugeldasölu

þannig það er nú ekki rétt að vera að úthúða þeim hérna á netinu


Segi það sama, ég er líka björgunarsveitarmaður og vill að sjálfsögðu að sem flestir versli við okkar flugeldasölur.
Einkaaðilarnir eru fyrst og fremst í þessu til að græða á því og eru ekki að nota allan sinn ágóða til góðra mála
heldur aðeins lítinn hluta, svona til að friða samviskuna og ég held að þó maður segi þetta sé ekki verið að úthúða
þeim á neinn hátt heldur aðeins verið að segja hlutina eins og þeir eru.
Oft er það að hin og þessi félagasamtök eru með einhverskonar fjáröflunarstarfsemi og þá reyna önnur félagasamtök
of að láta þá fjáröflunarleið í friði, einskonar heiðursmannasamkomulag um að þú hefur þetta og við eitthvað annað.
Þeir einkaaðilar sem eru í þessu eru í raun að brjóta þetta óopinbera samkomulag um að björgunarsveitir og íþróttafélög fái
að hafa þennan markað í friði, ekki hvað síst þar sem þetta er oft aðal og jafnvel eina fjáröflunarleið þessara félagasamtaka.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá Ofsi » 29.des 2010, 11:29

Smári Einarsson endilega segðu okkur hvað góð málefni pústþjónusta Einars áttavillta + Krossinn hafa stutt ár öll þessi ár sem Einar hefur verið í þessum bransa. Segðu mér líka hvernig verkefni Auðuns Bjarna Ólafssonar hafa verið styrkt áður en hann fór í flugeldasölu.

User avatar

Dreki
Innlegg: 80
Skráður: 06.apr 2010, 20:24
Fullt nafn: Smári Einarsson

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Postfrá Dreki » 29.des 2010, 14:34

ekki er eg med tad a hreinu hver er ad styrkja hvad en eg veit ad vik er styrkt af flugeldasolu svo er lika sumir bara ad tessu til ad græða eins og er alltaf

Svo med tetta heidurs mannasamkomulag ta var nu eitthvad svona held eg milli flubba og bjorgunarsveita med jolatre og flugelda en tad enndist ekki eg held ad eg fari med retta mal i tessu

Kv.Smari
Sem styrkir bjorgunarsveitirnar

(en tetta er mjog vidkvæmt mal)
Smári Einarsson
Audi Q7
Dodge Ram 2500 38"
Blazer 1979 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 77 gestir