Stýrisbank
Posted: 10.jan 2015, 22:01
Er enn að vandræðast með Cherokee. Skröltir og lemur á malarvegum og hraðahindrunum,ekki ólíkt því að vera með ónýta dempara,en þar sem þeir eru nýir er það ekki málið. Var bent á að láta athuga stýrismaskínu. Hún var í lagi. Annar sagði mér að vegna upphækkunarklossana væri of mikill halli á stýrisörmum og að þeir væru að lemja í stýristúpuna. Þetta er 2005 bíll, með 50 mm. hækkun. Einhver sem getur laumað að mér skýringu.
Kv. Ásgeir
Kv. Ásgeir