Nissan double cap 2002-2005?


Höfundur þráðar
trebor
Innlegg: 23
Skráður: 01.júl 2010, 19:44
Fullt nafn: Róbert Ólafsson

Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá trebor » 09.jan 2015, 14:24

Veit einhver hvort það sé búið að komast í veg fyrir mótorgallann í þessum bílum með því að taka þá upp eftir að þeir springa? Þ.e.a.s legur og sveifarás? Eða er bara lottó hvort þetta haldist í lagi eftir upptekt?




naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá naffok » 10.jan 2015, 20:07

Voru ekki vélarnar í þessum bílum bensínvélar sem breytt var í diselvélar - og þoldu það eitthvað illa. Mér finnst ólíklegt að upptekt á svoleiðis mótor breyti honum eitthvað ef hann er gerður eins upp og hann var fyrir. Annars veit ég lítið um þessa bíla og gaman væri ef einhver sem veit meira um þetta en ég gæti svarað einhverju um þetta :)

Kv Beggi

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá jongud » 11.jan 2015, 11:45

Hvaðan kemur þessi eilífa kerlingasaga um að "bensínvélum hafi verði breytt í díselvélar"?

Hérna er umsögn um Oldsmobile díselvélina;
Don't believe the legend that they simply slapped new heads on the standard block. The new block was reinforced and was built of a sturdier cast-iron alloy, but blocks weren't really the problem. Most of the trouble came from the heads and the fuel system.
Verkfræðingarnir hjá Oldsmobile héldu (ranglega) að heddboltafjöldi fyrir bensínvélar væri nóg fyrir díselvélar.
Þar að auki settu þeir ekki vatnsskilju á dísellögnina til að spara, og það skemmdi út frá sér.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá jeepcj7 » 11.jan 2015, 15:22

Þetta er nú samt eiginlega satt oft á tíðum hjá olds létt modduðu þeir bensín vél og reyndu að nota sem díselvél og svo eru dæmi eins og land rover ofl þar sem bensín og dísil vél er alveg sama draslið með mjög litlum breytingum þannig að sagan er bara ekki kerlingasaga heldur staðreynd oft á tíðum.
Heilagur Henry rúlar öllu.


sean
Innlegg: 146
Skráður: 27.sep 2010, 15:54
Fullt nafn: Gunnar Sean Eggertsson

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá sean » 11.jan 2015, 17:16

Hver er gallinn í þessum vélum? þar sem ég bý þá hafa 5 eða 6 svona bílar allir stimplað sig út.


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá magnum62 » 11.jan 2015, 21:41

Nissan.Navara.net rekur þetta og þar fást allar upplýsingar. Þetta var 2.5 ltr vélin frá 2001 til 2005 (seint 2004) sem var með þessum framleiðslugalla. Eingöngu í D22 bílnum 133hp, því D40 bíllinn 2005 sem kom líka með 2.5 lítra vél, er önnur vél 174hp og búið að laga þennann galla.

Kv. Magnús


Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá Bolti » 13.jan 2015, 05:50

Ég er með eitt svona eintak sem stimplaði sig út í 86þús km. árið 2010 hjá fyrri eiganda held ég. Aðal spurningin er, er ég ennþá með tifandi tímasprengju undir húddinu eða var komið í veg fyrir þetta þegar skipt var um blokkina ?


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá Boxer » 13.jan 2015, 11:31

Gallinn í þessum D22 mótorum eru stangaleguboltarnir sem teigjast, sem og stangalegurnar sem virðast tærast/brotnar upp úr þeim.
Pabbi á svona bíl og hann skipti um stangalegubolta og legur í ca 110.000 km.
Hann setti ARP bolta í staðinn, en það var merkilegt að þegar hann var að mæla rýmdina í nýju stangalegunum þá notaði hann gömlu boltana og þeir lengdust um 1 mm við hverja herslu.
Þetta er í rauninni mjög einföld aðgerð og kostar ekki mikið, dagsvinna á lyftu.
Það er alveg sorglegt hvernig óorð er á þessum mótorum, þvi að þetta er mjög sanngjarn mótor á eiðslu, og fyrir utan þetta þá hefur hann gengið vandamálalaust hjá gamla í tæpa 200.000km í 35" bíll.
Stangalegurnar sem komu úr litu svona út, þ.e. eins og tvær fremri
Image

Ég þekki ekki hvort að "nýju" blokkirnar sem menn hafa verið að setja í eftir útstimplun séu með betri boltum og legum, en til að vera öruggur myndi ég skipta um bolta og legur, og aka áhyggjulaus eftir það.
Síðast breytt af Boxer þann 13.jan 2015, 11:50, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá svarti sambo » 13.jan 2015, 11:49

Boxer wrote:Image

Er þetta ekki eftir frekar eftir frostlög í smurolíu. Þar sem að frostlögurinn eyðir upp hvítmálminum.
Fer það á þrjóskunni


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Nissan double cap 2002-2005?

Postfrá Boxer » 13.jan 2015, 11:58

Það hefur aldrei vantað dropa af frostlegi á bílinn hjá gamla, og ef að þú "gúgglar" þetta vandamál á D22 mótornum þá sérðu fullt af eins myndum, legurnar virðast alltaf fara eins.
Þannig að þótt að þetta sé vissulega svipað og eftir langvarandi frostlög þá var það allaveggna ekki hjá gamla, og ég hef ekki lesið um það hjá öðrum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 56 gestir