Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá olei » 06.jan 2015, 23:06

Ég ætla að varpa fram smá vangaveltu um prófíltengi vs. dráttarkúlur. Mér sýnist megin skoðunin vera sú að prófíltengi séu hið mesta hnoss sbr. að þau eru gjarnan talin upp í kostalistanum þegar verið er að auglýsa bíla til sölu.

Mér þykir þetta svolítið skrítið því að þó svo þau hafi sína kosti þá hafa þau líka talsverða galla.

1) Það er nokkur hætta á að það sem er í tenginu, kúla eða dráttarT - sé hreinlega stolið.
2) Á nýjum prófíltengjum dvínar þessi áhætta reyndar með árunum (ekki mörgum eftir aðstæðum) og hverfur loks endanlega þegar tengið er kyrfilega ryðgað fast og meiriháttar gastækjavinna að ná út því dráttarkúlunni.
3) Eftir að búið er að ná dráttarkúlunni úr með gastækjum er plastdraslið í tenginu gengið á vit feðra sinna og eftir það skröltir allt sem í tengið er sett með tilheyrandi hljóðum og rykkjum á eftirvagna.
4) Ef tengið er þannig að unnt sé að ná úr því draslinu þá kemur þjófnaðarhættan aftur við sögu, sem aftur leiðir til þess að dráttarkúlan er á vergangi í geymslum, bílskúrum eða inni í bíl. Stundum jafnvel í næsta héraði ef grípa þarf til hennar.

5) Vissulega býður prófíltengi upp á að hengja t.d spil í það en mér sýnist að í praxis þurfi að ganga ansi vel frá hlutunum til að það gangi eftir. Vanalega er spilið heima í skúr ef grípa þarf til þess, eða þá að það virkar ekki þegar búið er að hnoða því í tengin. Sé spilið haft í tenginu kemur síðan þjófnaðarhættan upp enn og aftur og er því miður varla raunhæfur kostur í dag. Loks þolir einfalt prófíltengi engin óskapar átök sem takmarkar notagildið.

6) Smíða má græjur fyrir prófíltengi sem halda betur dráttartógum og fara betur með þau en dæmigerð dráttarkúla við mikil átök - algengar gerðir af slíkum búnaði uppfylla fyrra skilyrðið en ekki það síðara hefur mér sýnst. Grannir teinar fara ekki vel með lykkjur á mjúkum dráttartógum.


Er ég sá eini sem hefur skorið prófíltengið af jeppanum og boltað þar fasta kúlu í staðinn - án eftirsjár?
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá biturk » 07.jan 2015, 00:08

Ég er nú bara með kúluna í skottinu og vandamál leist, finn ekkert vandamál við prófílbeisli með splittpinna, bara hamingju
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1229
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá svarti sambo » 07.jan 2015, 00:12

Mæli eindregið með þessari útfærslu í prófíltengi.

Dráttarkúla.jpg
Dráttarkúla.jpg (11.06 KiB) Viewed 4456 times


Hægir einhvað á krimmanum, laus við skröllt, og svo er hægt að vera með þetta á vísum stað í bílnum, til að vera öruggur og hafa þetta liðugt.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá StefánDal » 07.jan 2015, 00:30

Eini kosturinn sem ég sé við svona tengi er að það er hægt að græja skrúfstykki og festa á þau. Ég veit ekki afhverju, en ég þarf oft að komast í skrúfstykki utan alfaraleiða.

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá Þráinn » 07.jan 2015, 00:48

ég fer ekki út af malbikinu nema á bíl með prófílsbeysli, enda er ég með svo mikinn postulínsrass

Image

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá elliofur » 07.jan 2015, 08:26

Þú gleymdir aðal djúsinu Ólafur.
Ef þú ert með prófíltengi einhverju í, kúlu, T-i, spili eða klósettsetu þá getur þú verið dæmdur að hluta í órétti ef þú færð bíl aftaná þig. Þá færðu að borga tryggingafélaginu ennþá meira, sem er uppáhald allra.


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá ivar » 07.jan 2015, 08:50

Skil ekki alveg þetta frá þér Elli. Viltu meina að það megi ekki vera einusinni kúla í tenginu?
Hvar er að finna reglur um þetta?


jonogm
Innlegg: 104
Skráður: 11.jún 2010, 14:03
Fullt nafn: Jón Ögmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá jonogm » 07.jan 2015, 14:36

Mikill kostur við prófíltengi er að geta haft mismunandi síddir af dráttarkúlum.


sigurdurhm
Innlegg: 20
Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
Fullt nafn: Sigurður H Magnússon

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá sigurdurhm » 07.jan 2015, 15:23

Ég hef einmitt heyrt af því að vera með dráttarbeisli/kúlu gæti ollið því að sá sem keyrt væri aftan á gæti verið í órétti. En þegar keyrt var aftan á mig fyrir nokkrum árum kom það ekki einu sinni til tals að ég hefði verið með dráttarkúli. Getur varla verið misjafnt eftir tryggingarfélögum eða hvað?

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá elliofur » 07.jan 2015, 15:35

Já ég hef heyrt af dæmum þar sem kúla í prófíltenginu hefur stórskemmt bíl, þar sem áverki hefði verið mun minni ef kúlan hefði ekki verið í, skiljanlega, þetta stendur oft hátt í fet afturúr stuðaranum.
Mig minnir að ég hafi verið hjá vís þegar ég spurði minn ráðgjafa út í þetta og hann staðfesti að menn hefðu misst hluta af rétti við þetta.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1229
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá svarti sambo » 07.jan 2015, 15:52

elliofur wrote:Já ég hef heyrt af dæmum þar sem kúla í prófíltenginu hefur stórskemmt bíl, þar sem áverki hefði verið mun minni ef kúlan hefði ekki verið í, skiljanlega, þetta stendur oft hátt í fet afturúr stuðaranum.
Mig minnir að ég hafi verið hjá vís þegar ég spurði minn ráðgjafa út í þetta og hann staðfesti að menn hefðu misst hluta af rétti við þetta.


Þetta er náttúrulega fáránleg aðferðarfræði hjá tryggingarfélögunum, að varpa svona heimsku fram. Á meðan að bíllinn er skráður með dráttarkúlu, þá ber tryggingunum að greiða tjónið allt, ef viðkomandi er í rétti, hvort sem að kúlan er soðin föst eða ekki. Þetta er eins og að segja að það sem er hengt aftaní prófíltengi, sé bara tryggt að hluta, ef eitthvað kemur fyrir. En þetta snýr allt öðruvísi, þegar kemur að prófíltengjum að framan. En vissulega eru til ákveðnar reglur um það, hvað kúlan má ná langt aftur fyrir stuðara. Kannski hægt að hanka menn á því. En þá skiftir ekki máli hvort að kúlan sé soðin eða ekki.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá olei » 07.jan 2015, 16:27

jonogm wrote:Mikill kostur við prófíltengi er að geta haft mismunandi síddir af dráttarkúlum.

Já þau henta vel fyrir þá sem þurfa mismunandi síddir af kúlum, eða þurfa að tengja sértakan búnað við bílinn ss spil eða klósettsetur eða annað.

Það sem ég er að benda á er að fyrir þá sem þurfa ekki á ofangreindum tilfæringum að halda er prófíltengið fremur tilgangslaust og bara óþægindi að því. Eins og t.d á öllum þessum óbreyttu bílum sem gætu allt eins verið með fasta dráttarkúlu.


villi58
Innlegg: 2122
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá villi58 » 07.jan 2015, 17:51

Málið með tryggingafélögin er að þeir breyta sínum reglum stanslaust og þá þarf maður að lesa alla skilmála við byrjun tryggingatímabils, svona rugla þeir í manni svo maður nennir ekki að lesa neitt. Svo er varla nokkur umboðsmaður tryggingafélagana klár á sínum reglum, enda skiljanlegt þegar þetta breytist ört, svona hafa glæpamenn það.
Vörður felldi út sjálfsábyrgð á bíla og hjóla tryggingunum mínum sem er gott en hækkaði iðgjaldið því sem nam sjálfsábyrgðinni.
Um c.a. árið 2005 þá setti ég dráttarkúluna inn í mitt húdd á bíl sem var að þvælast fyrir, þá var ég hjá VÍS og enginn aukakosnaður fyrir mig. Hvernig það er í dag ? reynið að geta ?


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá kjartanbj » 07.jan 2015, 18:24

Prófiltengi allan daginn á breyttum jeppa, hvaða mál er að taka spilið af á milli ferða ? nákvæmlega ekkert, sama á við um dráttar augun , minnsta málið að slíta þetta af eftir ferð, bara partur af því að ganga frá eftir ferðina, það að nota dráttarkúlur soðnar til þess að draga getur verið stórhættulegt ef þær losna..
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Biggz
Innlegg: 16
Skráður: 16.des 2014, 20:03
Fullt nafn: Birgir Örn Ragnarsson
Bíltegund: Grand Cherokee ZJ
Staðsetning: Kópavogur

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá Biggz » 07.jan 2015, 20:33

Image

hér er lausn á þjófnaði, efast stórlega að menn nenni að skera pinnan til að stela kúlu


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá olei » 07.jan 2015, 21:28

kjartanbj wrote:Prófiltengi allan daginn á breyttum jeppa, hvaða mál er að taka spilið af á milli ferða ? nákvæmlega ekkert, sama á við um dráttar augun , minnsta málið að slíta þetta af eftir ferð, bara partur af því að ganga frá eftir ferðina, það að nota dráttarkúlur soðnar til þess að draga getur verið stórhættulegt ef þær losna..

Þetta fer eftir svo mörgum þáttum hvernig fólk notar bílana og í hvað. Sá sem hefur ekki bílskúr og býr í fjölbýli - t.d á 2. eða 3ju hæð er sennilega ekki sammála þér að það sé minnsta mál að kippa spilinu af jeppanum.

Svo má vel vera með prófíltengi framan á bílnum eða annað hraðtengi fyrir spil þó að það sé föst kúla aftan á honum og jafnvel föst augu fyrir dráttartóg. Hinn stórsniðugi fítus að flytja spilið aftan á bílinn ef þarf með er að mér sýnist ótrúlega sjaldan notaður í raunveruleikanum. Við bætist síðan að maður er ekki alltaf í ferðum og undirbúinn fyrir þær þegar allt í einu maður þarf að nota spil eða dráttaraugu, eða skutla kerru bæjarleið.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá snöfli » 07.jan 2015, 22:05

Prófílbeyslislaus bill á fjöllum er jafn vonlaus og hníflaus maður á sjó og .....

Getur vel verið að það sé fullt af rökum gegn þessu á malbikinu, en þetta er jafn nausynlegt og bjórhaldarinn, vinnuljósin, úrhleypibúnaðurinn og:) á fjöllum

l.
Síðast breytt af snöfli þann 07.jan 2015, 23:03, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1229
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá svarti sambo » 07.jan 2015, 22:12

snöfli wrote:Prófílbeyslislaus bill á fjöllum er jafn vonlaus og hníflaus maður og sjó og .....


Og, ekki gleyma kvuntulaus hóra.
Fer það á þrjóskunni


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá Játi » 08.jan 2015, 03:01

Það er gott og blessað að vilja ekki skrölt í bílnum sínum en það að halda því fram að prófíltengi á jeppa sé ókostur er eins og að halda því fram að traktor sé betri án beislis eða trailer án stóls eða rúta án sæta. málið er að þetta er útbúnaður sem er smíðaður á jeppa einmit til þess að geta smíðað allan fjandan til að festa við þetta á einfaldan hátt og likil atriði einmitt að geta tekið draslið af aftur. Þetta er bara útbúnaður sem bíður upp á marga möguleika og í mínum bókum telst það ekki vera ókostur. Ég smíðaði tildæmis prófíltengi aftan á subaruin minn einmitt til þess að geta geimt kúluna hjá varadekkinu og þurfa ekki að hafa hana til að valda sjónmeingun aðra daga
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15

User avatar

jongud
Innlegg: 2236
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá jongud » 08.jan 2015, 08:30

Prófílbeisli eru alger snilld.
Varðandi spilin, þá hef ég útbúið í fleiri en einn jeppa festingu inni í bíl úr þynnri prófíl, og þá er engin hætta á að spilið drepi einhvern í slysum. (Og svo er erfiðara að stela því).
Hinsvegar sá ég í sumar alveg fáránlega langt kúlutengi aftan í jeppa. Það skagaði meira en hálfan metra aftur úr bílnum!
Ég býst við að þetta hafi verið einhver tjaldvagnatogari sem var að reyna eitthvert drullumix til að minnka grjótbarninginn á vagninn, en þarna var hann með kerru aftaní og rétt slapp við að setja allt draslið utaní bíl þegar hann tók beygju.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1687
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá Freyr » 08.jan 2015, 09:56

jongud wrote:Prófílbeisli eru alger snilld.
Varðandi spilin, þá hef ég útbúið í fleiri en einn jeppa festingu inni í bíl úr þynnri prófíl, og þá er engin hætta á að spilið drepi einhvern í slysum. (Og svo er erfiðara að stela því).
Hinsvegar sá ég í sumar alveg fáránlega langt kúlutengi aftan í jeppa. Það skagaði meira en hálfan metra aftur úr bílnum!
Ég býst við að þetta hafi verið einhver tjaldvagnatogari sem var að reyna eitthvert drullumix til að minnka grjótbarninginn á vagninn, en þarna var hann með kerru aftaní og rétt slapp við að setja allt draslið utaní bíl þegar hann tók beygju.


Er ekki líklegra að viðkomandi sé með farangurskistu eða álíka aftaná bílnum og vilji að kúlann standi aftur undann henni? Engu að síður mjög heimskulegt þar sem þetta getur ekki bara skapað hættu heldur veldur þetta mjög leiðinlegu álagi á beislið og burðarvirki bílsins ef það er einhver þyngd sett á svona búnað.


villi58
Innlegg: 2122
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá villi58 » 08.jan 2015, 12:42

Biggz wrote:Image

hér er lausn á þjófnaði, efast stórlega að menn nenni að skera pinnan til að stela kúlu

Hver er að selja svona læsingu og hvernig er þetta að virka í seltu og drullu ?

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1229
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá svarti sambo » 08.jan 2015, 18:10

villi58 wrote:Hver er að selja svona læsingu og hvernig er þetta að virka í seltu og drullu ?

Hér eru milljón útfærslur af þessu og þessi fyrr nefnda líka.
https://www.google.is/search?q=Hitch+Pi ... Q#imgdii=_
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá olei » 08.jan 2015, 21:46

Játi wrote:Það er gott og blessað að vilja ekki skrölt í bílnum sínum en það að halda því fram að prófíltengi á jeppa sé ókostur er eins og að halda því fram að traktor sé betri án beislis eða trailer án stóls eða rúta án sæta. málið er að þetta er útbúnaður sem er smíðaður á jeppa einmit til þess að geta smíðað allan fjandan til að festa við þetta á einfaldan hátt og likil atriði einmitt að geta tekið draslið af aftur. Þetta er bara útbúnaður sem bíður upp á marga möguleika og í mínum bókum telst það ekki vera ókostur. Ég smíðaði tildæmis prófíltengi aftan á subaruin minn einmitt til þess að geta geimt kúluna hjá varadekkinu og þurfa ekki að hafa hana til að valda sjónmeingun aðra daga

Átta mig ekki alveg á þessum samlíkingum. Væri ekki betra að taka stólinn af trailernum og beislið af traktornum og setja prófíltengi í staðinn? Stóll er jú ekkert annað en staðlaður tengibúnaður, rétt eins og föst dráttarkúla.

Gaman að þessu.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá olei » 08.jan 2015, 21:48

Biggz wrote:Image

hér er lausn á þjófnaði, efast stórlega að menn nenni að skera pinnan til að stela kúlu

Jú þetta gæti virkað.
Svo er það bara spurninging hvort rygðar fyrr fast, láspinninn eða prófílarnir í tenginu.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1229
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Postfrá svarti sambo » 08.jan 2015, 22:03

olei wrote:
Biggz wrote:Image

hér er lausn á þjófnaði, efast stórlega að menn nenni að skera pinnan til að stela kúlu

Jú þetta gæti virkað.
Svo er það bara spurninging hvort rygðar fyrr fast, láspinninn eða prófílarnir í tenginu.

Hvorugt, ef þetta er bara samsett á meðan notkun stendur yfir. Svo er pinninn stainless steel.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir