Síða 1 af 1

Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 06.jan 2015, 11:57
frá lecter
Alltaf sama vesenið að þurfa að eiga við glæpasamtök hvort sem er i Dópheiminum eða tryggingar
nú var ekið aftan á barnsmóðir mina ég græjaði fyrir hana þennan raf 4,, 31" breyttan þessir bilar bila bara ekki ,, en svona breyting er um ein milljon og söluverð er ca 300-500 fer eftir akstri og ástandi hef ekki feingið tölur nema að kosnaður við að laga bilinn er um 700,000 og töldu þeir að það kostaði of mikið að laga bilinn en fer i dag til að ath þetta

siðast var ég að eiga við vis vegna oltinn 80cruser sem var i kasko og metinn sérstaklega á 2,2 millur ekinn 250,000km en svo fór hann á toppinn og þá var hann ekki meira virði en 1,300,000 með viku vinnu komst verðið i 1,6 m svörin frá vis var að cruserinn hefði átt að koma i mat hjá vis á hverju ári til að halda verðmatinu 2,2 svona drullu viðskipti til okkar sem erum að nota þessi tryggingarfélög i mörg ár eru ekki þolandi ,,,

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 01:11
frá Valdi B
hvernig er hægt að eyða milljón í að setja 31" undir rav4 ?

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 01:27
frá lecter
þegar tekið er saman efni og vinna

1 dekk og felgur 31" ,,250,000
2 kantakitt ,,,,,,,,,,,200,000
3 sprauta kantakitt , stuðara og allar plasthliðar á öllum hurðum aftur hurð lika og taka af til sprutunar 300,000
4 upphækkunar klossar gormar og úrklippun 150.000

samtals 900,000


okkur var boðin 450,000 i bilinn i dag frá tryggingarfelaginu sem mun greiða út tjónið

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 01:38
frá lecter
það verður sáttafundur á morgun kl 3

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 09:52
frá TDK
Afsakið offtopic en hvernig er Rav á 31"? Gott að keira þetta?

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 16:15
frá lecter
það er bara fínt að aka honum kemst helling i snjó kramið heldur þessu alveg ekkert vesen hjá okkur i mörg ár ekkert bilað

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 18:16
frá KjartanBÁ
Fyrsti ravinn er samt með grind er það ekki? Hef spáð hvort hægt sé að koma 30"+ á Rav4 2. kynslóð

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 19:26
frá lecter
nei hann er sjálfberandi ekki á grind

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 19:29
frá biturk
var nóg að skera úr og setja kanta, þurfti að gera eitthvað annað?

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 07.jan 2015, 23:12
frá TDK
biturk wrote:var nóg að skera úr og setja kanta, þurfti að gera eitthvað annað?


1 dekk og felgur 31" ,,250,000
2 kantakitt ,,,,,,,,,,,200,000
3 sprauta kantakitt , stuðara og allar plasthliðar á öllum hurðum aftur hurð lika og taka af til sprutunar 300,000
4 upphækkunar klossar gormar og úrklippun 150.000

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 08.jan 2015, 01:19
frá lecter
ekkert varð úr þessum sátta fundi i dag fer á morgun ,,
það finst ekkert i stýri að aka þessum bil en hann er fínn svona ég færi ekki i stærri dekk samt þá þarf að klippa inn i gólfið helling og hann mun fara að finna dekkin upp í stýrið og hann hefur ekkert mikið afl i stærri dekk er samt ekkert latur eða það var ekki mikill munur úr upprunalegu dekkjum upp i 31" en hann er furðu seigur að bjarga sér yfir
ófærar heiðar i snjó
i dag veit ég ekki hvar hægt er að fá þetta bretta kitt og sílsana og það er ekkert vit i að mála ekki hliðarspjöldin nema að mála kantana gráa/svarta eins og ómálaða plastið var það gæti lúkkað flott lika ,,,,

en þetta spjall var heldur umhugsunar efni til að þið færuð með breyttu jeppana ykkar á hverju ári i skoðunar mat hjá ykkar tryggingarfélagi til að halda við verð matinu nógu erfit er að fá bætur ef um breyttan jeppa er að ræða ,,,

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 09.jan 2015, 02:59
frá lecter
það náðist sátt i tjóna malinu á raf 4 31" eftir þras en þó málefnalegt ,, en það sem kom mér mest á óvart var að Tryggingarfélagið var með lista frá 2 bilasölum einn var notaðir bilar Toyota ,, þar var matið 350,000 upp i 400,000 á óbreyttum svona raf ,, svo okkur var boðið 450,000 sem sagt 50,000 fyrir alla breytinguna báðar bílasölurnar með sama verð ,,, 450,000 sem var bílasölu matið á okkar bil so matið var notað frá bilasölum en ekki hvað Tryggingafélaðgið i raun hugði ,,
400,000 var talan sem þeir hugðu i að laga bilinn en verkstæðið sem mat tjónið fór i 650-700,000 ég var með 800,000 sem kröfu
en sættist á 400,000 i pening og fekk bilinn .. svo nú hefst viðgerðar helgi framundan

læra má af þessu að ekki króna fæst fyrir bila sem eru breyttir þetta hlitur að vera hagsmuna mál hjá jeppa eigendum og klúbbum að berjast fyrir,, sama á við um fornbila ,,, að fá þetta metið ferða þjónustu jeppar sem lenda i veltu eru i sömu málum T,d
svo má nú Bílasölu fulltrúar aðeins skoða hvaða rugl er þar i gangi ef þeir eru að ráða hvað maður fær út úr tjóni

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 09.jan 2015, 08:37
frá Rodeo
Þetta er vesen með eldri bíla sem búið er að leggja mikíð í. Vel réttlætanlegt setja peninga í þá ef þetta eru tæki sem eiga að endast en vandi ef þarf að selja skyndilega eða fá borgað úr tryggingum. Fjölskyldan lenti í því sama, eldri bíll sem búið' var að gera mikið fyrir og átti að keyra út lennti í tjóni. Tryggingunum var lítið þokað með listaverðið og því siður vildu þeir útvega annan svipaðann á því sem átti að vera gangverð.

Hér westan svindlið jafn svæsið aðferðin er bara önnur. Tryggingarnar senda sinn matsmann og eru svo afar snöggir að borga tjón með tékka sem á að dekka kröfuna alla. Von þeirra er sú að kúninn fari til sólarlanda fyrir tékkann því þegar að því að fara á verkstæði dugar upphæðin engan veginn. Ef kúnin er búin að leysa tékkan út situr þar við, það eru bara þeir sem lesa smáa letrið í samningnum og framselja tékkann á verkstæðið sem fá mismunin greiddan.

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 09.jan 2015, 09:47
frá ivar
Svo er nú eitt annað í þessu sem sjónarmið tryggingafélaganna.

Hvað ef þú hefðir haldið því fram að þessi RAV væri 10milljón króna virði?, Nú eða 100mkr? Eiga þeir bara að borga það og brosa?
Ef ég fer með nýjan 10mkr bíl í artic og læt breyta fyrir 5mkr og klessi hann svo 1-2 árum seinna, er hann þá ennþá 15mkr virið?

Þegar þú verður fyrir óhappi á að bæta þér það tjón sem þú verður fyrir ekki að borga allt sem þú hefur lagt út.
Myndi segja að þú hafir bara komið vel út úr þessu þar sem ég sé ekki fram á að viðgerðarkostnaður sé mikið meira en 400þ fyrir þig og þú sjálfsagt notar notaða hluti.

Re: Tryggingar tjón á breyttum jeppum

Posted: 09.jan 2015, 11:07
frá villi58
Fyrir nokkuð mörgum árum þá tryggði ég hjá VÍS og þar var ég með utanvegakaskó eins og þeir kölluðu það.
Var látinn lista niður allar breytingar á bílnum og hvenær þær voru framkvæmdar og kostnað, ekki veit ég hvort þetta var einhver leikaraskapur hjá þeim eða hvort í raun að ég fengi bætt bílinn samhvæmt þessum lista mínum, reyndar efast um það. þetta er í dag veit ég ekki því skilmálum er breytt reglulega og eins gott að lesa smáa letrið áður en maður staðfestir tryggingu.
Er í því í dag að reyna snúa upp á hendurnar á Verði og TM, vitanlega hækkuðu þeir tilboðin hressilega eins og vanalega, ekkert hægt að ræða lækkun á bílnum hjá TM sem er að verða fornbíll, á eftir að fá endanlegar tölur hjá Verði.