Síða 1 af 1

Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 21:19
frá Svenni30
Sælir núna fer hiluxinn hjá mér að detta í 25 árin. Er einhver möguleiki að skrá hann sem fornbíl til að minnka tryggingar og sleppa við bifreiðagjöldin. Hef heyrt að þetta sé svolítið stapp þegar það er búið að breyta bílum. Og það það sé einhverjir x kílómetrar á ári sem má keyra.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 21:24
frá svarti sambo
Það var hægt að fá ódýrari tryggingar fyrir einhverjum árum, ef maður notaði bílinn minna en 6000km á ári óháð aldri bílsins og ef að hann var bíll nr.2 hjá sama tryggingartaka. Veit ekki hvernig það er í dag.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 21:29
frá Polarbear
þú sleppur sjálfkrafa við bifreiðargjöldin. ef hann er breyttur er helvíti á jörðu að fá þessi tryggingarfélög til að lækka tryggingarnar þótt hann sé skráður fornbíll.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 21:30
frá haffiamp
verður alltaf rifrildi við tryggingafélögin en þeir sem ég þekki hafa náð að gera fína díla... en bifreiðagjöldin falla frá og þú færð tveggja ára skoðun

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 21:37
frá Lada
Sælir.

Ég hef grun um að það sem Elías er að vísa til sé það sem tryggingafélögin kölluðu ,,ferðabílatryggingar''. Þær voru háðar því að bíllin væri sérbúinn til ferðalaga og myndi eingöngu vera nýttur sem slíkur, mætti ekki vera ekið meira en 5.000 km á ári (TM) og vera bíll númer 2 hjá tryggingataka. Ég reyndi einhverntíman að fá það uppúr tryggingasölumanni hvaða skilyrði bíllinn þyrfti að uppfylla til að fá þessa tryggingu en hann gat ekkert gefið upp um það. Sagði að ég þyrfti að koma með bílinn til þeirra svo þeir gætu skoðað hann og metið það sjálfir hvort hann félli í þennan flokk. Sem sagt geðþótta ákvörðun sölumanna sem gilti.
Ég hef grun um að þetta sé dottið uppfyrir hjá þeim í dag, en er þó ekki klár á því. Væri gaman að heyra af því ef þetta er enn við lýði.

Kv.
Ásgeir

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 21:39
frá olafur f johannsson
Byrjar á að fara í frumherja og skrá hann fornbíl og ferð svo og semur við þitt tryggingafélag. bifreiðagjöld falla niður strax núna um áramót

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 21:51
frá andrib85
Ég gat skráð Jeppan hjá mér sem sérútbúið ökutæki hjá VÍS. En ég mátti ekki keyra hann yfir 5000km á ári, svo gaf sölumaðurinn í skin að það væri ekkert fylgst með því hehe. Ég borgaði ekki nema 47.000 í tryggingar á ári

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 21:51
frá Finnur
Sælir

Ég er búinn að fara í gegnum þetta ferli og er mjög sáttur með útkomuna. Það fyrsta sem þarf að gera er að skrá bílinn sem fornbíl. Það er gert á næstu skoðunarstöð með því að fylla út eyðublað um breytingu á skráningu.

Þegar það fer í gegn detta bifreiðagjöldin út en tryggingarnar eru óbreyttar.

Ég er ekki búinn að tala við öll tryggingafélögin en Sjóvá og Vís er eins ólíkt og hægt er þegar kemur að þessu. Ég er með annan bíl sem ég nota dagsdaglega og þessi fornbíll er lítið notaður nema á fjöll. Ég gafst upp, eftir marga tölvupósta og samningaviðræður við Sjóvá sem gekk út á að ég þurfti að sanna rétt minn á þessu.

Hjá Vís er þetta eins auðvelt og að fá tryggingar á fólksbíl. Þú þarf bara að vera með annan bíl tryggðan hjá þeim, þá færðu fornbílatryggingu. Mig minnar að hún sé um 20 þús á ári núna en var 33 þús fyrir tveimur árum.

Niðurstaðan er að biðja önnur félög að jafna tilboð Vís og ef það gangur ekki Þá bara færa sig yfir.

kv
KFS

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 22:04
frá Landman
Sælir. Þegar ég ætlaði að skrá bílinn minn sem fornbíl í jan. 2012 (hann er '87árg.) var mér sagt að það væri skráningadagurinn sem gilti. Ég viðurkenni að ég var svoldið súr því hann var skráður í des. 87. Ég mátti gera svo vel og borga bifreiðagjöldin út árið. Hinsvegar náði ég samningi við TM þar sem þetta er óbreyttur og eðalborinn L200 peckuppp.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 04.jan 2015, 22:07
frá svarti sambo
Ég er með einn bíl skráðan sem ferða og húsbíll hjá TM. Og hann er bara ósköp venjulegur bíll, en er háður þessum km fjölda. Minn umboðsaðili hefur aldrei spáð neitt frekar í hann. En það getur vel verið að það sé fylgst með þessu í gegnum skoðunarstöðvarnar, veit það ekki. Svo er þetta bara óttarlega mikil geðþótta ákvörðun hvaða iðngjöld menn fá. Hef alltaf þurft að byrja hvert tryggingar tímabil á því að snúa upp á hendurnar á umboðsaðilanum.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 05.jan 2015, 11:28
frá Tómas Þröstur
Það er ekkert í lögum um að fornbílar beri lægri tryggingar er það. Það er líklega mat tryggingafélaga á kúnna hverju sinni hvort þeir veiti afslátt. Tvö ár í fornbíl hjá mér. Bíð spenntur.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 05.jan 2015, 12:29
frá einsik
Sjóvá er mjög tregt í að hafa lægri tryggingar á breyttum bílum.
Ég færði mig yfir til þeirra þegar ég keypti mér hjól fyrir nokkrum árum. þá buðu þeir allra best fyrir hjólið, hjólhýsið og bílinn. Síðan bættist gamall Krúsi við.
Þegar ég fékk yfirlitið nú um áramót þá rukka þeir 90 fyrir hjólið og tæp 80 fyrir jeppann.
Þeir vildu jú tryggja hjólið fyrir 4 árum á 60þ.

Ég þarf greinilega að kíkja í Vís.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 17.jan 2015, 00:07
frá Svenni30
Takk fyrir þessa umræðu. En bifreiðargjöldin eru dottin út. Er svo í bölvuðu stappi við vís um af fá ódýra tryggingu bílinn.
Er með 2 bíla en mér var boðið að fá vinnubílatryggingu á Hiluxinn 40 kall á ári.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 17.jan 2015, 19:55
frá biturk
Vis skraðu subaru 1800 hja mer a fornbilatryggingu, var bara fiffað til þó það væri eini bíllinn á skrá hjá mér

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 17.jan 2015, 21:31
frá RunarG
Ég er búinn að vera skoða tryggingar núna síðustu vikuna með jeppann hja mér, (ekki orðinn fornbíll) og talaði ég við nokkur tryggingarfélög, endaði með að fá fínt verð í jeppann hja Verði, er með allt mitt tryggt hja þeim og endaði jeppinn í rúmum 35 þús á ári, en ég talaði reyndar um að ég myndi ekki keyra meira en 5-6 þús km á ári.

Re: Fornbílaskráning á breyttum jeppum

Posted: 17.jan 2015, 23:09
frá Fordinn
Vörður hefur verið að gera ágæta hluti hjá okkur feðgunum allavega.