Síða 1 af 1

LED í aðalljós ?

Posted: 04.jan 2015, 13:08
frá MattiH
Sælir.
Hefur eitthver reynslu af því að setja LED í aðalljósin, í þessu tilfelli H4?

Image

Re: LED í aðalljós ?

Posted: 04.jan 2015, 13:15
frá snöfli
Léleg reynsla og sennilega bannað. Ljósker hönnuð fyrir ljósgjafan (peruna). Annar ljósgjafi gefur mögulega sterekt hliðarljós sem blindar etc. l.

Re: LED í aðalljós ?

Posted: 04.jan 2015, 13:19
frá KjartanBÁ
Í suma bíla er víst hægt að fá ný ker fyrir LED perur sem hafa ekki hliðarljós

Re: LED í aðalljós ?

Posted: 04.jan 2015, 13:26
frá Haffi
Þetta sem er á þessari mynd hjá þér er hræilegt, lýsir ekkert og virkar í viku.
Hins vegar er hægt að fá mjög öflugar CREE LED perur sem virka mjög vel.

Annars er umræða um þetta hér:
viewtopic.php?f=2&t=27944

Re: LED í aðalljós ?

Posted: 04.jan 2015, 13:55
frá villi58
Þarf að passa sig á að perurnar séu með bæði háa og lága geislanum, pantaði Led-gree og venjulegar Led-perur og á öðru settinu var bara lági geislinn en hinu bara hái geisli. Sendi þeim mail og sagði þeim að orginal H4 perur væru alltaf með báðum geislum og þá er auðvitað ekki svarað.
Annars langur vegur enn frá því að ledið lýsi nógu vel fyrir okkur, búinn að sjá það með þessum perum sem ég keypti.

Re: LED í aðalljós ?

Posted: 04.jan 2015, 15:07
frá MattiH
Takk fyrir svörin ;)
Ég held að ég hætti bara að spá þessu.

Re: LED í aðalljós ?

Posted: 04.jan 2015, 16:14
frá Navigatoramadeus
ekkert að hætta að spá, það er alveg bannað :)

ég prófaði fyrir 3 árum síðan svona LED H4 perur, vitandi þetta væri ekki nógu öflugt en bara langaði að prófa, billegt og einfalt.

prófaði svona peru sem var um 450 lumen, það var vitað að hún væri aðeins með einn geisla en í Musso er H4 fyrir lága geislann og H1 fyrir háa svo það skipti engu.

þurfti samt að víxla vírum fyrir plús og mínus.

málið er að þú þarft amk 1500 lumens ljósafl og nú er komið nægt úrval af þeim, er akkurat að fara að panta bæði H4 og H1 ásamt innilýsingu og parkperum með LED tækni.

http://www.dx.com/p/marsing-high-power- ... KlhmHxya00

leist einna best á þessa; er ekki alltof öflug (original 55W halogen pera er um 1500-1600 lumens) svo það verði ekki "ljóssprengja" og einnig er hún með 3000 kelvin ljóshitastigi (lit) sem er svipað og halogen sem mér líkar (hef ekki átt bíl með xenon svo ég þekki ekki hvort sé skárra að hafa hærra ljóshitastig nema hvað mér finnst það kuldalegt-litir detta út).
og svo stendur að Osram framleiði chip-inn !