ekkert að hætta að spá, það er alveg bannað :)
ég prófaði fyrir 3 árum síðan svona LED H4 perur, vitandi þetta væri ekki nógu öflugt en bara langaði að prófa, billegt og einfalt.
prófaði svona peru sem var um 450 lumen, það var vitað að hún væri aðeins með einn geisla en í Musso er H4 fyrir lága geislann og H1 fyrir háa svo það skipti engu.
þurfti samt að víxla vírum fyrir plús og mínus.
málið er að þú þarft amk 1500 lumens ljósafl og nú er komið nægt úrval af þeim, er akkurat að fara að panta bæði H4 og H1 ásamt innilýsingu og parkperum með LED tækni.
http://www.dx.com/p/marsing-high-power- ... KlhmHxya00leist einna best á þessa; er ekki alltof öflug (original 55W halogen pera er um 1500-1600 lumens) svo það verði ekki "ljóssprengja" og einnig er hún með 3000 kelvin ljóshitastigi (lit) sem er svipað og halogen sem mér líkar (hef ekki átt bíl með xenon svo ég þekki ekki hvort sé skárra að hafa hærra ljóshitastig nema hvað mér finnst það kuldalegt-litir detta út).
og svo stendur að Osram framleiði chip-inn !