Síða 1 af 1

Loftlássvesen

Posted: 04.jan 2015, 11:58
frá Potlus
Jæja kæru spjallfélagar
Nú á dögunum keypti ég mér loftlás í framhásinguna hjá mér. Hásingin er Dana 30 reverse.
Þannig er mál með vexti að hlutföllin sem voru á lásnum voru original og ég ætlaði að stilla inn drifið en þebar þetta var allt saman að detta í stillingu en pinioninn þurfti að færast nær lásnum fór hann að rekast í lásinn...
Er hægt að renna utanaf lásnum eða hvað er gert...lásinn er líklega gerður fyrir 3:55 en ekki lægra eins og ég er með (4:56).
Málið er að það þarf ekki að færa kambinn nær með millileggi.heldur pinioninn upp
Kveðjur.Árni

Re: Loftlássvesen

Posted: 04.jan 2015, 16:14
frá Þráinn
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=26850

það kom óvart upp smá umræða um þetta í þessum þræði

kaupa nýtt drif með þykkari kamb er algjörlega málið

hef heyrt um að menn smíði skinnu undir kambinn, hef enga reynslu af því og langaði ekkert að prufa það. getur verið að einhverjir hérna inni geti frætt þig um það betur

Re: Loftlássvesen

Posted: 04.jan 2015, 17:22
frá hobo
Ef þetta er eitthvað lítið, þá hef ég séð á erlendum myndum að menn hafa slípað aðeins af pinion.