Síða 1 af 1

umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 24.des 2010, 16:49
frá Brjótur
Sælir nú ætla ég að benda á eitt atriði á f4x4 síðunni sem ég hefði getað leiðrétt menn með ef ég hefði skrifaðgang og sparað honum Wilhelm ómakið með nafstútinn það er langt síðan ég komst að þessu en ég notaði samt stútinn tók bara abs nemann í burt á meðan og boraði að mig minnir eitt nýtt gat málið dautt :)

kveðja Helgi

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 25.des 2010, 00:22
frá Straumur
Borgaðu bara í klúbbinn og hættu þessu væli ;)

Kv, Kristján

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 25.des 2010, 10:41
frá Brjótur
Kristján enginn að væla, og að auki vil ég vera í klúbbi sem er opinn og skemmtilegur ekki neikvæður og lokaður :)

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 25.des 2010, 11:09
frá jeepson
Þessvegna er jeppaspjall.is svo fínt spjall :)

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 25.des 2010, 17:00
frá Brjótur
já já akkúrat ;)

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 25.des 2010, 18:27
frá villi
Sæll helgi og Takk fyrir þetta. en samt sem áður þá er gatið sem að stúturinn fellur í á liðhúsinu í 98 bílnum stærra en á þeim gamla þannig að stýringin á stútnum virkar ekki og einungis boltagötin sem að sjá um að hann sitji rétt. En kannski er þetta bara í lagi. Hefur þetta verið alveg til friðs hjá þér Helgi

Kv Vilhelm

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 25.des 2010, 19:31
frá Brjótur
Sæll Villi já ég veit en þar sem hugsunin hjá mér með þessu var snarredding þá notaði ég þetta og já ég notaði þetta lengur en ég ætlaði :) en það er frábært ef þú ert búinn að finna stúta á góðu verði

kveðja Helgi

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 27.des 2010, 20:32
frá villi
Sæll aftur Helgi. Er búinn að prófa að máta nafstút af gamla pattanum og ég kem bara einum bolta í, alveg sama hvernig ég sný stútnum. Breytist liðhúsið og stúturinn á einhverjum tímapunkti í gamla bílnum??

Kv Villi

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 27.des 2010, 20:58
frá Járni
Villi, þessi pöntun sem þú ert að standa fyrir, er hún farin af stað? Mig vantar 1-2 stúta, sem fyrst. Ég er til í að vera með ef þetta gerist fyrr en seinna.

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 27.des 2010, 22:13
frá Brjótur
Sennilega hef ég þá borað þá upp á nýtt ég man þetta ekki svo glöggt það eru orðin nokkur ár síðan ég reddaði mér með þetta :(

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 28.des 2010, 00:24
frá villi
Sæll, hún er ekki farin af stað, með þér þá eru ekki komnir nema þrír með 4-6 stúta , þarf að panta 10 stúta til að fá stykkið á 35 pund og ég á bara ekki pening til að liggja sjálfur með 6-8 stúta, þannig að það þyrfti bara eiginlega að ákveða dagsetningu og panta og þó svo að við náum ekki að taka 10 stk, þá er munurinn 5 pund á stút, sem er nú ekki mikið.

Kv Villi

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 28.des 2010, 09:36
frá Hagalín
Væri bara ekki 3.jan 2011 upplögð dagsetning??

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 28.des 2010, 22:02
frá bjarkj
ég á einn stút ef einhverjum vantar
hann var farþega megin hjá mér og er í 2000 og yngra og kannski eitthvað eldra
verð 15þ

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 28.des 2010, 23:58
frá Járni
Villi, ertu með áætlað verð per stút? Á bæði 35 og 40 pundin. Ég er sem áður segir, til ef þetta gerist fljótlega.

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 29.des 2010, 18:58
frá Hagalín
Ef við næðum 10stútum væru þeir komnir til landsins á 83þ kall með sendingarkostnaði svo gjöld ofan á það. Gæti trúað 11þ-12þ kall á stykkið miðað við að fá hann inn á 35pund.

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 29.des 2010, 20:58
frá Járni
Það er meira en vel nothæft verð, er á tæplega 65þ í umboðinu. Það hlýtur nú bara að vera kominn tími á stútana hjá fleirum.

Re: umræða á F4x4 um nafstúta

Posted: 02.jan 2011, 12:13
frá villi
Nú er ég kominn með stút þannig að ég ætla ekki að vera með í pöntun að svo stöddu

Kv Villi