Sælir
Hvernig á maður að bera sig að við breytingskráningu á fjölda farðega.
Ég á Toyotu Land Cruiser 90 38" Breyttan skráða 5 manna og á annað Land Cruiser 90 35" breyttan skráðan 7 manna.
Þar sem fjölskyldan er sífellt að stækka hef ég hug á því að breyta skráningunni á 38" jeppanum úr 5 manna í 7 manna þar sem 35" bíllinn er bara notaður í varahluti.
Hvernig er best að bera sig að við þessar breytingar sé ekkert um þetta á samgöngustofu. Og er eitthvað sem mælir á móti þessu. Sé að það eru nokkuð margir LC 90 38" á bílasölunum skráðir 7 eða 8 manna.
kv. Sigurður
Breytingaskráning á fjölda farðega
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 11
- Skráður: 20.júl 2012, 13:39
- Fullt nafn: Sigurður Freyr Kristinsson
- Bíltegund: Toyota LC90
- Staðsetning: Ísafjörður
Re: Breytingaskráning á fjölda farðega
Að því gefnu að heildarþyngd eftir breytingu sé ekki takmarkandi þáttur þá þarf lítið annað en að setja sætin í og mæta niðrá skoðunarstöð, að ég best veit.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Breytingaskráning á fjölda farðega
Og vigtarseðil, hann má ekki vera eldri en 7 daga gamall, vigta þarf samanlagða eiginþyngd með fullum eldsneytistanki, nú veit ég ekki hvernig þessir bílar eru skráðir, þ.e. hvort sama heildarþyngd sé á bílum sem eru upprunalega 5 manna og þeim sem eru 7 manna, ef svo er þá gætirðu lent í vandræðum með burðargetuna, berðu allavega saman skráninguna á bílunum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 11
- Skráður: 20.júl 2012, 13:39
- Fullt nafn: Sigurður Freyr Kristinsson
- Bíltegund: Toyota LC90
- Staðsetning: Ísafjörður
Re: Breytingaskráning á fjölda farðega
Sælir
Hér eru skráningarnar á bílunum:
LC 90 38" 5 manna Eiginþyngd: 2040 kg. Burðargeta 640 kg. Leyfð heildarþyngd: 2680 kg.
LC 90 35" 7 manna Eiginþyngd: 1980 kg. Burðargeta 700 kg. Leyfð heildarþyngd: 2680 kg.
Hér er tildæmis einn á 38" með sömu eiginþyngd skráður 8 manna.
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=16&cid=284443&sid=382571&schid=3f6cf9a8-f51b-47b9-80d4-5bf7024007a1&schpage=2
Hvernig er þetta reiknað út, þyngdin í sætunum er svosem ekki mikill sem er að bætast við, en við hvað styðjast þeir þegar þetta er reiknað?
kv. Sigurður
Hér eru skráningarnar á bílunum:
LC 90 38" 5 manna Eiginþyngd: 2040 kg. Burðargeta 640 kg. Leyfð heildarþyngd: 2680 kg.
LC 90 35" 7 manna Eiginþyngd: 1980 kg. Burðargeta 700 kg. Leyfð heildarþyngd: 2680 kg.
Hér er tildæmis einn á 38" með sömu eiginþyngd skráður 8 manna.
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=16&cid=284443&sid=382571&schid=3f6cf9a8-f51b-47b9-80d4-5bf7024007a1&schpage=2
Hvernig er þetta reiknað út, þyngdin í sætunum er svosem ekki mikill sem er að bætast við, en við hvað styðjast þeir þegar þetta er reiknað?
kv. Sigurður
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Breytingaskráning á fjölda farðega
Burðargetan er bara eiginþyngd mínus heildarþyngd, eiginþyngdin er bara þurrvigt bílsins tilbúinn til notkunar með fullan eldsneytistank án ökumanns
Skráning bílasölunnar á þessum tiltekna bíl er eflaust ekki rétt því þessi bíll er skráður fyrir 6 farþega, þ.e. 7 innanborðs í heildina
Framleiðendur ákveða leyfða heildarþyngd, þá er tekið tillit til burðargetu ása og fjaðrabúnaðar sem og burðarvirkis bílsins, eins þarf að ákvarða þyngdardreifingu farþega og farangurs líkt og gert er þegar rútum er breytt, sæti færð, fjölgað eða fækkað, það er í höndum umferðarstofu að yfirfara teikningar af bílunum og reikna dreifingu þyngdarinnar milli ása, skoðunarmaður sér svo til þess að skv. vigtarseðli fari tæknileg heildarþyngd á ása ekki yfir leyfilega burðargetu ása og leyfilega burðargetu almennt
Skráning bílasölunnar á þessum tiltekna bíl er eflaust ekki rétt því þessi bíll er skráður fyrir 6 farþega, þ.e. 7 innanborðs í heildina
Framleiðendur ákveða leyfða heildarþyngd, þá er tekið tillit til burðargetu ása og fjaðrabúnaðar sem og burðarvirkis bílsins, eins þarf að ákvarða þyngdardreifingu farþega og farangurs líkt og gert er þegar rútum er breytt, sæti færð, fjölgað eða fækkað, það er í höndum umferðarstofu að yfirfara teikningar af bílunum og reikna dreifingu þyngdarinnar milli ása, skoðunarmaður sér svo til þess að skv. vigtarseðli fari tæknileg heildarþyngd á ása ekki yfir leyfilega burðargetu ása og leyfilega burðargetu almennt
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur