Cherokee-Durango-Explorer

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Hagalín » 28.des 2014, 16:55

Jæja félagar, er að velta fyrir mér heimilisbílnum.
Langar ekki í einhverja sardínudós undir famelíuna og ekki eitthvað grút máttlaust.
Maður heyrir allskonar draugasögur af evrópskum og asískum bílum varðandi hitt og þetta.

Mig langar aftur á móti í 2005-2007mdl af Cherokee, Durango eða Explorer.
Maður hefur lítið heyrt af vandamálum af þessum bílum, eyða aðeins en hægt að fá þá töluvert
ódýrari en Benz,BMW og þessir bílar í sambærilegum stærðar og afl flokki sem og auðvelt aðgengi í varahluti
og leiðbeiningar um viðgerðir á netinu.

Hafa menn einhverja reynslu hér inni af þessum bílum og þá varðandi bilanir og svoleiðis?


Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Rodeo » 28.des 2014, 20:33

Er með 2006 explorer sem hefur reynst ágætlega þá tíð sem við höfum átt hann að verða tvö ár og eitthvað um 20þ km. Fínt að keyra hann, vel hægt að koma 7 fullorðnum fyrir með þriðju röðinni og ágætt afl.

Spurði þess sama og fékk mjög góð ráð frá Jóni Inga um Explorerinn.

viewtopic.php?f=15&t=12516

Eyðslan er hófleg í þjóðvegaakstri, þyrstur í innanbæjarsnatti. Bilanir hafa ekki verið neitt óhóflegar og má sennilega kalla allt hefbundið viðhald. Búin að skipta um stýrirsmaskínu og öxulhosu í þann tíma sem við höfum átt hann auk þess sem það þurfti að laga umgjörð um vatnskassann sem var trúlega skemmd eftir tjón sem fyrri eigandi "gleymdi" að minnast á.

Einhvern tímann þegar ég nenni þarf ég að laga skjáinn í verksmiðjuútvarpinu, finn út úr því af hverju hitinn í bílstjórasætinu virkar ekki og laga kapall til að fella eitt aftursætið niður. Að öðru leyti virkar hann eins og dagin sem hann kom úr verksmiðjunni. Allt sem maður þarf að vita er hægt að finna hér www.explorerforum.com

Þekki Durango minna en er ágætlega kunnugur Cherokee. Svipuð eyðsla og afl bara miklu betra rými í Fordinum og var því mitt val sem fjölskyldujeppi.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Snorri^
Innlegg: 42
Skráður: 24.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Snorri Þór Gunnarsson

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Snorri^ » 29.des 2014, 09:05

Foreldrar mínir eiga 2001 Durango síðan 2002 ef ég man rétt. Hann er 35" breyttur og er með 5.9 vélina. Hann er kominn í ca 110.000 mílur. Ég hef séð um að þjónusta hann og þetta er búið að vera svo gott sem til friðs. Myndi segja að það viðhald sem hann hefur þurft til þessa sé mjög eðlilegt. Hér er grófur listi yfir það sem hefur verið gert hingað til:

* Framdemparar (er á pari 3)
* Stimplar í framdælur (er á pari 4).
* Spindlar (spicer sett fór í hann í 40.000 mílum, það er ennþá í og ekkert slit)
* CV liður öðrumegin að framan
* Pústgreinapakkningar
* Pinon pakkdós að aftan.

Svo eru nokkur atriði sem eru hálfgerðir vankantar á þessum bílum, það er einna helst bremusdælurnar að framan, það er einn stór fiber stimpill í hvorri dælu og þeir eru ansi gjarnir á að festast og fara að liggja lítillega útí og verpa diskana. En diskar og stimplar eru skítbillegir í þessa bíla og enginn stór peningur sem hefur farið í þetta.
Svo er stýrisgangurinn hálfgert klúður því þar sem stöngin gengur ofan í húsið á rattinu er allt steypt úr áli og þetta tærist og verður óþétt.

Fyrir utan þetta hefur bíllinn gengið snurðulaust og aldrei neitt stórt bilað. Mótorinn gengið eins og klukka, vinnur mjög vel og eyðir hóflega.

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Hagalín » 29.des 2014, 18:21

Jæja, fór og prufaði 3stk í dag. Einn af hvoru.
Cherokee tók afgerandi foristu í keppninni. Reyndar hinum til varnar þá lenti ég held ég á slæmum eintökum.
Cherokee var 2007mdl með 3.7l vélinni
Durango var 2004 með 5.7l Hemi
Explorer var með 4.0l vélinni.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Rodeo » 29.des 2014, 19:22

Hvaða ár var Explorerinn?, mun eigulegri 2006 - 2010 heldur en eldri.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Hagalín » 29.des 2014, 21:27

2006 model var Explorer
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá SiggiHall » 01.jan 2015, 17:54

Ekki fá þér 4.0l explorer, notar svipað eða meira bensín en 4.6l og er töluvert kraft minni

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Hagalín » 01.jan 2015, 19:16

Jæja, Jeep verður fyrir valinu í þetta skiptið. Grand Limited 2005-2007 módelið.
Færð held ég mest fyrir aurinn í þeim kaupum. Hægt að fá þá að flottan pening í staðgreiðslu.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá solemio » 01.jan 2015, 19:58

Hvað var að durango ?
Gott að vita þvi eg er að auglýsa einn til sölu


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá thor_man » 01.jan 2015, 20:28

Hagalín wrote:Jæja, Jeep verður fyrir valinu í þetta skiptið. Grand Limited 2005-2007 módelið.
Færð held ég mest fyrir aurinn í þeim kaupum. Hægt að fá þá að flottan pening í staðgreiðslu.

Hér er mjög fín útlistun á Grand Cherokee 2005-07: http://www.allpar.com/model/jeep/grand- ... -2005.html

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Hagalín » 01.jan 2015, 20:32

solemio wrote:Hvað var að durango ?
Gott að vita þvi eg er að auglýsa einn til sölu


Eintakið sem ég prufaði var ekki í góðu ástandi. Skrölt og alls konar svona pillerí sem fór í taugarnar á mér.
Þegar ég fór á bílasöluna var hann bensínlaus og svoleiðis.

En dæmi ég nú ekki alla út frá því en mér fanst hann aðeins of stór fyrir okkur því 5manna dugar okkur alveg.
Cherokee var svona þægilegri stærð sem henntar okkur mun betur. Mér finnst líka
Cherokee huggulegri að innan, en það er bara mín skoðun.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá lecter » 02.jan 2015, 00:02

verður fjölskyldu billinn að eiða 20 á hundraðið ? ég mæli með toyota landcruser 90 ( bara 80 cruserinn gamli er með 15L en besti jeppinn ),100 ,120 diesel sjálfskiptum verð 1milljon til 2,5m þessir eru um 10L 90cruser ca 12 100 ca 10-12 120 7-10l nú range rover 2003 og upp 10L ÉG ÁTTI EINN SLIKAN HÆGT AÐ' FINNA DIESEL ALVEG UM 3 MILLUR KANSKI NEÐAR en minn var 2003-4 nog kraftur eða top hraði um 200 hreifðist ekki i sliddu og hálku á hraða sem er ekki hægt að byrta hér ,, og bilaði ekkert þau 3 ár sem ég átti hann og ekkert hjá þeim sem fekk hann en hann ok honum 30,000 var hann þa kominn i 240,000 og ekkert komið fyrir nema að hjá mér var farinn spindill þegar ég fekk hann i 180,000 og þurfti ég að kaupa alla spyrnuna sem kostaði 25,000 tala' var um að skiptinginn þolir ekki að draga ég notaði minn aðalega i að draga bila kerrur um 4 ton aftan i honum um allt land og var hann þá með 11.5L
ekki tími ég að reka fjölsk bil sem kostar 100,000 i bensin á manuði ég er með 10l bil núna sem kostar um 40-50,000 á mánuði stundum meira svo er hægt að fá alla varaluti á netinu ef maður sættir sig ekki við að borga 3-400% meira hér heima þa eru flestir hlutir svipaðir i verði hvort sem er usa eða japan

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá Hagalín » 02.jan 2015, 00:28

lecter wrote:verður fjölskyldu billinn að eiða 20 á hundraðið ? ég mæli með toyota landcruser 90 ( bara 80 cruserinn gamli er með 15L en besti jeppinn ),100 ,120 diesel sjálfskiptum verð 1milljon til 2,5m þessir eru um 10L 90cruser ca 12 100 ca 10-12 120 7-10l nú range rover 2003 og upp 10L ÉG ÁTTI EINN SLIKAN HÆGT AÐ' FINNA DIESEL ALVEG UM 3 MILLUR KANSKI NEÐAR en minn var 2003-4 nog kraftur eða top hraði um 200 hreifðist ekki i sliddu og hálku á hraða sem er ekki hægt að byrta hér ,, og bilaði ekkert þau 3 ár sem ég átti hann og ekkert hjá þeim sem fekk hann en hann ok honum 30,000 var hann þa kominn i 240,000 og ekkert komið fyrir nema að hjá mér var farinn spindill þegar ég fekk hann i 180,000 og þurfti ég að kaupa alla spyrnuna sem kostaði 25,000 tala' var um að skiptinginn þolir ekki að draga ég notaði minn aðalega i að draga bila kerrur um 4 ton aftan i honum um allt land og var hann þá með 11.5L
ekki tími ég að reka fjölsk bil sem kostar 100,000 i bensin á manuði ég er með 10l bil núna sem kostar um 40-50,000 á mánuði stundum meira svo er hægt að fá alla varaluti á netinu ef maður sættir sig ekki við að borga 3-400% meira hér heima þa eru flestir hlutir svipaðir i verði hvort sem er usa eða japan


Spurningin var bara að fá þokkalega nýlegan bíl á ekki meira en 1500þ. Að fá 2005-2007 bíl á því verði er ekki boði í LandCr það er bara þannig. Ekki til í dæminu að ég færi að borga 1500þ fyrir óbreittan 80Cr sem er orðinn þetta gamall. Svo eru þessi bílar ekki alveg í 20L nema menn séu alltaf á inngjöfinni. Búinn að eiga einn 5.7 Hemi bíl og hann var nær 10L heldur en 20L. En smekkur manna er misjafn :)
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Cherokee-Durango-Explorer

Postfrá lecter » 02.jan 2015, 06:23

já alveg rétt en það er einginn munur að aka landcruser sem er ekin 70,000 og 500,000 það fann ég ekki þegar eg ók þessum jeppum 98-2002 ég var farinn að gera i þvi að prufa að aka öllum sem komu inn á verkstæðið til breytingar og flestir voru túrhesta bilar sem voru eknir alla æfina á grjóti skipti bara eingu máli ,,, þetta voru 80cruser mest og þá 90árg og upp svo eru 100 billinn alveg til niður i 1,5-7 hér ekinn um 300,000 99-2000 hann mun ekki lækka neitt i verði næstu 5 árin það seigir allt sem þarf að seigja um þessa bila sjálfur ef ég átt bara usa bila en þvi miður hafa þessir bilar vinninginn maður verður bara að skiptaq um trú á miðri æfi hehehe svo átti Pabbi minn þennan i mörg ár 92 árg hvort hann var rifinn veit ég ekki en hann fór svona oltinn fyrir 700,000 ca hjá vis 2009-10 en var borgaður út á 1600,000 svona hef ég regluna með mina bila kaupi ekki bila sem maður ætlar að eiga sem eru líklegir til að falla hratt i verði ,,, usa fellur hraðast vegna eiðslu þó að gæðin sé til staðar
Viðhengi
utafakstur-4-260x173.jpg
utafakstur-4-260x173.jpg (17.14 KiB) Viewed 4287 times
utafakstur-2-260x161.jpg
utafakstur-2-260x161.jpg (17.39 KiB) Viewed 4287 times


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir