Síða 1 af 2
Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 13:00
frá ofursuzuki
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 14:04
frá jeepson
Þvílík drifgeta í þessu. Maður verður að fa sér svona græju :)
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 17:15
frá ofursuzuki
Já þeir komast þó nokkuð þessir, finnst nokkuð gott í fyrsta videoinu þar sem maðurinn
varla kemst áfram þá dólar bíllinn bara áfram í rólegheitum eins og ekkert sé, þarna er ekkert verið að hleypa úr eða svoleiðis vesen. Held að þessir bílar hjá þeim séu ekkert læstir og virðist það ekki koma að sök.
Væri flott að fá sér svona dekk undir Súkku en líklega eru þau ekki lögleg hér á landi.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 17:31
frá jeepson
Maður sér þegar þeir eru að keyra í mýrini þá virðist vera hleypt úr. En ekki verður maður við það í snjónum. Þetta eru alveg mögnuð tæki þó að þau séu nú ekkert voðalega falleg.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 19:59
frá Kölski
Heheh góð drifgeta en ætli það fylgi hauspoki með þessum bíl.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 21:57
frá ofursuzuki
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 22:26
frá Valdi 27
Hérna, nú spyr ég eins og asni. Afhverju eru svona dekk ekki leyfileg á Íslandinu?
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 22:36
frá ofursuzuki
Ég veit ekki hvort þau eru leyfileg eða ekki en ég gef mér að þau séu það ekki vegna breiddar og
svo þarf þetta að vera eitthvað DOT merkt eða þannig og framleitt eftir einhverjum stöðlum sem
Rússarnir eru örugglega ekki að spá í. En ég er ekki í vafa að þetta þrælvirkar í snjó og þá sérstaklega undir léttum
bílum.
P.S. Ég er búinn að komast að því að þeir eru ekki allir heimasmíðaðir þessir bílar því ég fann
heimasíðu hjá einum sem framleiðir svona tæki. Nú er bara að panta sér eitt stk. er það ekki :-)
http://www.xishnik-surgut.ru
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 22:52
frá hobo
Ég skellti mér á þessa heimasíðu og las mér pínu til í gegn um google translate.
Ég var fljótur í burtu þegar ég las " Upphitun - Arinn"
Rússarnir eru góðir.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 23.des 2010, 22:59
frá ofursuzuki
Já Google translate og Rússneska eru ekki alveg að skilja hvort annað, það er ansi skrautlegt margt
sem kemur út úr þýðingunum.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 24.des 2010, 01:02
frá birgthor
Mér sýnist þetta nú bara vera skítadreyfaradekk sem búið er að skera í. Þau ættu nú að vera street legal
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 24.des 2010, 08:48
frá ofursuzuki
birgthor wrote:Mér sýnist þetta nú bara vera skítadreyfaradekk sem búið er að skera í. Þau ættu nú að vera street legal
Þetta eru alveg örugglega ekki skítadreyfaradekk því þau eru burðardekk með mörgum strigalögum gerð til að bera mikinn þunga en þessi eru með mjög fáum strigalögum (2-4) enda má sjá það í sumum vídeóunum að þessi dekk eru frekar þunn og eiga meira skylt við slöngur en venjuelg dekk.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 24.des 2010, 09:50
frá jeepson
Dekkin eru samt ekkert voða gripmikil að sjá. En það sem að maður er sjá á videoinu að þá er þetta nú að drífa helling. Og alt bara tekið á dólinu.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 25.des 2010, 13:54
frá ofursuzuki
Хищник er Rússneska heitið á þessum bílum og Google Translate þýðir það sem Predator sem líklega er bara nokkuð við hæfi.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 25.des 2010, 15:01
frá Sævar Örn
Þetta eru ábyggilega mjög góð jökladekk
en þau spænast upp á malbiki því þau eru svo mjúk, og þau þola illa grjót og þessháttar. mjög þunn strigalög bæði í munstrinu og hliðunum
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 26.des 2010, 12:56
frá ofursuzuki
Sævar Örn wrote:Þetta eru ábyggilega mjög góð jökladekk
en þau spænast upp á malbiki því þau eru svo mjúk, og þau þola illa grjót og þessháttar. mjög þunn strigalög bæði í munstrinu og hliðunum
Já sérðu okkur ekki fyrir þér á Súkkunum á þessum dekkjum, þau standa rúma 51" og eru tæplega 24" breið.
P.S. Held að vísu að það þyrfti að breyta Vitöru ansi mikið til að láta það ganga upp :-)
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 26.des 2010, 13:00
frá Sævar Örn
rússarnir hafa sett súkkur á svona dekk kíktu á youtube
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 10:27
frá arntor
í tridja myndbandinu tarna sést nú ad teir keyra á 80km hrada án vandraeda, og svo flýtur tessi graeja á vatni, fjodrunin virdist líka virka vel. spurning hvort rússar séu ad fara í samkeppni vid arctic trucks.
ég veit ekki med ykkur, en mér finnst tetta bara ansi flott taeki, ekkert sídra en gaz, hehe, myndi alveg láta sjá mig á tessu.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 11:28
frá Þorri
Frábært að vera með hásingu að framan sem er ekki með liðhúsum. Bara kassabílasystemið einfalt og ódýrt.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 12:53
frá birgthor
Ég veit nú ekki hvort það er kostur fyrir okkur íslendinga að vera með bíl sem flýtur á vatni :) við færum allavega ekki í mörkina.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 13:02
frá ofursuzuki
Þorri wrote:Frábært að vera með hásingu að framan sem er ekki með liðhúsum. Bara kassabílasystemið einfalt og ódýrt.
Já og svo er notuð samskonar hásing að framan og aftan, kassabílasystemið eins og þú nefnir það er líka fjaðrandi
á einum gormi fyrir miðju. Virðist allt vera hugsað upp á einfaldleikan, það er t.d. notuð 1500 Lödu Samara vél með blöndung en ekki innspýtingu og þar af leiðandi engin tölva. Millikassinn er úr GAS 66, gírkassinn er úr Lödu og hásingarnar eru undan fjórhjóladrifnum GAS sendibíl. Ég bara get ekki annað en dáðst að þessu ökutæki hjá
þeim en sennileg þætti mönnum hann dýr ef hann fengist fluttur hér inn því að úti í Rússlandi kostar hann nærri 4 millur.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 13:53
frá jeepson
Og ef einhver myndi flytja þetta inn, þá liði ekki langur tími þar til að það væri búið að troða 8cyl, skiptingu og sverari hásingum í þetta. Spurning um að fá bara dekkin og felgurnar og smíða sér svo jeppa á svona blöðrum.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 15:46
frá juddi
Ég var nú einhverntíman búin að fynna síðu með þessum dekkjum og það voru fleyri typur og sum með þokkalegu munstri, annars er búin að vera í notkun hér heima í nokkur ár gangur af svipuðum amerískum túttum undan vinnuvél svokölluð flotation dekk eru undir ford pikkupp núna er svipað stór og 46"
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 16:40
frá jeepson
juddi wrote:Ég var nú einhverntíman búin að fynna síðu með þessum dekkjum og það voru fleyri typur og sum með þokkalegu munstri, annars er búin að vera í notkun hér heima í nokkur ár gangur af svipuðum amerískum túttum undan vinnuvél svokölluð flotation dekk eru undir ford pikkupp núna er svipað stór og 46"
Er einhversstaðar hægt ða sjá myndir af þessum pickup?
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 17:23
frá sveinnelmar
Ég veit ekki hvort ég er að eyðileggja þetta fyrir ykkur en með aðstoð google translate og google leit komst ég að þessu.
Engine
VAZ-21083 (carburetor - 70 hp) = 1500cc mótor úr Lada Samara.
PPC
VAZ-2108 (5-speed manual transmission.) = 5 gíra kassi úr Lada Samara.
Dekkin eru útreiknuð úr mm eitthvað rétt yfir 50"
Verð á svona 6 manna predator er 950.000 rúblúr sem reiknast sem 3.625.638 ISK
Held að við fáum verklegri jeppa hér fyrir þann pening
En hér eru fleiri rússajapper á Youtube
Bókstaflegur blöðrujeppi
[youtube]d617MZl3WVY&feature=related[/youtube]
Upphækkað mótorhjól til jöklaferða
[youtube]crkMSL_coic&feature=related[/youtube]
Skemmtileg Lada Station
[youtube]XCZkWeO4Dso&feature=related[/youtube]
Furðulegt snjófarartæki
[youtube]d-1DX1kiFtc&feature=related[/youtube]
Öðruvísi Snjóbíll með skrúfum í stað belta
[youtube]1uynmApjhWI&feature=related[/youtube]
Sexhjóla Van
[youtube]7db1rmfEhlg&feature=related[/youtube]
Suðurskaut smuðurskat, Norðurpóll Smorðurpóll Rússarnir fara þarna heimskautabaugstúr árið 2002
[youtube]8BGHk5T57dg&feature=related[/youtube]
Svo er hér helvíti flott "Lada" að lokum
[youtube]Uf5m2cKu0IU&feature=related[/youtube]
http://www.atonimpulse.com/Welcome_to_Aton_Impulse.html
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 28.des 2010, 19:04
frá ofursuzuki
sveinnelmar wrote:Ég veit ekki hvort ég er að eyðileggja þetta fyrir ykkur en með aðstoð google translate og google leit komst ég að þessu.
Engine
VAZ-21083 (carburetor - 70 hp) = 1500cc mótor úr Lada Samara.
PPC
VAZ-2108 (5-speed manual transmission.) = 5 gíra kassi úr Lada Samara.
Dekkin eru útreiknuð úr mm eitthvað rétt yfir 50" Verð á svona 6 manna predator er 950.000 rúblúr sem reiknast sem 3.625.638 ISK
Held að við fáum verklegri jeppa hér fyrir þann pening
Nei nei þú ert ekkert að eyðileggja þetta fyrir okkur, bara að endurtaka hluta af því sem ég sagði hér rétt á undan
þar sem ég taldi upp helsta vélbúnað í þessum bílum. Góð vísa er aldrei of oft kveðin segir einhverstaðar.
Dekkin eru eins og þú segir rúmlega 50" eða nær 51" svo að þau hljóta að vera töluvert hærri en 46"
Maður ætti að drífa sig í að panta svona undir Súkkuna, mundi virka svipað og undir þessum græjum hjá Rússunum þar sem hún er ekki nema 1380kg.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 29.des 2010, 00:13
frá juddi
jeepson wrote:juddi wrote:Ég var nú einhverntíman búin að fynna síðu með þessum dekkjum og það voru fleyri typur og sum með þokkalegu munstri, annars er búin að vera í notkun hér heima í nokkur ár gangur af svipuðum amerískum túttum undan vinnuvél svokölluð flotation dekk eru undir ford pikkupp núna er svipað stór og 46"
Er einhversstaðar hægt ða sjá myndir af þessum pickup?
Ég skal reyna smella mynd af honum næst þegar ég sé hann
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 29.des 2010, 14:56
frá BTF
juddi wrote:jeepson wrote:juddi wrote:Ég var nú einhverntíman búin að fynna síðu með þessum dekkjum og það voru fleyri typur og sum með þokkalegu munstri, annars er búin að vera í notkun hér heima í nokkur ár gangur af svipuðum amerískum túttum undan vinnuvél svokölluð flotation dekk eru undir ford pikkupp núna er svipað stór og 46"
Er einhversstaðar hægt ða sjá myndir af þessum pickup?
Ertu að tala um þennan:


Þessi Ford er á Firestone Turf & Field R-3 18.4-16.1 dekkjum. Þau standa, ef ég man rétt, 43.6 tommur. Þau eru 4 striga laga.
Var að reyna að finna þessi dekk hjá Firestone en sýnist þeir vera hættir að framleiða þau. Bara til stærri og þykkari dekk af sömu tegund.
Hef keyrt þennan bíl og dekkin eru fín í akstri. Þetta var þó allt í sumarakstri og því ekki hleypt úr að neinu viti. Prófaði þó að hleypa úr þeim kyrrstæðum bara til að sjá hvernig þau bældust og þau voru farinn að belgjast verulega í 6 pundum. Á myndinni eru þau líklega í 14 pundum.
Kv. Birgir
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 29.des 2010, 15:14
frá jeepson
Þetta virðist nú vera fjandi gott munstur.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 29.des 2010, 17:02
frá birgthor
Strákar ég get ekki fundið neinar myndir af kassawisky eða hét hann það ekki, verulega breyttur gaz 69.
Veit einhver um myndir af honum á vefnum?
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 29.des 2010, 17:25
frá ofursuzuki
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 29.des 2010, 17:42
frá juddi
Akkurat þessi dekkin standa svipað og 46" seigja þeyr sem hafa borið þaug saman og hafa komið vel út í vetrar akstri , og það passar að þaug eru ekki framleidd lengur í þessari typu 18,4-16,1 4 laga fyrir 16" breyða felgu heldur 6 strigalaga og breiðari 21.5L-16.1 fyrir 18" breyða felgu staðin fyrir 16" en það er eitt vesen þaug eru bæði fyrir 16,1" háar felgur
Ertu að tala um þennan:


Þessi Ford er á Firestone Turf & Field R-3 18.4-16.1 dekkjum. Þau standa, ef ég man rétt, 43.6 tommur. Þau eru 4 striga laga.
Var að reyna að finna þessi dekk hjá Firestone en sýnist þeir vera hættir að framleiða þau. Bara til stærri og þykkari dekk af sömu tegund.
Hef keyrt þennan bíl og dekkin eru fín í akstri. Þetta var þó allt í sumarakstri og því ekki hleypt úr að neinu viti. Prófaði þó að hleypa úr þeim kyrrstæðum bara til að sjá hvernig þau bældust og þau voru farinn að belgjast verulega í 6 pundum. Á myndinni eru þau líklega í 14 pundum.
Kv. Birgir[/quote]
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 30.des 2010, 07:33
frá juddi
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 30.des 2010, 09:13
frá jeepson
Það er nú gott munstur í dekkjunum undir fordinum.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 30.des 2010, 12:28
frá ofursuzuki
Þessi Firestone dekk eru helvíti röff að sjá en hvernig er það eru þau DOT merkt. Á heimasíðu framleiðanda gat
ég ekki betur séð en þau séu ekki gerð fyrir meiri hraða en 25 mílur eða 40 km/klst enda eru þetta dekk
fyrir landbúnaðarvélar og tæki og því spurning hvort þau séu DOT merkt.
Rússablöðrurnar sem eru undir Pretatornum eru frá framleiðanda sem heitir Trekol.
http://translate.google.com/translate?hl=is&sl=ru&tl=en&u=http%3A%2F%2Ftrekol.ru%2F1300x600.htmlÞetta er heimasíðan þeirra en ég finn ekki nákvæmlega þessi dekk þar en allstaðar þar sem vísað er í þessi dekk
er Trekol nefndur sem framleiðandi.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 30.des 2010, 12:40
frá Þorri
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 30.des 2010, 15:15
frá jeepson
Maður hefur nú sjálfsagt ekki mikið í þessa lödu. Ekki nema þá bara aflið.
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 30.des 2010, 16:20
frá ofursuzuki
jeepson wrote:Maður hefur nú sjálfsagt ekki mikið í þessa lödu. Ekki nema þá bara aflið.
Góður Gísli, góður, ekki oft sem Patroleigendur geta sagt þetta svo það er um að gera að nota tækifærið.
Þorri, það er eitthvert breytingafyrirtæki hjá Rússunum sem er að kaupa Lödur og breyta þeim.
Þá heita þær held ég Lada Marsh og fyrirtækið Bronto.
[youtube]QzuBT7OZoKE[/youtube]
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 30.des 2010, 17:54
frá jeepson
Það eru margir bílar sem komast meir en patrol. Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. En pattinn er heil mikill bíll samt sem áður :)
Re: Magnaðir Rússar
Posted: 30.des 2010, 18:28
frá ofursuzuki
Ekki misskilja mig Gísli, ég er ekki að hallmæla Patrol því þetta eru mjög sterkir bílar en verða
seint kallaðir aflmiklir en eru það kannski í samanburði við Löduna, en Ladan er nú samt ansi seigur
"jeppi" og gerir mörgum dýrari og stærri bílum skömm til.