Síða 1 af 1

Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 10:21
frá isakfannar
Sælt veri fólkið. Er með 38" patrol sem ég er í smá vandræðum með. Þegar ég er að keyra hann í fjórhjóladrifinu og þá nánst eingöngu undir smá álagi, þá koma frekar þung högg annað slagið. Byrjaði þannig að þetta kom bara fyrst eftir að ég setti hann í drifið, þá kom bara eitt högg eins og hann væri að taka drifið og svo ekkert meir. Og svo núna kemur hann reglulega með þetta þegar hann er keyrður í 4x4 drifinu. Einhver sem hefur lent í þessu og getur stytt mér ferlið í bilanaleitini?
þetta er 2000 árgerð 3,0 disel beinskiptur

Kv Ísak Fannar

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 10:25
frá isakfannar
þetta virðist koma undan miðjum bíl eða aftar, en það er samt ekki gott að gera sér grein fyrir því.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 10:46
frá Óskar - Einfari
Er hann með tvöfaldan lið að framan?

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 10:50
frá isakfannar
nei, bara einfaldan. Það er nýbúið að skipta um krossa og draglið að framan. Eins titrar hann leiðinlega mikið í 4x4

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 10:57
frá Óskar - Einfari
Faðir minn hefur verið að glíma við vandamál sem hljómar alveg ískyggilega mikið eins og það sem þú lýsir. Nákvæmlega eins bíll, sama árgerð og 38" breyttur með klossum undir gormum. Hans vandamál hefur verið verið rakið til þess að hann er með einfaldan lið að framan, þeir þurfa víst tvöfalda liði eftir þessa hækkun.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:03
frá isakfannar
en þetta bara byrjaði alveg uppúr þurru held ég, reyndar er ekki langt síðan ég keypti bílinn en hef svo sem alltaf fundið fyrir þessu en þetta hefur aukist mikið allt í einu. Hvað er þá að gersat haldið þið þegar höggið kemur ef þetta er útaf því að það er einfaldur liður?

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:06
frá isakfannar
Bíllinn hjá mér er mjög lár og ekki með klossa undir gormum.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:12
frá Freyr
Driflokurnar eru það lang algengasta sem klikkar í drifrásinni í þeim. Eru þær e.t.v. á auto en ekki lock? Ef svo er getur þú nær gengið út frá því að þær séu meinið.

Kv. Freyr

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:13
frá Óskar - Einfari
okey... ég þekki ekki alveg breytingarnar á patrol alveg nógu vel en það er spurning hvort að hann hafi verið settur á lengri gorma í staðin fyrir klossa, gormafestingar síkkaðar eða hvort það hafi verið eitthvað um að þeim hafi verið breytt án hækkunar. Hvernig lokur eru undir honum? orginal eða eitthvað aftermarket/flángsar? (Ég var einmitt að muna þetta sem Freyr var að pósta á sama tíma og ég ;)

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:14
frá ojons
ég hef heyrt um 3 mögulega skýringar á svona höggum.
1 og algeingasta er lokan að svíkja ertu ekki örugglega með hann í lock ekki auto?
2 er skortur á 2faldaliðnum
3 möguleikin er keðjan í millikassanum orðin slökk og farinn að hlaupa um tönn...

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:16
frá isakfannar
það eru bara orginal lokur undir honum. Virðist ekki skipta máli hvort þær séu á auto eða lock. Var fyrst með þær á audo og síðan á lock en höggin eru á báðum stillingum. Mér var reyndar búið að detta í hug að þetta væri lokuvandamál. Hvernig get ég sannreint það?

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:16
frá olei
Er þessi bíll með original framdrifslokunum?

Ef svo er þá er líklegast að önnur þeirra eða báðar séu farnar að sleppa. Það skilar þungu höggi í driflínuna og ekki auðvelt að staðsetja það.

Mjög algengur kvilli í gömlum Patrol.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:19
frá olei
isakfannar wrote:það eru bara orginal lokur undir honum. Virðist ekki skipta máli hvort þær séu á auto eða lock. Var fyrst með þær á audo og síðan á lock en höggin eru á báðum stillingum. Mér var reyndar búið að detta í hug að þetta væri lokuvandamál. Hvernig get ég sannreint það?

Það skiptir ekki máli hvort lokan er í lock eða auto ef hún er farin að sleppa á annað borð.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:21
frá isakfannar
ok, og er eina leiðin að skipta um lokunar til að sannreyna þetta?

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:32
frá Óskar - Einfari
Fyrst það eru orginal lokur þá myndi ég klára byrja á því að útiloka þær. Sérstaklega ef hann hefur verið keyrður í Auto undir álagi. Eins og Ólafur segir ef lokurnar eru farnar að sleppa þá skiptir ekki máli hvort þær eru á auto eða lock. Flestir losa sig við þessar auto lokur og fara í einhverjar handvirkar aftermarket lokur eða setja fasta flángsa. Orginal lokubúnaðurinn er samt ekki svo slæmur að mér skilst ef maður hefur þær bara á lock en ekki auto..... það er s.s. þessi auto búnaður í lokunni sem gefur sig. Það væri óvitlaust að reyna að fá lánaðar lokur einhverstaðar sem er vitað að er í lagi og prófa að henda þeim undir.... það er mjög lítið mál að henda lokum á milli!

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:34
frá olei
isakfannar wrote:ok, og er eina leiðin að skipta um lokunar til að sannreyna þetta?

Já í raun er það þannig.

Ég var með svona smelli í auto lokum í patrol og hugðist finna út hvor lokan það var sem var að sleppa. Ég reif báðar í sundur og sá ósköp lítinn mun á þeim. Þá ákvað ég að prófa að víxla þeim - hugmyndin var að þá flyttist átakið yfir á hina hliðina á tönnunum í lokunum. Það var skárra í nokkra daga, svo byrjaði ballið aftur. Þá greip ég gamla loku sem ég átti til vara og víxlaði sitt á hvað - en alltaf komu þessi högg öðru hvoru. Þá rafsauð ég 2 lokur fastar og síðan hefur ekki múkkað í þessu. Líklegast hafa allar 3 verið ónýtar.

Punkturinn er:
Ef ein loka er farin að sleppa er lokan hinu megin trúlega lítið skárrri.
Þú verður því að skipta þeim báðum út.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:37
frá isakfannar
Ég hef ekkert verið að keyra hann undir álagi á audo, bara svona létt keyrsla ef það er hálka yfir oddsskarð. Setti strax á lock þegar það kom einhver snjór. Annars keyri ég alltaf á afturdrifinu með lokunar á audo. En ég veit ekkert hvað fyrri eigandi gerði. Ég ætla allavega klárlega að prufa að skipta út lokunum fyrst. Eru sömu lokunar í 2,8 bílnum y61?

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 11:48
frá olei
Ég er ekki viss en ég held að það séu sömu lokur í öllum Y60 og Y61 Patrol.
Endilega leiðiréttið ef þið vitið betur.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 12:28
frá vp36
ekki sömu lokur í y60 eða y61

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 12:34
frá svarti sambo
Ég veit ekki hvort að þessi loku vandamál skýri þennann víbring sem þú nefnir, en fyrir mér hljómar þetta eins og að krossarnir hafi ekki verið settir réttir í. s.s. bjargirnar ekki færðar til baka eftir splittun, og þá er krossinn ekki í centrumi og getur myndað víbring og högg. sérstaklega þar sem að það er búið að minnka slitið í dragliðnum. Ef hornið á krossunum er of kraft, þá verður meiri þvingun og krossarnir endast síður. Mæli með að þú setjir tvöfaldan lið á þetta, til að auka líftíma krossa og legur í millikassa. Það er spurning hvort að þú gætir séð þetta á lyftu eða fjórum búkkum og látið drifrásina snúast á meðan að þú skoðar undir hann. Það er reyndar óvíst, þar sem að það er ekkert álag á búnaðinum.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 12:53
frá Járni
Sæll, ég kannast við þetta frá því ég átti breyttan Patrol. Þegar lokan byrjaði að klikka komu mjög þung högg annað slagið, sérstaklega eftir að hafa bakkað og keyrt svo áfram.

Byrjaðu á að útiloka þær.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 26.des 2014, 13:16
frá Hermann
difloka

Re: Högg undir patrol?

Posted: 27.des 2014, 09:10
frá isakfannar
Takk fyrir þetta allir. Kíki á þetta fljótlega og segi svo frá hvernig gekk.

Re: Högg undir patrol?

Posted: 27.des 2014, 11:18
frá Izan
Sælir

Það væri kannski snjallt að byrja á víbringnum. Í hvaða takti er hann s.s. fylgir hann snuningi dekkjanna eða er hann miklu fínni? Ef hann er fínni er eitthvað að drifskaftinu og þess virði að byrja á að taka það undan og skoða. Það gera allir feila á lífleiðinni og sá sem setti það saman og undir gæti hafa klikkað á einhverju smáatriði eins og t.d. að setja skaftið rétt saman gæti munað einni tönn eða 180° ef rílurnar eru á oddatölu. Eins gæti krossarnir einfaldlega verið ónýtir annarhvor eða báðir, verið hamraðir óþarflega harkalega eða eitthvað í þeim dúr.

Ég hefði samt haldið að víbringur í drifskafti ætti að vera finnanlegur hvort sem þú sért í drifi eða ekki.

Ég hef fundið svona slynki í framdrifinu hjá mér og það voru lokurnar. Þá var ég nýbúinn að gaufa í þeim og þær voru eitthvað tregar í auto og þá dugði að setja þær í lock. Höggin voru hinsvegar fáránlega þung miðað við að það var ekkert átak og ég ekki í framdrifinu.

Ef þetta er allt í lagi, er þá ekki bara spurning hvort millikassinn sé ónýtur. Ónýt lega í úttakinu frammúr og keðjan að hlaupa yfir. Athugaðu t.d. hvort einhverntíma hafi verið skipt um olíu á kassanum eða hvot það sé bara búið að þefa af henni í öllum olíuskiptum.

Kv Jón Garðar

Re: Högg undir patrol?

Posted: 27.des 2014, 18:02
frá Brjotur
Super winch lokurnara ganga i bæði 60 og 61

Re: Högg undir patrol?

Posted: 27.des 2014, 18:04
frá Brjotur
Nei rangt hjá mér sorry :(