Síða 1 af 1

innflutningur á bíl?

Posted: 21.des 2010, 01:12
frá Kristján Mar
ég er aðeins buinn að gramsa um á netinu en maður finnur aldrei eitthvað verð sem maður getur miðað við.

er einhver sem getur sagt mér svona sirka verð á 4000cc bíl undir 2 tonnum í innflutningi? getur maður kannski bara hringt og spurt i eimskip eða?

Re: innflutningur á bíl?

Posted: 21.des 2010, 06:47
frá Einar
Það er reiknivél efst á forsíðunni hjá http://shopusa.is. Það getur verið að þeir reikni einhverja þóknun fyrir sig inn í verðið en það ætti allavega að vera hægt að nota það til viðmiðunar.

Re: innflutningur á bíl?

Posted: 21.des 2010, 08:38
frá AgnarBen
sælir
Svona var þetta þegar ég skoðaði þetta, veit ekki hvort þetta breytist með nýjum lögum næstu áramót. Þetta dæmi á við um bíl með stærri mótor en 2000cc:

[kaupverð USD] x [gengi USD] + [flutningskostnaður innan USA í og til Íslands í ÍSK] = Innkaupsverð ÍSK
[Innkaupsverð ÍSK] x 1,45 x 1,255 = Samtals kostnaður ÍSK

Tollurinn breytist í 30% ef mótor er minni en 2000cc.

kveðja
Agnar

Re: innflutningur á bíl?

Posted: 21.des 2010, 08:41
frá ellisnorra
Og enn ódýrara ef það er pickup, var það ekki 16% eða eitthvað slíkt, man það ekki alveg en það er ódýrara samt. Útskýrir að hluta til allt þetta flóð af pickupum sem fjölskyldubílum á íslandi.

Re: innflutningur á bíl?

Posted: 21.des 2010, 08:53
frá JHG
Þessar reglur eiga að mér skilst að breytast um áramótin, á að miða við kolefnisútblástur eða eitthvað þvíumlíkt. Ég veit ekki hvort að pallbílar fái einhvern afslátt á því en gjöld á meðal og stærri bíla eiga eftir að hækka verulega en lækka á þeim allra minnstu.