Heimskuleg spurning


Höfundur þráðar
Snake
Innlegg: 26
Skráður: 11.nóv 2014, 18:30
Fullt nafn: Sigurjón arnarson
Bíltegund: Toyota

Heimskuleg spurning

Postfrá Snake » 10.des 2014, 20:27

Góða kvöldið,

Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort vélar séu kraftmeiri í köldu veðri í ljósi þess að kalt loft er þéttara og langaði til að forvitnast hvort menn finni einhvern á bílunum við mismunandi lofthita.

Kv.
Snake




Gutti
Innlegg: 79
Skráður: 17.jan 2012, 19:45
Fullt nafn: Guðjón Þorsteinsson
Bíltegund: Suzuki Samurai 92'
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Gutti » 10.des 2014, 20:51

Ég er nú ekki viss um að það sé þannig, þvert á móti gæti heitara loft verið fljótara að brenna, en held nú samt að maður finni varla mun á þessu.
Guðjón Þorsteinsson
869-3906
gudjon1991@gmail.com


Höfundur þráðar
Snake
Innlegg: 26
Skráður: 11.nóv 2014, 18:30
Fullt nafn: Sigurjón arnarson
Bíltegund: Toyota

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Snake » 10.des 2014, 20:56

En byggir ekki intercooler einmitt á þessu? Að kæla loft til að auka afköst?


Gutti
Innlegg: 79
Skráður: 17.jan 2012, 19:45
Fullt nafn: Guðjón Þorsteinsson
Bíltegund: Suzuki Samurai 92'
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Gutti » 10.des 2014, 21:20

Intercoolerinn kælir jú loftið eitthvað þar sem það hitnar mjög mikið í túrbínunni, veit ekki hvort að það fæst meiri kraftur með kaldara lofti, allavega hitnar mótorinn ekki eins ef loftið fer ekki eins heitt inná hann. Heita loftið á að taka meira pláss en kalda loftið og með kaldara lofti er hægt að koma meira lofti inná vélina, en eins og ég segi þekki ég ekki alveg hvort það er kælt til að fá meira afl eða hvort það á að fara betur með mótorinn, gæti verið fyrir báða þessa þætti.
Síðast breytt af Gutti þann 10.des 2014, 21:29, breytt 1 sinni samtals.
Guðjón Þorsteinsson
869-3906
gudjon1991@gmail.com

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Óttar » 10.des 2014, 21:25

Ég átti einu sinni hondu civic og ég var alltaf að ímynda mér að hún væri sprækari í röku veðri..en hvað er til í því veit ég ekki :)


TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá TDK » 10.des 2014, 22:04

Eins og ég skil fræðin þá eru fleiri súrefnissameindir per x rúmmál af andrúmslofti þegar loftið er kallt. Þeim mun meira af súrefnissameindum sem þú nærð að triða inn á mótor því betra. Svo jú. Sennilega er "munur" en ég efast um að hann sé eitthvað sem er þess virði að tala um

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Sævar Örn » 10.des 2014, 22:52

Meiri orka fer til spillis við að hita upp kalda loftið, drifrásin er þyngri í kulda og svo mætti lengi telja, það vinnur allt móti hvort öðru og því tel ég ólíklegt að nokkur mælanlegur munur sé á vélum óbreyttum hvort sem þær fái kalt umhverfisloft inn á sig eða ekki
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Rodeo » 11.des 2014, 00:02

Eftir því sem hitinn lækkar eykst þéttni lofts, um 15% meiri þéttni við -20c gráður plús 20. http://denysschen.com/catalogue/density.aspx
Meira súrefni í hverri rúmmálseiningu lofts ætti að bæta bruna og og afl ef allt annað er óbreytt sem það er ekki. Nýlegur bíll með réttum súrefnisskynjara og vélartölvu stillir þetta allt af jafn óðum til að halda þessu innan kjör marka.

Búandi í meginlandsloftslagi þar sem hitinn fer upp undir 40gráður á sumrin og vel niður fyrir -40c get ég vottað að öll sú mögulega aflaukning sem verður í köldu verði meir en hverfur í að snúa stífum dekkjum, drifum sem með olíu sem er þykk sem tjara osrfv.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Gulli J » 11.des 2014, 04:26

En nú erum við með fullt af skynjurum á vélinni til að fá hina fullkomnu blöndun lofts og bensíns, ef það fer X magn af lofti þá hlýtur að fara ákveðið magn af bensíni inn á mótorinn til að fá hlutfallslega sömu blönduna.

Ég held að þetta sé nákvmæmlega sama með K N síur, þegar upp er staðið er alltaf sama hlutfall af lofti og bensíni sem fer inn á mótorinn.

Þannig að ef þú villt meira loft og bensín inn á mótorinn þá bara stígur þú fastar á pinnan.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


Höfundur þráðar
Snake
Innlegg: 26
Skráður: 11.nóv 2014, 18:30
Fullt nafn: Sigurjón arnarson
Bíltegund: Toyota

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Snake » 11.des 2014, 09:21

Ég man eftir því að hafa séð einhvern tíman Top Gear þátt (líklega ekki besta vísindaheimild í heimi) þar sem verið var að prófa Porche Turbo í Nevada eyðimörkinni og það var kvartað yfir því að hann væri ekki að performa miðað við þau 650 HÖ sem hann átti að vera (eða hvað sem það var nú). Síðan var sami bill tekinn um nóttina þegar kaldara var og þá átti hann að vera performa mikið betur. En það er væntanlega rétt eins og þið segir að það eru aðrir þættir sem fara að hafa áhrif svo sem eins og olíuþykkt. Jafnframt sem mögulegur skurðpunktur bættra afkasta kann að vera við hærra hitastig en tíðkast hér. Því fræðilega ættirðu að koma meira eldsneyti inn í brunahólfið á móti lofti og þannig verið með kröftugri blöndu.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Izan » 11.des 2014, 12:49

Mér finnst þetta ekkert heimskuleg spurning!


Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Robert » 11.des 2014, 12:58

Það er mikill munur a þvi hvort þi sert mikið yfir sjavarmali surefni þynnist þvi hærra sem þu ferð.


Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Robert » 11.des 2014, 13:02

Eg hef verið að keppa i hvartmilu i USA i morg ar bill in fot alltf hraðar um kvoldið en um hadeigi þegar það var 40c.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá baldur » 11.des 2014, 14:13

Já það er vel þekkt að vél skilar meira afli í kulda. Margrannsakað og það eru til staðlar sem menn nota til að umreikna afl við mismunandi aðstæður til að fá samanburðarhæfar tölur úr aflmælingum milli daga og milli staðsetninga. Dæmi um slíkan staðal sem mótorsport heimurinn notar mest er SAE J607.
Staðlarnir eru þó ekki fullkomnir, túrbó mótor vaknar enn betur til lífsins í kulda þar sem kalt loft hefur lægri hljóðhraða og þar með þjappast loftið betur í blásturshlið túrbínunnar.


Arnþór
Innlegg: 152
Skráður: 06.feb 2010, 16:23
Fullt nafn: Arnþór Kristjánsson
Bíltegund: pajero

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Arnþór » 11.des 2014, 14:28

Átti fyrir nokkrum árum carinu e disel sem ég fann mun á í frosti eða hita keyrði þrengslin á hverjum degi á henni og hélt ég alltaf fimmta gír upp þrengslin í frosti en þurfti að skipta í fjórða á heitum dögum.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá jongud » 12.des 2014, 08:38

Ég sá á netinu þátt hjá PowerblockTV þar sem þeir voru að reyna að ná vél upp fyrir (minnir mig) 400 hestöfl með ekki of dýrum íhlutum. Hún slefaði upp fyrir 390 í fyrstu keyrslum á dynobekknum, en af því að það var heitt í veðri þá prófuðu þeir aftur um kvöldið og þá náðu þeir að kreista hana upp fyrir 400.

Það er áreiðanlega munur á +40°C og +20°C (eins og hjá Robert) en þegar munurinn er +15°C og -5°C þá er olíuþykkt og annað líklega farin að ræna gróðanum.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá baldur » 12.des 2014, 10:48

Nei olíuþykktin hefur nú lítið að segja þegar vélin og aðrir hlutir bílsins hafa náð vinnsluhita.
J607 segir að gera megi ráð fyrir um 4% aflaukningu við að fara úr +15°C niður í -5°C, það munar um minna.
Dyno mælingar út úr vél eru jafnan gefnar upp leiðréttar á móti einhverju svona staðalgildi (SAE J607, SAE J1349 , DIN, JSAE ofl).


Höfundur þráðar
Snake
Innlegg: 26
Skráður: 11.nóv 2014, 18:30
Fullt nafn: Sigurjón arnarson
Bíltegund: Toyota

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá Snake » 12.des 2014, 12:58

Mér finnst þetta áhugaverð pæling að mörgu leiti og miðað við þessar tölur frá Baldri að þá ætti bill sem búið er að tjúna í 500 hesta að vera að bæta við sig ca. 20 Hestum frá 15+ í -5. En þá er kannski smá framhaldsspurning til Baldurs, veistu eitthvað hvað möguleg aukning eldsneytiseyðslu er út af aflaukningunni.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá jongud » 12.des 2014, 14:22

baldur wrote:Nei olíuþykktin hefur nú lítið að segja þegar vélin og aðrir hlutir bílsins hafa náð vinnsluhita.
J607 segir að gera megi ráð fyrir um 4% aflaukningu við að fara úr +15°C niður í -5°C, það munar um minna.
Dyno mælingar út úr vél eru jafnan gefnar upp leiðréttar á móti einhverju svona staðalgildi (SAE J607, SAE J1349 , DIN, JSAE ofl).


Ég var nú aðallega að hugsa um olíu í drifum og millikassa...


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Heimskuleg spurning

Postfrá baldur » 12.des 2014, 14:43

jongud wrote:
baldur wrote:Nei olíuþykktin hefur nú lítið að segja þegar vélin og aðrir hlutir bílsins hafa náð vinnsluhita.
J607 segir að gera megi ráð fyrir um 4% aflaukningu við að fara úr +15°C niður í -5°C, það munar um minna.
Dyno mælingar út úr vél eru jafnan gefnar upp leiðréttar á móti einhverju svona staðalgildi (SAE J607, SAE J1349 , DIN, JSAE ofl).


Ég var nú aðallega að hugsa um olíu í drifum og millikassa...


Já ég áttaði mig nú á því, en þessir hlutir verða allir vel heitir mjög fljótt í einhverjum akstri sem reynir á hestöflin. Ég skreið eitt sinn undir jeppann minn með hitamæli og athugaði hitann eftir langvarandi þjóðvegakeyrslu. Gírkassinn var um 60 gráðu heitur og drifköggullinn að aftan nær 80. Þetta var reyndar á 31" háum dekkjum með 5.71 hlutfall og allt því á rauðasnúningi í 5. gír á 90km hraða.



Hvað varðar eldsneytiseyðslu þá mun kaldara loftið valda því að minni inngjöf þarf til að mæta aflþörfinni í rólegri akstri. Það hefur í för með sér meiri "dælinga töp" þar sem vélin dregur meira vakúm og þarf þar með að hafa meira fyrir því að draga loft inn í cylendrana og nýtnin minnkar örlítið.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir