Síða 1 af 1

Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 16:05
frá MattiH
Sælir.

Ég er skoða skrúfaða nagla.
Hvernig reynslu hafið þið af t.d BestGrip frá Kletti?

http://www.best-grip.com/eng/

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 16:28
frá villi58
Þessir naglar geta hentað í sumum tilfellum en mundi aldrei nota þá í 38" dekk, held að mönnum fynnist venjulegir naglar nógu dýrir. 200-300 naglar í dekk, held að veskið þynnist verulega.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 17:10
frá MattiH
200-300 naglar í dekk


Það er nú heldur mikið held ég.
Menn eru að setja 80-120stk sirka í 38"-42" og stykkið er á sirka 100kr. Þetta er ódýrara en að láta bora og negla á dekkjaverkstæði.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 17:25
frá sukkaturbo
Sælir félagar erum búinir að þræl prufa þetta hér á sigló eins og margt annað.Í stuttu máli algjör snild og er mjög fast í og endist vel. Síðan eru naglarnir teknir úr að vori í byrjun mai eða um miðjan april fer eftir klaka lögum og settir í poka og svo aftur í í desember. Ekkert tjón á nöglunum eftir veturinn svo heitið getur og hægt að nota 46" eða 38" allt árið. sem vegur helling upp í kostnað er menn eru að reikna dæmið til enda kveðja guðni

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 18:04
frá Lindemann
Mér var sagt af manni í túristakeyrslu á 46" að það væri svona 10% afföll af nöglunum á ári. Það er ekki mikið miðað við bíl sem keyrir talsvert meira en venjulegur jeppamaður.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 18:42
frá villi58
MattiH wrote:
200-300 naglar í dekk


Það er nú óvenju mikill fjöldi.
Menn eru að setja 80-120stk sirka í 38"-42" og stykkið er á sirka 100kr. Þetta er ódýrara en að láta bora og negla á dekkjaverkstæði.

Ég kalla það sýnishorn, 80 - 120 naglar.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 19:12
frá svarti sambo
MattiH wrote:Menn eru að setja 80-120stk sirka í 38"-42" og stykkið er á sirka 100kr. Þetta er ódýrara en að láta bora og negla á dekkjaverkstæði.


Þetta kalla ég hálf nelgt.
Ég er með ca: 200 nagla í 38"
Minnir að naglapakkinn sé á 15.000 kr. af 12 nöglum 1000 stk. hjá pitstop.
Var að flytja inn nýja naglabyssu frá Canada fyrir 78.000 með öllum gjöldum og flutningi, með skiftihólk fyrir næstu stærð fyrir neðan.
Svipuð byssa var á 200.000kr hjá N1 á tilboði. Og bara fyrir eina stærð af nöglum.
Ástæðan fyrir því að ég flutti þessa byssu inn sjálfur, Var óhófleg álagning á neglingu. N1 rukkaði mig um 42.000kr bara fyrir naglana + allt hitt. Mér varð illt í görninni, þegar að ég borgaði þessa neglingu.
Dekkverk, töluðu um að þetta væri svona ca: 25.000 kr að negla 38" gang extra vel. (Vissi það ekki, fyrr en eftirá)
Kannski einhver gæðamunur á nöglum, veit það ekki. En sama stærð.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 19:45
frá jeepson
Er með 100nagla í hverju á 33" frúar bílnum. Og fékk tilboð hérna fyrir austan í neglingu. Tilboðið hljómar svona. 14þús negling og borun. þá eru settir jafn margir naglar og eru í dekkjunum núna. semsagt enda dekkin þá með 200stk í stað 100 eins og núna. Dekkin voru keypt í apríl á síðasta ári og búið að keyra ansi mikið á þeim. það sést ekki mikið á dekkjunum sjálfum, en naglarnir eru farnir að láta sjá aðeins á sér. Þess vegna er ég að pæla í að láta negla aftur. Ég grenskaðist aðeins fyrir á dekkjaverkstæði á Ísafirði fyrir sennilega 3 eða 4 árum síðan í sambandi við þessa skrúfuðu nagla. Þá þurfti ég að kaupa 400stk til þess að fá bitið með sem er notað til að skrúfa þá í dekkin. heildar verð var að mig minnir 55þús frekar en 50þús.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 20:18
frá Hagalín
svarti sambo wrote:
MattiH wrote:Menn eru að setja 80-120stk sirka í 38"-42" og stykkið er á sirka 100kr. Þetta er ódýrara en að láta bora og negla á dekkjaverkstæði.


Þetta kalla ég hálf nelgt.
Ég er með ca: 200 nagla í 38"
Minnir að naglapakkinn sé á 15.000 kr. af 12 nöglum 1000 stk. hjá pitstop.
Var að flytja inn nýja naglabyssu frá Canada fyrir 78.000 með öllum gjöldum og flutningi, með skiftihólk fyrir næstu stærð fyrir neðan.
Svipuð byssa var á 200.000kr hjá N1 á tilboði. Og bara fyrir eina stærð af nöglum.
Ástæðan fyrir því að ég flutti þessa byssu inn sjálfur, Var óhófleg álagning á neglingu. N1 rukkaði mig um 42.000kr bara fyrir naglana + allt hitt. Mér varð illt í görninni, þegar að ég borgaði þessa neglingu.
Dekkverk, töluðu um að þetta væri svona ca: 25.000 kr að negla 38" gang extra vel. (Vissi það ekki, fyrr en eftirá)
Kannski einhver gæðamunur á nöglum, veit það ekki. En sama stærð.


Áttu þá borinn líka til sem þú borar með?

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 20:58
frá MattiH
Ég kalla það sýnishorn, 80 - 120 naglar.


Já, Þetta er misjafnt, fer kannski líka eftir notkun o.fl.
Ég er að hugsa um 1-2-1 neglingu, Það eru sirka 100stk í dekk.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 23:06
frá svarti sambo
Hagalín wrote:Áttu þá borinn líka til sem þú borar með?


Nei, gleymdi að taka hann með. Það er spurning hvort að hann kosti annann handlegginn, hérna heima. Annars er ekkert mál að útbúa svoleiðis bor. Eða vantar þig að losna við bor.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 10.des 2014, 23:25
frá osi453679@gmail.com
þetta er bara snilld 130 stk í 35" 1.2.1 neglling trixið er bara skrúfa þá óreglulega þá virka þeir best

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 11.des 2014, 00:23
frá Hagalín
svarti sambo wrote:
Hagalín wrote:Áttu þá borinn líka til sem þú borar með?


Nei, gleymdi að taka hann með. Það er spurning hvort að hann kosti annann handlegginn, hérna heima. Annars er ekkert mál að útbúa svoleiðis bor. Eða vantar þig að losna við bor.


Haha nei bara forvitni ;)

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 11.des 2014, 02:00
frá bilmar
Hvar er best (ódýrast) að kaupa svona nagla?
Væri gaman að prófa þetta.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 11.des 2014, 07:32
frá sukkaturbo
hjá Kletti eða ÍBEYYY

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 17.des 2014, 13:36
frá ejonsson
Sælir
Jötunn vélar á selfossi, akureyri og egilstöðum eru með flotta nagla sumir seigja að þeir séu betri að taka úr og í aftur (betri haus)
kv Eiður

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 17.des 2014, 14:35
frá gunnlaugurs
Tvær spurningar frá einum sem er spenntur fyrir skrúfnöglum.
Eru naglarnir skrúfaðir í sömu götin ár eftir ár eða þarf að velja þeim nýjan stað í hvert skipti?
Hafa menn lent í því að þessir naglar gati dekkin eftir því sem þau slitna. Heyrði af einum sem sagði að hann hefði setið eftir með eitt dekk með 6 götum eftir naglana. Sagði sá skýringu að þessir naglar slitni ekki eins og aðrir naglar og gangi dýpra niður í dekkið eftir því sem það slitnar?

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 27.des 2014, 18:30
frá gunnlaugurs
Lét verða af því að versla mér 500 nagla til að setja í 38" AT dekk. Sirka 120 naglar per dekk. Ræddi við starfsmennina á dekkjaverkstæðinu um þessa nagla. Um 9mm dýpt á kögglum þarf að vera eftir á AT dekki svo óhætt sé að skrúfa í það.
Ekki mælt með að skrúfa í boruðu götin í dekkinu, heldur til hliðar við þau. Ekki mælt með að nota sömu skrúfgötin aftur, hefði svo sem getað sagt mér það sjálfur.
Það sem olli mér mestu hugangri í að versla þessa nagla voru sögusagnir sem ég hef heyrt varðandi það að þeir geti gatað dekkin með tímanum. Fékk þá sögu staðfesta á dekkjaverkstæðinu, en það hefur helst gerst undir stórum og þungum bílum sem eru á Kevlar dekkjum.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 27.des 2014, 19:42
frá Brjotur
Ég get staðfest notkun þessara nagla undir túristabílum á 46 ( væru samt ekki notaðir ef ég réði ) ég vil ekki nagla, en þeir hafa verið að ýtast inn eftir því sem dekkin eyðast og já fara innúr , en það hefur gerst ef dekkin hafa ekki verið ný , en það er svo sem ekkert stórmál bara tappa í gatið :)

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 27.des 2014, 19:57
frá Adam
ég er með 20-30 stykki af dráttarvéla nöglunum frá bestgrip heita held ég 3000a og drullu sáttur enn ég keyra nátturulega sem minnst á malbiki með þessa félaga í er á vitöru á 38" settum 200stk í sitthvort afturdekk á traktorsgröfu ótrulega gott bara hef ekki tekið eftir að þeir hafi verið að ýtast/skerast innar enn þeir voru skrúfaðir í... held að menn sé oft að ruglast á bestgrip/og svo einhverju skrúfdrasli með carbít sem eru ekki í þetta gerðir

http://www.klettur.is/wp-content/upload ... ningar.pdf

http://www.klettur.is/wp-content/upload ... laggat.pdf

Re: Skrúfaðir naglar? er þetta ekki málið

Posted: 28.des 2014, 02:26
frá dors

Re: Skrúfaðir naglar?hér velur þú stærðir

Posted: 28.des 2014, 02:30
frá dors

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 28.des 2014, 21:28
frá Sævar Páll
sá að jötun var með þetta, minnir að 200 stykki séu á 26þ af 18mm nöglum, eitthvað minna fyrir 15mm

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 21.okt 2015, 17:01
frá huldar
Jæja er ekki fínnt að uppfæra þennann þráð hverjir eru að selja svona veit um jötunn og klett enn eru einhverjir fleyri í þessu ?
enn svo er annað ég keypti fyrir einhverju síðann nagla til að skrúfa í krossaradekk eru þeir nothæfir í 38" undir ca 1500 kg bíl eins naglar og í linknum http://i.ebayimg.com/01/!CBGptMwBGk~$(K ... Q~~_35.JPG

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 21.okt 2015, 23:52
frá Startarinn
Ég keypti í fyrra best grip nagla til að setja í gönguskó, mér fannst þeir vægast sagt dýrir, kostuðu rúman 4000 kall fyrir 20 stk ef ég man rétt og skrúfjárn til að skrúfa þá í fylgdi.

Ég labbaði svo á rjúpu einn dag og kom heim með einn brotinn nagla í hvorum skó (10% afföll eftir daginn), eftir þetta dytti mér ekki í hug að eyða pening í þetta undir jeppann

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 22.okt 2015, 09:13
frá E.Har
Félagi minn á Ísafirði var að smella svona í AT hjá sér. Sjáum hvað veturinn gerir.
Hafa verið í traktorsgröfum þar í snjómokstri og virkað vel. Innan við 10% afföll yfir veturinn og þá er bara að skrúfa nýja í.

Hættan að þegar dekk slitna gangi þeir inn! Þegar dekkið er orðið það slitið skrúfast naglarnir úr, bara sumarmunstur eftir hvort eð er :-)

vandinn er auðvitað hátt verð. Þegar krónurafmagntengið kostar 110 kr en hægt að fá málningarfötu á 5000 af netinu þá hugsar maður sitt.

Re: Skrúfaðir naglar?

Posted: 27.okt 2015, 21:00
frá huldar
Ég var að skoða eithvað á netinu og fann þessa er þetta ekki svipað og hjá jötunn og klett en þessir kosta sirka 20kr stykkið. svo ég er að pæla hvort þetta sé eithvað nothæft http://www.aliexpress.com/item/winter-s ... .85.EU9vJg