Síða 1 af 1
					
				Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 06.des 2014, 18:16
				frá emmibe
				Sæl(ir), er að nota grænu snúningshnén frá Barka og það fyrsta fór í dag eftir kannski 400 km akstur. Það er ræfilslegur gúmmí O hringur inní þessu og hann gaf sig, þau eru heldur ekki mjög traustvekjandi það er slag í þeim nýjum. Man einhver hvað stóru Landvélahnén kosta? Komin góð reynsla á þau?  Eru þessi stóru hné ekki bara málið eins líka hnén sem Guðni á Sigló er með? Eyða í þetta slatta af aur eða skipta bara reglulega um ódýru hnén?
			
		
				
			 
- 1456 032.JPG (31.98 KiB) Viewed 17884 times
 Kv. Elmar
 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 06.des 2014, 18:41
				frá villi58
				Landvélar eiga hné sem eru með legu og eru mun betri en kosta slatta, mundi frekar kaupa Snilla hné þau duga öruggla vel, með ásþétti og lokaðri legu.
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 06.des 2014, 18:58
				frá emmibe
				já var að sjá Snilla hnén,    8mm ryðfrítt rör. Verð kr. 7500 pr. stk.     Vill hafa þetta 10mm en þetta er annsi dýrt finnst mér ;-) en endist væntanlega....
viewtopic.php?f=32&t=24437&p=134648&hilit=sn%C3%BAningshn%C3%A9#p134648
			
		
				
			 
- 001.JPG (155.84 KiB) Viewed 17843 times
  
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 06.des 2014, 19:57
				frá kjartanbj
				Landvéla hnén eru nú ekkert svo dýr, lítið dýrari en plast hnéin ef maður skoðar endingu
Getur líka keyrt hratt með þau á án þess að skemma þau
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 06.des 2014, 21:47
				frá joningi
				Það fást líka snúningshné með legu í Loft og raftæki í Kópavogi
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 07.des 2014, 09:04
				frá Árni Braga
				joningi wrote:Það fást líka snúningshné með legu í Loft og raftæki í Kópavogi
og þau endast mjög vel.
 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 07.des 2014, 13:06
				frá dors
				Landvéla hnéin eru bara drasl endist ekkert miðað við snilla hnéin mín reynsla
kv Dóri
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 07.des 2014, 13:39
				frá ivar
				Hef prófað ódýru hnéin frá Barka og Landvélum og þar eru Landvéla hnéin áberandi betri. Hinsvegar gafst ég fljótlega upp og setti hné með legu frá Landvélum. Minnir að þau hafi kostað 6þ stk. Hef notað þau núna einn vetur og gefist vel.
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 07.des 2014, 14:44
				frá villi58
				Ekki vera eyða peningum í hnén frá Landvélum þegar Snilla hné eru margfallt betri, 7.500.- og margföld gæði.
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 07.des 2014, 23:09
				frá kjartanbj
				hvað er að Landvéla hnénum.. hef aldrei heyrt um að þau seu að klikka áður
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 07.des 2014, 23:20
				frá grimur
				7500 kall er varla fyrir efninu í þetta, hvað þá tíma á rennibekk.
Held að þessi útfærsla sé ansi fín hjá Snilla.
kv
G
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 07.des 2014, 23:25
				frá sukkaturbo
				Sælir drengir Snillahnéin eru sko úr gulli þið hljótið að sjá það og við notum þetta hér fyrir norðan. Hægt að saga þau niður í trúlofunarhringi þegar kreppan skellur á okkur árið 2017. koma svo
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 07.des 2014, 23:44
				frá sigurdurk
				Ég notaði nú bara plasthné úr landvélum, hræódýr og ómerkileg og keyrði á þeim allan veturinn seinasta og óhikað keyrt á 90-100 og nokkrum sinnum á milli akureyrar og reyðarfjarðar 300km með draslið í sambandi. þurfti aldrei að skipta um hné
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 08.des 2014, 00:21
				frá AgnarBen
				Ég hef verið að nota ódýru Landvélahnén og þau hafa dugað ágætlega, eitt hné farið á einum og hálfum vetri og ég hef hingað til ekki séð ástæðu til að skipta þeim út fyrir dýrari hné.  Svo eru Landvélar líka með dýrari hné (einhver nefndi 6 þús.kr) sem eru með legu en ég hef ekki prófað þau.
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 08.des 2014, 14:51
				frá ivar
				kjartanbj wrote:hvað er að Landvéla hnénum.. hef aldrei heyrt um að þau seu að klikka áður
Já, ekki það að ég myndi gjarnan beina viðskiptum mínum til þín Guðni, en eru ekki dýru landvélahnéin "eins".
Minnir að það séu tvær legur, ytri og innri og pakkdós að utanverðu. Smíðað hérna heima á íslandi af einhverjum gauknum fyrir landvélar. Eina sem er að þeim er að þau eru 8mm en ekki 10mm.
 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 08.des 2014, 16:37
				frá emmibe
				Eru þá báðar gerðir þessara (stóru) (dýru) snúningshnéa 8mm?
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 08.des 2014, 16:44
				frá Þráinn
				landvélahnén


 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 08.des 2014, 22:20
				frá Arnar þ
				Hvað er verðið á þessum
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 08.des 2014, 23:29
				frá MattiH
				Það fást líka snúningshné með legu í Loft og raftæki í Kópavogi
Get alveg mælt með þeim, Kosta held ég 3000kr sirka og hafa reynst mér vel.
 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 08.des 2014, 23:44
				frá sukkaturbo
				Sælir félagar það er bara að prufa þetta allt saman og taka svo ákvörðun eitt hné í hvert hjól og prufa sjá hvað endist best.
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 00:18
				frá villi58
				Ég held að góð lega og og gott ásþétti hafi alltaf yfirburði, ath. það er á markaðinum léleg ásþétti sem eiga ekki heima í svona hnjám og best að kanna hvað maður er að kaupa.
Ódýr hné hef ég ekki fundið nothæf, endar alltaf með að þau stífna og þá fer að snúast upp á slöngur, bara spurning um tíma enda ekki framleidd til að þola notkun í jeppa.
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 02:30
				frá risinn
				Er það ekki bara reglan þeim meira sem þú borgar þeimum betri eru gæðin.
Það hlítur að vera lagt meira í vinnu og hónunun á dýrari hlutum þess vegna hljóta þeir að vera dýrari.
Kv. Ragnar.
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 06:47
				frá Gulli J
				Eftir að ég setti Landvélaleguhnén í hjá mér þá hef ég verið laus við öll vandamál, þau gömlu sem við vorum að nota gátu verið mjög mismunandi í endingu, hundleiðinlegt þegar þetta var að frjósa fast, festast og að snúast upp á slöngurnar.
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 16:45
				frá emmibe
				Endaði á að kaupa hné hjá Loft og Raftæki, þau eru 10mm 3/8 22mm haustak og passa í spangirnar sem ég er að nota virka líka traustvekjandi og létt að snúa þeim. Kosta um 5500kr stykkið en líst mikið betur á þau en svipuð hné í Landvélum sem kosta 4500kr. Prufa kannski stóru þegar þau eru orðin 10mm en Landvélar eru að spá í að búa svoleiðis til. Ég var spurður hvers vegna ég vildi bara 10mm en núna tekur það 6 mín að pumpa frá 2 pundum í 20 á 35" en 8mm hlýtur að flæða minna. Lögnin að kistu er 12mm.
Á myndunum er Loft og Raftæki Vinstramegin en hné sem ég fékk úr Barka hægramegin og entist 400km.
Kv. Elmar
			
		
				
			 
- Loft og Raftæki Vs Barki
- IMG_5150.jpg (54.74 KiB) Viewed 16631 time
 
			
		
				
			 
- Loft og Raftæki Vs Barki
- IMG_5151.jpg (53.46 KiB) Viewed 16631 time
  
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 18:11
				frá kjartanbj
				ert þú ekki bara með lélega dælu? ég er enga stund að dæla fra 2psi upp í 20psi með Landvéla hnjánum í 39.5 dekk .. breytir engu um þessa 2mm finnst mer
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 18:38
				frá jeepcj7
				Þú græðir nú varla mikið flæði með 10 mm hné og svo er kraninn inn á felguna td. líklega með 6 - 8 mm gat er það ekki?
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 18:57
				frá emmibe
				Hef bara ekki hugmynd, þetta virkar bara fínt finnst mér eins og það er í dag.
kjartanbj wrote:ert þú ekki bara með lélega dælu? ég er enga stund að dæla fra 2psi upp í 20psi með Landvéla hnjánum í 39.5 dekk .. breytir engu um þessa 2mm finnst mer
Jú örugglega einhvað helv. drasl, engin stund finnst mér svakahratt :-) Hvar fær maður svoleis?
 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 19:01
				frá kjartanbj
				ég er allavega ekki 6 mínútur að dæla í 4 stk 39.5" dekk upp í 20 psi úr 2psi , með reimdrifinni dælu
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 22:35
				frá svarti sambo
				emmibe wrote:Hef bara ekki hugmynd, þetta virkar bara fínt finnst mér eins og það er í dag.
kjartanbj wrote:ert þú ekki bara með lélega dælu? ég er enga stund að dæla fra 2psi upp í 20psi með Landvéla hnjánum í 39.5 dekk .. breytir engu um þessa 2mm finnst mer
Jú örugglega einhvað helv. drasl, engin stund finnst mér svakahratt :-) Hvar fær maður svoleis?
 
Engin stund, er sá tími sem líður frá 0 sek til 359 sek. Þannig að það er spurning hversu hratt  þetta er.
 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 22:45
				frá gundur
				Sælir félagar, varast ber að bæta það sem fullkomið er.
kv. gundur
			 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 22:54
				frá Lindemann
				gundur wrote:Sælir félagar, varast ber að bæta það sem fullkomið er.
kv. gundur
Enda verður það ekki gaman þegar menn fara að finna eitthvað sem er fullkomið!
 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 23:53
				frá olei
				emmibe wrote:Endaði á að kaupa hné hjá Loft og Raftæki, þau eru 10mm 3/8 22mm haustak og passa í spangirnar sem ég er að nota virka líka traustvekjandi og létt að snúa þeim. Kosta um 5500kr stykkið en líst mikið betur á þau en svipuð hné í Landvélum sem kosta 4500kr. Prufa kannski stóru þegar þau eru orðin 10mm en Landvélar eru að spá í að búa svoleiðis til. Ég var spurður hvers vegna ég vildi bara 10mm en núna tekur það 6 mín að pumpa frá 2 pundum í 20 á 35" en 8mm hlýtur að flæða minna. Lögnin að kistu er 12mm.
Á myndunum er Loft og Raftæki Vinstramegin en hné sem ég fékk úr Barka hægramegin og entist 400km.
Kv. Elmar
IMG_5150.jpg
IMG_5151.jpg
 
Þessi plasthné eru ekki í sömu deild og smíðuðu snúningshnén sem eru með pakkdós og legu(m). Að borga 5500 kr fyrir þau er að mínu viti út í hött þegar hin kosta lítið meira. Látum vera þó líklega sé hægt að finna þau á ebay fyrir miklu lægra verð.
Í svona pumpusystemi - þegar verið er að pumpa dekk upp frá mjög lágum þrýsting yfir í keyrsluþrýsting þá er vanalega verið að dæla í öll dekkin í einu. Við þær kringumstæður er fráleitt að einhver munur sé á 4x 8mm lögnum eða 4x 10mm lögnum út í hjól - það er alltaf dælan sem er takmarkandi þátturinn. 4stk  6mm lagnir hafa leikandi undan öflugustu loftdælum sem þekkjast í jeppum. Ef þú ert að föndra við að breyta þrýstingi í einu dekki fyrir sig er það væntanlega lítilsháttar þrýsingsbreyting upp á 1-2 psi og þá skiptir aftur engu máli hvort þú ert með 6-8 eða 10mm lögn.
Það reynir frekar á þetta þegar verið er að hleypa úr, þú ert stopp í skafli á bullandi helgidagalofti (yfir 20 psi) og ferðafélagarnir eru við það að stinga af, kóarinn farinn að glotta og allt í hassi. Þá er vissulega gott að vera snöggur að hleypa úr. En 8mm lögn, 2metra löng tæmir t.d 42" dekk á innan við 2 mínútum síðast þegar ég mældi það -(frá 20 psi niður í 2psi). (birt án ábyrgðar, það er talsvert síðan en ég man ekki betur en þetta hafi verið 80 sekúndur fyrir 42" Goodyear á 14" breiðri felgu)
Persónulega mundi ég ekki hugsa mig um í þessari forgangsröðun og velja "alvöru" snúningstengi með legu og pakkdós. Plasthnén má e.t.v réttlæta með því að þau sé miklu ódýrari, en fyrir 5500 kall - aldrei.
 
			
					
				Re: Landvéla snúningshnén eða......
				Posted: 09.des 2014, 23:58
				frá olei
				gundur wrote:Sælir félagar, varast ber að bæta það sem fullkomið er.
kv. gundur
Hér ertu væntanlega að vísa til innbyggða pumpusystemsins sem Ljónsstaðabræður smíðuðu í Land Cruiser 60 árið 1990 - eða var það 91?
Fyrstir manna á íslandi það ég best veit. Ég man vel eftir því, ég horfði yfir öxlina á nafna mínum þegar hann var að græja þetta og ferðaðist með þeim árum saman eftir þetta. Síðan þetta var hafa komið margar ódýrar eftirlíkingar. :)