Síða 1 af 1
Sleðafæri
Posted: 04.des 2014, 14:17
frá Allithor
Jæja, er ekki að verða komið sleðafæri í námunda við höfuðborgina? Veit það einhver?
Kv.
Re: Sleðafæri
Posted: 04.des 2014, 20:07
frá reyktour
einhver farið yfir þingvelli. spurning með lyngdalsheiðina og þar fyrir ofan
Re: Sleðafæri
Posted: 04.des 2014, 20:50
frá Allithor
Nkl, eða Landmannalaugar? Veit einhver hvort það er komið sleða færi þar? T.d. Dómadal?
Re: Sleðafæri
Posted: 04.des 2014, 22:55
frá risinn
Get sagt ykkur annað kvöld hvort að það sé komið sleða færi inn í Laugar. En líklegast verður farið Sigöldu leiðinn en get látið ykkur vita annað kvöld.
Kv. Ragnar
Re: Sleðafæri
Posted: 05.des 2014, 00:01
frá reyktour
Treystum á þig Ragnar
Sá Appelsínu er komin með titring
Re: Sleðafæri
Posted: 05.des 2014, 08:54
frá Allithor
Endilega...
Re: Sleðafæri
Posted: 05.des 2014, 19:27
frá reyktour
Kadidalur eða þar um kring hefur einhver athugað snjóalög.
Eða alveg að Jaka
Re: Sleðafæri
Posted: 05.des 2014, 20:10
frá emmibe
Svona var þetta í dag fyrir ofan Neyðarskýlið, búið að stinga í gegn og sumstaðar 1.5 meter á dýpt sem er væntanlega orðið sléttfullt núna. Ljósmyndarar og Land Rover menn út um allt það ástæðan fyrir þessu skilst mér.
Enginn snjór svosum á svæðinu.

- IMG_4966.jpg (90.33 KiB) Viewed 3427 times
Kominn svaka kofi við Uxahryggja vegamótin.

- IMG_4979.jpg (73.58 KiB) Viewed 3423 times

- IMG_4980.jpg (47.39 KiB) Viewed 3423 times
Re: Sleðafæri
Posted: 05.des 2014, 22:45
frá risinn
Var að tala við minn mann sem er á leið í Laugarnar og hann fór Dómadalsleið og er þar enn. Hann sagði mér að það væri hægt að fara á sleða innúr en það koma smá staðir á leiðinni sem að það er lítill snjór en samt ekki möl sem að það þyrfti að keyra á bara þunnur snjór. Þeir eru á jeppum en vanir sleðum.
Vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað.
Kv. Ragnar.
Re: Sleðafæri
Posted: 06.des 2014, 15:02
frá Allithor
Takk fyrir þetta