Síða 1 af 1

Þyngd og burðargeta á súkku.

Posted: 02.des 2014, 15:37
frá Gutti
Góðann daginn, nú fór ég með Súkkuna mína í breytingaskoðun í morgun, þetta er stuttur Samurai, kominn á 35" dekk og með 2,2 dísel mótor. Í skráningarskírteininu er gefið upp að heildarþyngd bílsins megi mest vera 1330 kg, framás má bera 580 kg og afturás 820 kg, bíllinn er hinsvegar orðinn 1260 kg í heildina, framásinn vigtar 700 kg og afturásinn vigtar 580 kg.
Skoðunarmaður fullyrti að það væru hásingar og fjaðrabúnaður sem þyrfti að vera öflugri en grindin mætti áfram vera upprunaleg. Ef ég myndi skipta út framhásingu og framfjöðrum og koma fyrir hásingu og fjöðrum úr bíl sem er gefinn upp fyrir mun meiri burðargetu þá myndi breytingaskráningin ganga í gegn.

Nú spyr ég ykkur, er hægt að styrkja hásingar og skipta um fjaðrir og fá einhverstaðar samþykkt fyrir meiri burð, eða vitið þið um hásingar og fjaðrir sem ég gæti notað, það er að segja búnað úr bíl sem er gefinn upp fyrir meiri burð, drifkúla að framan þyrfti helst að vera fareþegamegin við miðju.

Eða kunnið þið einhver önnur ráð????

Re: Þyngd og burðargeta á súkku.

Posted: 02.des 2014, 16:08
frá grimur
Ég er hræddur um að þessi skoðunarmaður hafi verið að tala með rassgatinu.
Grindarnúmer ræður burðargetu, svo virðist vera næstum sama hvað.
Ég ræddi 6 hjóla breytingu við mann hjá Umferðarstofu, og vitleysan er endalaus. Endaði með því að fá þau rök í andlitið að aukin þyngd í dekkjum og hásingum gæti valdið því að boddí legðist frekar saman þegar bíllinn veltur. Það getur alveg verið en er nú frekar langsótt, er þá ekki allt okei ef maður setur keppnis veltibúr í bílinn?

Niðurstaðan er sú að ég set grindarnúmer úr RAM 1500 ef þetta verður vesen.
Kv
G

Re: Þyngd og burðargeta á súkku.

Posted: 02.des 2014, 16:29
frá Gutti
Maður setur kannski bara grindarnúmer úr RAM 1500 í súkkuna ;) nei ég segi bara svona.

Re: Þyngd og burðargeta á súkku.

Posted: 02.des 2014, 20:08
frá sukkaturbo
Sæll Guðjón þetta er vandamál sem er erfitt að eiga við.Ég er í þessu brasi að smíða sukku sem Gísli vinur gaf mér. Ég endaði á að fá mér grind undan Toyota Dobulcab disel.

Re: Þyngd og burðargeta á súkku.

Posted: 02.des 2014, 23:34
frá JHG
Ég átti langa súkku (SJ413) hér í den. Á þeim árum þá var hægt að hækka heildarþyngd súkkana því að það voru gögn um það hjá bifreiðaskoðun. Það hafði einhver látið Súzuki senda vottorð um að heildarþyngd mætti vera þyngri. Ég þurfti ekki að framvísa neinum pappírum en skoðunarmaðurinn breytti þessu þegar ég fór með minn í sérskoðun. Gætir prófað að tala við samgöngustofu og tékkað hvort þetta gildi ennþá. En það er margt öðruvísi í dag en var þá :(

Re: Þyngd og burðargeta á súkku.

Posted: 03.des 2014, 00:35
frá Gutti
Takk fyrir þetta ég skal kanna þetta.

Re: Þyngd og burðargeta á súkku.

Posted: 03.des 2014, 00:37
frá juddi
Man að á sínum tíma var eithvað um það að þegar td volvo B20 var komin í húddið á Súzuki fox var gerð krafa um aðrar hásingar td undan Wyllis þar sem taliðvar að orginal súkku felguboltarnir væru ekki nógu sterkir en þetta hefur varla verið á vísindalegum grunni heldur skoðun skoðunar mans