Þyngd og burðargeta á súkku.
Posted: 02.des 2014, 15:37
Góðann daginn, nú fór ég með Súkkuna mína í breytingaskoðun í morgun, þetta er stuttur Samurai, kominn á 35" dekk og með 2,2 dísel mótor. Í skráningarskírteininu er gefið upp að heildarþyngd bílsins megi mest vera 1330 kg, framás má bera 580 kg og afturás 820 kg, bíllinn er hinsvegar orðinn 1260 kg í heildina, framásinn vigtar 700 kg og afturásinn vigtar 580 kg.
Skoðunarmaður fullyrti að það væru hásingar og fjaðrabúnaður sem þyrfti að vera öflugri en grindin mætti áfram vera upprunaleg. Ef ég myndi skipta út framhásingu og framfjöðrum og koma fyrir hásingu og fjöðrum úr bíl sem er gefinn upp fyrir mun meiri burðargetu þá myndi breytingaskráningin ganga í gegn.
Nú spyr ég ykkur, er hægt að styrkja hásingar og skipta um fjaðrir og fá einhverstaðar samþykkt fyrir meiri burð, eða vitið þið um hásingar og fjaðrir sem ég gæti notað, það er að segja búnað úr bíl sem er gefinn upp fyrir meiri burð, drifkúla að framan þyrfti helst að vera fareþegamegin við miðju.
Eða kunnið þið einhver önnur ráð????
Skoðunarmaður fullyrti að það væru hásingar og fjaðrabúnaður sem þyrfti að vera öflugri en grindin mætti áfram vera upprunaleg. Ef ég myndi skipta út framhásingu og framfjöðrum og koma fyrir hásingu og fjöðrum úr bíl sem er gefinn upp fyrir mun meiri burðargetu þá myndi breytingaskráningin ganga í gegn.
Nú spyr ég ykkur, er hægt að styrkja hásingar og skipta um fjaðrir og fá einhverstaðar samþykkt fyrir meiri burð, eða vitið þið um hásingar og fjaðrir sem ég gæti notað, það er að segja búnað úr bíl sem er gefinn upp fyrir meiri burð, drifkúla að framan þyrfti helst að vera fareþegamegin við miðju.
Eða kunnið þið einhver önnur ráð????