Síða 1 af 1

A/C DÆLA vantar hjálp !

Posted: 01.des 2014, 17:38
frá Gutti
Veit einhver hér inni úr hvernig bíl þessi ac dæla er? Mig grunar Hilux en er samt ekki viss.
Og veit einhver hvort það er í lagi að snúa dælunni þannig að úttakið og inntakið snúi niður, eða bara hvernig sem er ???

ac-daela.jpg
ac-daela.jpg (64.33 KiB) Viewed 2674 times

Re: A/C DÆLA vantar hjálp !

Posted: 01.des 2014, 19:27
frá Gutti
Fleiri myndir

Re: A/C DÆLA vantar hjálp !

Posted: 01.des 2014, 19:29
frá ellisnorra
Þetta lookar ekki eins og þær dælur sem ég hef séð í toyota. En það eru samt denso dælur í toyota.
Ef þig langar að losa þig við hana þá hef ég áhuga :)

Re: A/C DÆLA vantar hjálp !

Posted: 01.des 2014, 19:41
frá Gutti
Nei ég hef áhuga á að setja hana í bílinn hjá mér :) langar bara að vita úr hverju þetta er áður en ég fer að smíða einhverjar festingar fyrir hana, ef þetta er einhver mjög sjaldgæf dæla. En veist þú elli hvort það má snúa dælunni hvernig sem er ?

Re: A/C DÆLA vantar hjálp !

Posted: 01.des 2014, 21:37
frá gunnireykur
eina sem ég fann með hjálp google er að þetta sé úr gömlum tercel

Re: A/C DÆLA vantar hjálp !

Posted: 01.des 2014, 21:51
frá ellisnorra
Upp og niður, fram og til baka, snúðu henni hvernig sem þú vilt. Það er hvort eð er engin olía á þessu. Sullaðu bara tappa af sjálfskiptivökva í hana "þegar þú manst eftir því" eða fyrir og eftir ferðir. Gerði það með mína (sem var í hilux sem er seldur) og hún virkaði í mörg ár, pabbi búinn að vera með svona setup í yfir 20 ár í sínum hilux og hún hefur bara einusinni frosið, þá var rifið í sundur og þrifið upp og sett saman aftur, allt óskemmt.