Chevy 305, meira power ?


Höfundur þráðar
gummiwrx
Innlegg: 125
Skráður: 28.nóv 2011, 10:04
Fullt nafn: Guðmundur Sveinsson
Bíltegund: 2x Nissan Patrol

Chevy 305, meira power ?

Postfrá gummiwrx » 30.nóv 2014, 16:11

Sælir spjallverjar, nú er ég að kaupa Chevy 305 83' til setja i jeep Cj7 verkefnið mitt.

Og er ég nú alveg nýr i breytingum á gömlum V8 vélum. Ég er full meðvitaður um það að 305 er nú ekki beint einhver performance vél og býst ekki við miklu frá henni. En þarsem hún fer ekki strax í langar mig að preppa hana eitthvað aðeins til allaveganna.

Allar abendingar/hugmyndir fyrir fleirri hö vel þegnar :)

Ekki seigja mer að setja bara stærri vel í. Ef eg hefði fjárhaginn í það myndi eg gera það.. nema einhver eigi 350 a goðan pening, þa má sá hinn sami hafa samband


38" Y61 patrol
2x 38" Y60 patrol.
Cj7 i smidum


atte
Innlegg: 171
Skráður: 21.apr 2012, 12:45
Fullt nafn: Theodór Haraldsson
Bíltegund: Patrol 44"
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá atte » 30.nóv 2014, 17:30

Er það ekki bara þetta týpíska, flækjur, heitari ás og stærri blöndungur.
Annars væri réttast fyrir þig að tala við Bjarka eða Snorra Palla um þetta þeir hafa vit á þessu (og búa stutt frá þér)
Nissan Patrol 44"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá jeepcj7 » 30.nóv 2014, 18:23

Það er alveg buns af greinum á netinu um sbc tjúnningar flest er um 350 en megnið á alveg eins við 305 og yfirleitt ekkert stórmál að koma þessu í 2-300 hö án mjög mikils kostnaðar þar sem rúmtakið er 5 lítrar sem er alveg slatti.
Ég veit samt um talsvert öflugt kram(350-400hö) sem reyndar kostar slatta ef þú hefur áhuga.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
gummiwrx
Innlegg: 125
Skráður: 28.nóv 2011, 10:04
Fullt nafn: Guðmundur Sveinsson
Bíltegund: 2x Nissan Patrol

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá gummiwrx » 30.nóv 2014, 18:35

Já er buinn googla solldid um tuningar a þeim, en leiðinlega oft sem er bara sagt þeim fara á næstu ruslahauga og hirða 350 ur bil, sem er ekki beint hægt her a landi. Og skil wg litið i þessum tölum með ásana þarsem hef aldrey gert þetta áður
38" Y61 patrol
2x 38" Y60 patrol.
Cj7 i smidum


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá Stjáni Blái » 30.nóv 2014, 20:05

Hér er áhugaverð grein um 305 breytingar.

http://www.hotrod.com/how-to/engine/ccr ... ine-build/


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá lecter » 30.nóv 2014, 22:43

ef þú hefur nægan tima findu 350 vél allt miðast við 350


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá olei » 30.nóv 2014, 23:26

Það skiptir máli hvað þú hyggst nota þennan Jeep.

305 er ekki vinsæll mótor til tjúnunar og það er góð ástæða fyrir því eins og ítrekað hefur komið fram: Stóra systir hennar sem er nánast eins hefur auka 45 rúmtommur og það er jafndýrt að "tjúna" hana.

Hinsvegar munar þó ekki nema 45 rúmtommum þ.e 350 er 15% stærri að rúmtaki, það eru öll ósköpin. 15% skipta auðvitað öllu máli á braut eða í götuspyrnu í rasspútum, en í jeppa á fjöllum, tjah....? 305 hefur síðan sömu slaglengd og 350 sem gerir hana hlutfallsega að góðum togara m.v rúmtak og aldur. Sama hlutfall gerir að verkum að hún er ekki sérlega vel til þess fallinn að taka togið út á háum snúning (heitari ás) og breyta henni í þeytara sem er önnur ástæða til að það borgar sig frekar að "tjúna" 350.

Persónulega gef ég algjört frat í dæmigerða "tjúnun" á þessum vélum (305/350 small block chevy) til að nota í jeppa. Kannski var það einhverntímann sniðugt að gera það, en í dag ekki að mínu mati.

Mikið og gott lágsnúningstog er æskilegt í ferðabíl sem er notaður í allskonar skaki á vondum slóðum og ennfremur í snjóakstri. Það hafa þessar vélar ágætt original og trúlega erfitt að finna vélar í sama verðflokki sem toppa þær þar. Bæði original 305 TPI og þessi dæmigerði 350 trukkamótor eru eðal ferðamótorar, fullt af lágsnúnings togi og slurkur af hp, sæmileg ending og áreiðanleiki.

Síðan fara menn og kaupa sér stóra milliheddið og "volga" knastásinn og náttúrulega pústflækjudraslið sem er aldrei til friðs. Vanalega er það fyrsta sem er eftirtektarvert eftir "tjúnunina" (fyrir utan fretið frá pústflækjunum sem þétta illa) að lágsnúningstogið er að mestu horfið. Jú það kemur eitthvað viðbótarafl þarna uppi á snúningsbandinu, en hver nennir að ferðast með 5-6L vélar gargandi á snúning? T.d í Willys cj sem original svona mótor rúllar létt um hálendið á 1200 snúningum í snjó á 38" dekkjum?! Jú fyrir brekkukeppnir er sú tjúnaða tvímælalaust skemmtilegri, en ég er N.B að tala um ferðabíla.

Það næsta sem menn taka eftir er að bensíneyðslan - sem var ærin fyrir - eykst talsvert við tjúninguna. Loks kemur það ALLTAF síðar í ljós að fíni "tjúnmótorinn" endist ekki baun í bala af því að eftirmarkaðsdraslið sem var sett í hann er jú í allt of mörgum tilfellum nákvæmlega það - drasl! Fyrir utan það að þessar vélar eru gömul hönnun og þó að þær þoli talsverðan snúning í stuttan tíma þá styttir slík notkun líftíma þeirra alveg gríðarlega. Síðan er það áreiðanleikinn... við skulum ekki ræða hann, sér í lagi ekki ef MSD sorpið er komið í spilið. Þá er vissara að eiga trausta og góða ferðafélaga með rúmgott aftursæti til að komast með heim!

Síðan er það nú þannig með gamlar og góðar v8 að áður en menn fara að "tjúna" þá þarf að ganga úr skugga um að vélin sé í þokkalegu standi fyrir. Vanalega þegar svona kuml eru opnuð þá kemur ýmislegt í ljós og kostnaðurinn er fjótur að fara upp í hundraðþúsundkallana ef það á að fara að skipta út legum, stimplum, smurdælum, undirlyftum, knastás, pakkningasett os. frv.

Smelltu henni bara í með góðum (opnum) pústgreinum og góðum blöndung og sjáðu hvað hún gerir. Ef þig langar í fleiri hp þá borgar sig að kaupa yngri GM sem skila meira afli og betra lágsnúningstogi en svona gömul "tjúnuð" rella og þær gera það miklu betur fyrir minni peninga þegar fram í sækir.


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá tommi3520 » 01.des 2014, 05:43

Menn hafa verið að setja knastàs, millihedd og blöndung.
Passa síðan að vera með gott pústkerfi, enga fulla hvarfakúta og svoleiðis.

En hestöfl kosta peninga og fyrir mitt leiti ef þetta er ekki 300hp plús þà bara finna þæga diesel vèl ofan í þetta, slöpp bensínvèl mokeyðir bara og bara vonbrigði þegar menn ætla fara fræsa. Þannig ef fræsgírinn er ekki til staðar, þà bara diesel!

En eins og segi góður jeppaàs og millihedd (blöndungur ef núverandi er ekki góður) ætti að gera eitthvað og ekki kosta of mikið! En hvaða às nàkvæmlega og millihedd skal èg ekki segja, vafalaust best að setja sig í samband við tengiðlið í bandaríkjunum sem er í þessu og er að selja.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá baldur » 01.des 2014, 13:22

Góð hedd eru númer eitt. Hedd sem flæða vel geta gefið gott vinnslusvið og jafnframt mikið afl. Góð hedd þurfa ekki eins heitan knastás til að skila einhverju afli eins og lakari hedd gera. Það er frábært úrval af heddum á Chevrolet, bæði nýmóðins eftirmarkaðs og sæmileg verksmiðjuhedd.


Höfundur þráðar
gummiwrx
Innlegg: 125
Skráður: 28.nóv 2011, 10:04
Fullt nafn: Guðmundur Sveinsson
Bíltegund: 2x Nissan Patrol

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá gummiwrx » 02.des 2014, 09:27

Þakka fyrir svörin góð, þvertek nú strax fyrir að setja dísel í Cj7 :) finnst það bara ekki eiga vera i sömu setninguni. En er nú eiginlega 100% kominn á það að setja bara flækjur & svert silsapúst og góðan 600 blöndung ef hann er ekki goður sem er nú þegar á og bara fá hana vel stillta. Þessi sem eg er að fá er að skila orginal 150hö og 326nm tog @2400 rpm. Sem eg held se svosem agætt i svona litlum bil
38" Y61 patrol
2x 38" Y60 patrol.
Cj7 i smidum


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá Stjáni Blái » 02.des 2014, 10:40

Svona vél með Tpi innspýtingu virðist skila þokkalegu afli orginal, gæti verið skemmtileg í svona jeppa.. Án þess að eyðslan sé úr hófi.

T.d. Er 1991 árg 305 Tpi 230 Hö á 4200 rpm og togar 407 Nm á 3200 rpm á móti sömu árgerð af Tpi 350 sem er 245 Hö á 4400 rpm en togar öllu meira eða 461 Nm á 3200 rpm..

150 Hö er allt að því óásættanlegt frá vél sem eyðir amk 20 lítrum á hundraði..
Hvaða kram ertu með í bílnum ? Skiptingu, hásingar, hlutföll... osf ?


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá olei » 02.des 2014, 12:59

gummiwrx wrote:Þakka fyrir svörin góð, þvertek nú strax fyrir að setja dísel í Cj7 :) finnst það bara ekki eiga vera i sömu setninguni. En er nú eiginlega 100% kominn á það að setja bara flækjur & svert silsapúst og góðan 600 blöndung ef hann er ekki goður sem er nú þegar á og bara fá hana vel stillta. Þessi sem eg er að fá er að skila orginal 150hö og 326nm tog @2400 rpm. Sem eg held se svosem agætt i svona litlum bil

Ef þú hefur gaman af þessum rellum þá er til frábær gömul bók sem heitir - How to hot road small block Chevy. Ég hef ekki rekist á annað en að allt sem í henni stendur sé rétt þó að hún sé vissulega úrelt á vissan hátt.

Niðurstaða hennar passar við þá reynslu sem ég hef séð gegnum tíðina. Jú pústflækjur virka, það eru ódýrustu hestöfl sem þú getur fengið, en það miðast líka við að það sé opið aftur úr collectorunum á flækjunum. Þegar síðan búið er að smíða pústkerfi aftan á flækjurnar þannig að bíllinn sé nothæfur vegna hávaða þá er megnið af ávinningnum horfið. Semsagt, góðar pústgreinar og þokkalega opið púst , t.d tvöfalt 2" eða 2,5" er vanalega mun betri málamiðlun en flækjurnar.

Hinsvegar lýst mér ágætlega á planið hjá þér. Þú getur smíðað þessa vél í bílinn og græjað gott pústkerfi og allt í kringum hana, t.d öfluga kælingu sem hún þarf og kram sem þolir hana. Síðar getur þú þá droppað beint í staðinn hvaða small block sem er og allt sem þú gerðir kringum þessa rellu nýtist í framhaldinu.


Arnlaugur
Innlegg: 5
Skráður: 07.apr 2010, 03:34
Fullt nafn: Arnlaugur Kristján Samúelsson

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá Arnlaugur » 02.des 2014, 14:45



Höfundur þráðar
gummiwrx
Innlegg: 125
Skráður: 28.nóv 2011, 10:04
Fullt nafn: Guðmundur Sveinsson
Bíltegund: 2x Nissan Patrol

Re: Chevy 305, meira power ?

Postfrá gummiwrx » 02.des 2014, 18:22

Bíllinn er enn i smiðum svo motorinn hefur aldrey verið prófaður i honum. En hann verður með th350 skiptingu, dana 300 millikassa, dana 44 að framan, 9" ford að aftan

Hlutföll ekki vitað. Er að smiða hann upp á svona "low budget" og þvi fær 305 blondungs að vera hjartað til byrjunar allaveganna, en varðandi púst verður flækjur og svo bara svert sílsapúst, hávaðinn angrar mig litið sem ekkert þarsem er sækjast eftir honum hehe, þetta er alls ekki hugsað sem neinn ferða bill, bara svona leikfang eiginlega
38" Y61 patrol
2x 38" Y60 patrol.
Cj7 i smidum


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir