Síða 1 af 3

Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 13:29
frá svarti sambo
Sælir spjallverjar.
Fékk mér svona Lenovo 10.1" spjaldtölvu, með innbyggðum GPS, og ákvað að gera smá tilraunir með hana. Þar sem að hún var ekki svo dýr, miðað við aðrar spjaldtölvur, með GPS.

Lenovo.jpg
Lenovo.jpg (35.11 KiB) Viewed 20528 times

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... etail=true

Fékk mér svo kort frá iskort.is , og prufaði að plotta og fleira. Þetta virðist svínvirka og kortin frá ískort virðast vera með nákvæmni uppá 2m. Kortin eru meiriháttar hjá iskort.is. Mæli endregið með þeim.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 13:50
frá E.Har
Frábært.
Hef einhvað prufað I-pad en ekki alveg sáttur.
Er með kort frá http://www.gpsmap.is/gps/ í Montana tæki og er hrifinn af þeim.
vantar einhvað nett í mælaborðið eftir að hafa fjarlægt skrifborðið úr :-)

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 19:27
frá xenon
Hvaða app notaru fyrir þessi kort ?

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 21:04
frá Magni
xenon wrote:Hvaða app notaru fyrir þessi kort ?


Væntanlega Ozi Explorer

http://www.iskort.is/?page_id=119

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 21:08
frá Magni
Hérna er Iskort notað með Ozi explorer. Þetta eru langbestu kortin, flott dýpt og grafík í þeim.

Image

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 21:46
frá Finnur
Sælir

Hvaða kort eru þið að nota 1:250 000 eða eru menn að splæsa í öll 49 stk 1:50 000 kortin á 9.99 $ stykkið eða 60 þús fyrir öll. Er ekki hægt að fá þessi kort á lægra verði?

Ég er mikið að hugsa um að fara þessa leið enda hægt að nota þessar spjaldtölvur í mun meira en bara sem GPS.

En það væri gott að fá sem bestar leiðbeiningar frá þeim sem hafa reynslu af þessum tækjum og vita hvað virkar og hvað ekki.

Hversu öflugur er GPS móttakarinn í þessum tækjum, eru þeir sambærilegir og GPS tæki með innbyggðu loftneti?

Ég tek undir með fyrri spurningu með hvaða app er notað. Ég get ekki fundið OziExplorer í Google play store. Á Iskort.is er talað um PDF-Maps. Er hægt að trakka í því?

kv
Kristján Finnur

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 22:14
frá Kalli
Finnur wrote:Á Iskort.is er talað um PDF-Maps. Er hægt að trakka í því?

kv
Kristján Finnur



http://www.pdf-maps.com/support/android/
Tap the Map Tools button, then tap Record GPS Tracks. On the map, tap the Play icon to begin recording. Your movements will be recorded when the app is open or when it is minimized to the background. Tap Done at any time to stop recording and to automatically save the track to the Tracks folder. For more detailed track information, tap the track to show its label, then tap the Show Graph heading. In the Track Statistics screen, the distance, elevation change and time are displayed. Tap Speed or Elevation to see its respective graph.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 22:43
frá svarti sambo
Appið er inná iskort.is, og ég notaði það, og það er frítt. Það er líka hægt að fá app fyrir oziexplorer annarstaðar, en mér fannst það vera full flókin aðgerð. Appið sem er inná ískort, trakkar og vistar og fl. Keypti bara eitt kort til að byrja með, og til að prufa. Innbygði gps-inn virkaði fínt, þar sem ég prufaði þetta, á eftir að fara uppá heiði eða fjall. Var bara að skoða fítusa og nákvæmni innanbæjar, þar sem að það var svo gott að nota gatnamót og annað sem viðmiðun uppá nákvæmni. Mér finnst þetta verð ekki vera hátt, miðað við vinnuna sem liggur sjálfsagt á bakvið þessi kort. Sjókortin eru á 200-300 þús. sem eru í siglingarforritunum. Menn þurfa ekki að kaupa öll kortin í einu. Ég sé fyrir mér að kaupa kort samhliða ferðum. Kortið kostar jafn mikið og einn síkarettupakki, fyrir þá sem reykja. Ég keypti 1:50.000 vegna nákvæmninar.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 23:19
frá Magni
Finnur wrote:Sælir

Hvaða kort eru þið að nota 1:250 000 eða eru menn að splæsa í öll 49 stk 1:50 000 kortin á 9.99 $ stykkið eða 60 þús fyrir öll. Er ekki hægt að fá þessi kort á lægra verði?

Ég er mikið að hugsa um að fara þessa leið enda hægt að nota þessar spjaldtölvur í mun meira en bara sem GPS.

En það væri gott að fá sem bestar leiðbeiningar frá þeim sem hafa reynslu af þessum tækjum og vita hvað virkar og hvað ekki.

Hversu öflugur er GPS móttakarinn í þessum tækjum, eru þeir sambærilegir og GPS tæki með innbyggðu loftneti?

Ég tek undir með fyrri spurningu með hvaða app er notað. Ég get ekki fundið OziExplorer í Google play store. Á Iskort.is er talað um PDF-Maps. Er hægt að trakka í því?

kv
Kristján Finnur



Ég nota flest öll kortin með öllum upplausnunum. Þegar þetta er sett uppí Ozi þá eru kortin ein skrá fyrir allt landið. Ég held þessu sé skipt niður fyrir hin forritin.



Ozi Explorer fyrir android er hægt að kaupa hér. http://www.oziexplorer.com/
Það þarf ekki að kaupa hann fyrir PC útgáfuna nema ef menn vilja fara vinna með tröck, stytta þau eða endurskýra. Þá þarf pc útgáfuna.

Ég hef notað innbyggða móttakarann í spjaldtölvunni minni útum allt og hann hefur virkað allsstaðar. Auk þess er viðmóti mjög fínt í Ozi fyrir andoid

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 26.nóv 2014, 23:24
frá Magni
Hér er af Setrinu, kort 1:35000. Tekið með Samsung spjaldtölvu með upplausn 2560x1600. Miðjukassinn er hd upplausn 1920x1080 og minnsti kassinn er upplausn 1024x600

Það er ekki hægt að hugsa sér betri kort en þetta.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 27.nóv 2014, 11:33
frá AgnarBen
Ég tek undir með Magna, þessi kort frá Ískort eru frábær og þvílíkur hvalreki fyrir íslenska jeppamenn.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 27.nóv 2014, 14:57
frá Finnur
Sælir

Hvað eru menn að borga fyrir þessi kort?

kv
KFS

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 27.nóv 2014, 18:15
frá hobo
Óskalistinn minn fyrir jólin var svei mér þá að lengjast rétt í þessu. Góð meðmæli hér á ferð.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 28.nóv 2014, 17:38
frá AgnarBen
Finnur wrote:Sælir

Hvað eru menn að borga fyrir þessi kort?

kv
KFS


Veit ekki hvað Marteinn er að rukka fyrir pakkann núna, auðveldast að senda email á hann (sjá skjámynd frá Magna hér að ofan).

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 28.nóv 2014, 18:55
frá svarti sambo
AgnarBen wrote:Veit ekki hvað Marteinn er að rukka fyrir pakkann núna, auðveldast að senda email á hann (sjá skjámynd frá Magna hér að ofan).


Ég sendi honum tölvupóst um daginn og spurðist fyrir um pakka eða pakkatilboð, Og hann vísaði bara á heimasíðuna, með verð og hvað væri í boði. Fékk aldrei að vita um neina pakkadíla. Eins og þeir væru ekki í boði.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 29.nóv 2014, 15:11
frá hobo
Hvernig festingu eru menn að nota fyrir 10" spjaldtölvu í jeppum?

Edit: auðvitað beygi ég mér álplötu og svo franskur rennilás..

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 29.nóv 2014, 16:29
frá Andrynn
Ég keypti mér svona á eBay og festi þetta með sogskál í rúðuna eins og er, er alveg ótrúlega stöðugt með 10" spjaldtölvu í


Image


http://www.rammount.com/CatalogResults/ ... fault.aspx


Ram er líka með svona X-grip festingu, en mér leist ekki jafn vel á hana.



Image


http://www.rammount.com/NewProducts/xgr ... fault.aspx

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 29.nóv 2014, 17:09
frá Magni
Andrynn wrote:Ég keypti mér svona á eBay og festi þetta með sogskál í rúðuna eins og er, er alveg ótrúlega stöðugt með 10" spjaldtölvu í


Image


http://www.rammount.com/CatalogResults/ ... fault.aspx


Ram er líka með svona X-grip festingu, en mér leist ekki jafn vel á hana.



Image


http://www.rammount.com/NewProducts/xgr ... fault.aspx



Ég er einmitt með eins og efri myndin sýnir hjá þér, fékk hana í garmin búðinni hérna heima.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 30.nóv 2014, 00:17
frá xenon
Hefur einhver fundið almennilega festingu fyrir 12.2" spjaldara er með samsung 12.2" ?

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 30.nóv 2014, 08:02
frá Magni
xenon wrote:Hefur einhver fundið almennilega festingu fyrir 12.2" spjaldara er með samsung 12.2" ?


Garmin er með tvö sæti(botna) í boði fyrir þessa festingu sem ég benti á, annað fyrir 10" og hitt sætið gæti passað fyrir 12"

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 30.nóv 2014, 22:05
frá ivar
Ég er með xgrip frá ram og er alveg sáttur með hana

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 01.des 2014, 23:15
frá eythor6
Fann á netinu fyrir android spjaldtölvur og ipada, kubb frá Garmin sem tengist með bluetooth við tölvuna.
Þetta á að auka signalið og nákvæmnina til muna.
https://buy.garmin.com/en-US/US/oem/sen ... 09827.html

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 01.des 2014, 23:44
frá svarti sambo
eythor6 wrote:Fann á netinu fyrir android spjaldtölvur og ipada, kubb frá Garmin sem tengist með bluetooth við tölvuna.
Þetta á að auka signalið og nákvæmnina til muna.
https://buy.garmin.com/en-US/US/oem/sen ... 09827.html


Það er líka hægt að vera með svona, sem aukaloftnet.
http://www.gps2003.com/gps-receiver.html

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 02.des 2014, 00:12
frá olei
Spjaldið mitt þverneitar að ræða við svona USB tengda punga. Ég keypti einmitt þennan sem linkurinn vísar á.
http://www.gps2003.com/gps-receiver.html

Það er eitthvað erfitt að troða driverum inn í android sem ekki eru til staðar í kjarnanum.

Hvenær í ósköpunum verður framleidd spjaldtölva með nothæfu stýrikerfi?
Linux takk!

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 02.des 2014, 00:29
frá gunnlaugurs
olei wrote:Spjaldið mitt þverneitar að ræða við svona USB tengda punga. Ég keypti einmitt þennan sem linkurinn vísar á.
http://www.gps2003.com/gps-receiver.html

Það er eitthvað erfitt að troða driverum inn í android sem ekki eru til staðar í kjarnanum.

Hvenær í ósköpunum verður framleidd spjaldtölva með nothæfu stýrikerfi?
Linux takk!


Hvernig er þá surface pro sem keyrir windows 8.1.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 02.des 2014, 01:24
frá scweppes
Mér virðast þessar Windows 8 töflur vera svakalega dýrar, pointið svolítið farið úr þessu ef við erum að tala um lappaverð til lappaverð plús.

Væri alveg til í að heyra hvort þessi bluetooth gps pungur virkar á iPad ef einhver er búinn að testa þetta.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 02.des 2014, 10:16
frá svarti sambo
olei wrote:Spjaldið mitt þverneitar að ræða við svona USB tengda punga. Ég keypti einmitt þennan sem linkurinn vísar á.
http://www.gps2003.com/gps-receiver.html

Það er eitthvað erfitt að troða driverum inn í android sem ekki eru til staðar í kjarnanum.

Hvenær í ósköpunum verður framleidd spjaldtölva með nothæfu stýrikerfi?
Linux takk!


Sæll Óli
Varstu búinn að skoða þetta: http://www.gps2003.com/android-tablet-- ... receiver#/

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 02.des 2014, 10:16
frá Rangur
olei wrote:Það er eitthvað erfitt að troða driverum inn í android sem ekki eru til staðar í kjarnanum.

Hvenær í ósköpunum verður framleidd spjaldtölva með nothæfu stýrikerfi?
Linux takk!


Er ekki Android byggt á linux? Í það minnsta sýnist mér að ef maður rúttar android tækið sé hægt að gera ýmislegt með smá linux þekkingu.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 02.des 2014, 12:33
frá olei
svarti sambo wrote:Sæll Óli
Varstu búinn að skoða þetta: http://www.gps2003.com/android-tablet-- ... receiver#/

Já ég er búinn að því, nokkrar ferðir. :)

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 02.des 2014, 12:43
frá olei
Annars sé ég að nýi Android síminn minn keyrir ágætlega OruxMaps og kortið frá GPSmaps.is

Spurning hvort hægt sé að fá kvikindið til að útvarpa GPS NMEA sendingum með bluetooth yfir í spjaldið, það virðist vera nothæfur GPS í honum allavega.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 02.des 2014, 13:10
frá svarti sambo
Hér er líka annað app sem gæti virkað: https://play.google.com/store/apps/deta ... essentials

Hef reyndar ekki prófað það sjálfur.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 07.des 2014, 21:46
frá hobo
Er það ekki vandamálalaust að tengja gps handtæki við ódýra spjaldtölvu til að fá signal fyrir t.d ozi explorer?

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 09.des 2014, 21:30
frá hobo
Bump á síðustu spurningu. Semsagt ný ódýr spjaldtölva, iskort.is, ozi explorer og gps handtæki. Virkar það?

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 09.des 2014, 21:50
frá Magni
hobo wrote:Bump á síðustu spurningu. Semsagt ný ódýr spjaldtölva, iskort.is, ozi explorer og gps handtæki. Virkar það?


Sæll. Ég er ekki viss um að þú getir tengt gps tæki við spjaldtolvu. Efa að signalið skili sér... . Þú átt að geta notað spjaldtolvuna eina og sér ef hún er með innbyggðu gps. Það virkar flott þannig með ozi. Þú mátt renna við hjá mér og ég get sýnt þér þetta. 6953189

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 09.des 2014, 22:04
frá svarti sambo
hobo wrote:Bump á síðustu spurningu. Semsagt ný ódýr spjaldtölva, iskort.is, ozi explorer og gps handtæki. Virkar það?


Ég hef ekkert prufað að tengja einhvern aukabúnað við spjaldið mitt ennþá. Á eftir að prófa það. Var að spá í að panta svona hatt, eins og Óli fékk sér. Hef bara notað innbyggða gps-inn, Ískort og forritið ( pdf maps ) sem Marteinn vísar í. Hef ekki haft tíma til að skoða þetta frekar. Á eftir að prófa líka ozi.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 09.des 2014, 23:08
frá olei
hobo wrote:Er það ekki vandamálalaust að tengja gps handtæki við ódýra spjaldtölvu til að fá signal fyrir t.d ozi explorer?

Ég á 2 ára gamalt spjald sem var toppurinn á tilverunni frá Kína á þeim tíma með Android 4.1 minnir mig og ég næ engum samskiptum í gang við þessa tvo USB GPS punga sem ég á. Þar ræður hvaða driverasafn er inni í kjarnanum á Android kerfinu, ekki spurning um hvaða App maður notar. Eða þannig skil ég málið.

Semsagt, það er alls ekki sjálfgefið að þetta gangi upp. Trúlega eru yngri Android útgáfur með vítækari stuðning en um það þori ég ekki að fullyrða. Ég stend þó enn í þeirri meiningu að Bluetooth GPS sending ætti að skila sér í þau spjöld sem á annað borð eru með það. Þar ætti ekki að vera til staðar drivera vandamál.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 09.des 2014, 23:47
frá Magni
Ég myndi aðeins hinkra með að versla mér svona garmin kubb. Þ.e.a.s. athuga hvort þú þurfir hann yfir höfuð. Það sem þessi kubbur er aðalega að bjóða er það að ná til kerfanna sem Bandaríkin eru með og Rússarnir, GPS og GLONASS. Þá ertu fljótari að ná tengingu og færð betri staðsetningu.

Það hefur verið gríðarleg þróun síðustu ár í spjaldtölvum og snjallsímum þegar kemur að móttökurum til staðsetningar (GPS eða GLONASS). Þetta er orðið á pari við önnur tæki s.s. frá garmin.

Athugaðu hvort spjaldtölvan þín nái ekki merkjum frá GPS og GLONASS sjálf án þessa kubbs.

Ég er með Samsung Note 10.1 2014 edition og hún er að taka við merkjum frá báðum þessara kerfa. Ég hef fulla trú á því að móttakarinn í henni sé það öflugur að hann sé nægur einn og sér. Hann hefur allavega ekki verið til vandræða hingað til. En það er spurning hvernig ódýrari spjaldtölvur eru að virka, hvort þær séu að taka við merkjum frá báðum kerfunum og hversu öflugur móttakarinn er. Ef þær eru með Android 4.3 að lágmarki þá ættu þær að gera það.

Það er hægt að ná í þetta forrit á play store og athuga hvort spjaldtölvan er að ná þessum kerfum.
Grænu hringirninir eru GPS hnettir og grænu kassarnir eru GLONASS hnettir.

Hins vegar þá er einhver böggur þegar kemur að Símanum mínum S4. Hann er ekki að ná í GLONASS hnettina.. þeir koma þar fram sem gráir, hugsa að þetta sé einhver villa í stýrikerfinu.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 10.des 2014, 00:30
frá svarti sambo
Ég er líka með samsung Xcover2 síma sem er með innbyggðum gps og android 4.1.2 ( jelly beam ) og hann virkar líka fínt. Veit ekki hvort að hann er að nota 3g í stuðning. En spjaldtölvan var þannig stillt, þegar að ég fékk hana, að þá þurfti ég að vera í netsambandi, til að innbyggði gps-inn virkaði. Síðan þurfti ég að breyta einni stillingu í settings og þá fór hann að vinna sjálfstætt. Án nokkurra vandræða og er búinn að virka síðan.

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 10.des 2014, 11:12
frá svarti sambo
olei wrote:Ég á 2 ára gamalt spjald sem var toppurinn á tilverunni frá Kína á þeim tíma með Android 4.1 minnir mig og ég næ engum samskiptum í gang við þessa tvo USB GPS punga sem ég á. Þar ræður hvaða driverasafn er inni í kjarnanum á Android kerfinu, ekki spurning um hvaða App maður notar. Eða þannig skil ég málið.

Semsagt, það er alls ekki sjálfgefið að þetta gangi upp. Trúlega eru yngri Android útgáfur með vítækari stuðning en um það þori ég ekki að fullyrða. Ég stend þó enn í þeirri meiningu að Bluetooth GPS sending ætti að skila sér í þau spjöld sem á annað borð eru með það. Þar ætti ekki að vera til staðar drivera vandamál.


Nú þekki ég það ekki, en er ekki hægt að ná í uppfærslu á þessu android stýrikerfi, eins og í windows. Eða kostar það jafn mikið og ný tölva. Og þá fær maður kannski nýjustu fítusana ( driverana )með því.

Hér er einhvað um það:
http://www.wikihow.com/Update-an-Android

Re: Android sjaldtölva sem plotter.

Posted: 10.des 2014, 11:28
frá Hjörturinn
Hef sjálfur notað Galaxy XCover2 og 8" galaxy tab á fjöllum, það eru mjög fínir GPS móttakarar í báðum þessum tækjum (þurfa ekki 3G, tab tölvan er ekki einusinni með 3G), var með spjaldtölvuna milli sætana oft en hún náði samt að tracka.
Finnst GPS tæki sem slík eiginlega vera orðinn tímaskekkja þegar maður er miklu ódýrari tæki með stærri skjá sem uppfylla allar kröfur, er samt alltaf með GPSmap60 tæki með til vara.