Úrhleypibúnaður


Höfundur þráðar
bjorgvinr
Innlegg: 5
Skráður: 20.nóv 2014, 17:53
Fullt nafn: Björgvin Rúnar Þórhallsson

Úrhleypibúnaður

Postfrá bjorgvinr » 25.nóv 2014, 11:43

Ég er að vinna að skólaverkefni þar sem ég er að fást við hönnun og smíði á sjálfstýringu fyrir úrhleypibúnað. Mig langar að heyra hvaða skoðanir þið hafið á kröfum fyrir svona kerfi, þá aðalega stýrihlutann óháð því hvernig tengt er útí hjól.

Þetta eru þau atriði sem ég er að spá í
1) Hvert þarf þrýstingssvið tækisins að vera ?
2) Hvaða hitastigs svið þarf tækið að þola ?
3) Stærðar takmarkanir á notandaviðmóti inní bíl ?
4) Hvernig á kerfið að bregðast við leka í dekki ? Ætti kerfið að tilkynna leka sérstaklega ?
5) Hver þarf nákæmni þrýstinema að vera ? Nákvæmni er gefin upp í hámarks fráviki frá réttu gildi. Sem dæmi getur nákæmni verið gefin upp í ±0,1 psi.
6) Hver þarf upplausn óskgildis að vera, annars vegar á lágum þrýsting (t.d. < 5 psi) og hins vegar hærri þrýsting ? Þegar átt er við upplausn er átt við á hvaða þrýstings gildum er hoppað, hálfu pundi / heilu pundi ?
7) Hversu mikilvægt er að kerfið sé stöðugt í grófum akstri ? að kerfið sé ekki að reyna leiðrétta þýstingingstruflanir sem eru eingöngu af völdum aksturs.
8) Er nóg að vera með eitt óskgildi fyrir öll dekk eða er nauðsynlegt að geta valið mismunandi þrýsting fyrir hvert og eitt dekkin ?
9) Væri heppilegt að hafa þrýstireglun á kút innbyggða í svona tæki ?

Björgvin Rúnar




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá ivar » 25.nóv 2014, 12:12

Þetta er örugglega mjög breytilegt eftir notendum :)

Svona myndi ég svara þessu fyrir sjálfan mig:
1) Hvert þarf þrýstingssvið tækisins að vera ? 0-30psi en ef þetta ætti að vera nýtt á sumrin þá 0-70psi
2) Hvaða hitastigs svið þarf tækið að þola ? -30 til +30
3) Stærðar takmarkanir á notandaviðmóti inní bíl ? Ég vil varla sjá þetta svo 5cm*5cm rofaborð væri max stærð fyrir mig.
4) Hvernig á kerfið að bregðast við leka í dekki ? Ætti kerfið að tilkynna leka sérstaklega ? Þetta er svona nice to have en ljós eða ýla er ekkert vont apparat. Loka fyrir dekk svo það hafi ekki áhrif á hin væri líka kostur
5) Hver þarf nákæmni þrýstinema að vera ? Nákvæmni er gefin upp í hámarks fráviki frá réttu gildi. Sem dæmi getur nákæmni verið gefin upp í ±0,1 psi. Á lágum þrýsting þarf nákvæmnin að vera +-0,1psi en á hærri þrýsting dugar alveg +-1psi
6) Hver þarf upplausn óskgildis að vera, annars vegar á lágum þrýsting (t.d. < 5 psi) og hins vegar hærri þrýsting ? Þegar átt er við upplausn er átt við á hvaða þrýstings gildum er hoppað, hálfu pundi / heilu pundi ? 0.5psi uppí 5, 1psi þar fyrir ofan. einfaldleikans vegna hefði ég haft þetta á 0,5psi hoppum
7) Hversu mikilvægt er að kerfið sé stöðugt í grófum akstri ? að kerfið sé ekki að reyna leiðrétta þýstingingstruflanir sem eru eingöngu af völdum aksturs. Finnst þetta eigi ekki að vera að leiðrétta sig svo mikið. Ætti kannski að nota meðaltalsgildi síðustu 20 mín til að stilla sig eftir t.d.
8) Er nóg að vera með eitt óskgildi fyrir öll dekk eða er nauðsynlegt að geta valið mismunandi þrýsting fyrir hvert og eitt dekkin ? Fram og aftur væri gott en mér dugar alveg eitt gildi s.s.
9) Væri heppilegt að hafa þrýstireglun á kút innbyggða í svona tæki ? Ekkert frekar, nota það bara beint á dælu

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá ellisnorra » 25.nóv 2014, 13:00

Og ekki síst þarf flæði að vera gott. Það eru rosalega margir lítrar af lofti í hverju 46" dekki, tala nú ekki um stærri dekk og svo eru þau náttúrulega amk 4 (stundum 6)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Stebbi » 25.nóv 2014, 13:06

Svar við númer 7 er að láta kerfið ekki regla sig eftir að óskgildi er náð. Stillir þann þrýsting sem þú vilt og svo þegar búnaðurinn telur sig vera búin að afgreiða það mál þá er lokað fyrir.
Varðandi þrýstireglunina á kútnum þá er best að hafa það sem einfaldast í venjulegu pressustati en láta búnaðinn sýna þrýstinginn á kútnum og jafnvel hvort að dælan sé í gangi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Kiddi » 25.nóv 2014, 13:10

Fyrir mitt leiti þá þyrfti að vera hægt að stilla þrýsting á bilinu 0-1 psi með 0,1 psi nákvæmni. 1-5 psi síðan með 0,5 psi nákvæmni og 1 psi þar fyrir ofan.

Þeir sem á annað borð vilja hleypa niður fyrir 1 psi vilja að ég held getað stjórnað þessu svona nákvæmlega.

User avatar

scweppes
Innlegg: 72
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá scweppes » 25.nóv 2014, 16:32

Var ekki einhver búinn að græja svona stýringu með snjallsíma?

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Magni » 25.nóv 2014, 17:23

0-1 pund með 0,1 í nákvæmni. 1-3 pund með 0.25 í nákvæmni og þar fyrir ofan með 0,5 pund.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá kjartanbj » 25.nóv 2014, 17:37

eru menn samt að þurfa svona nakvæmni? ég hleypi bara úr þangað til bíllinn drífur , mælirinn er bara svona viðmið :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Kiddi » 25.nóv 2014, 18:10

Þessi nákvæmni og það að geta hleypt meira úr áhyggjulaust væri einn aðaltilgangurinn hjá mér með úrhleypibúnaði. Það er ekki komin krumpa í DC 44" hjá mér þegar venjulegur mælir sýnir 0 en það er heilmikill munur á drifgetu þegar krumpan er komin. Það er bara nokkuð þreytandi að vera sífellt að fylgjast með þessu þannig að já... til hvers að búa til svona búnað sem er ekki með þessari nákvæmni?


Höfundur þráðar
bjorgvinr
Innlegg: 5
Skráður: 20.nóv 2014, 17:53
Fullt nafn: Björgvin Rúnar Þórhallsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá bjorgvinr » 25.nóv 2014, 21:37

Ég þakka svörin.

Jú, Sölvi Oddsson græjaði svona tæki sem stýrt er þráðlaust með snjallsíma í samstarfi við Arctic Trucks. Ekki veit ég um meiri upplýsigar um það tæki en hann er með það uppsett í bílnum hjá sér einsog er. Það væri gaman að vita meira um þá lausn en hún er ekki til sölu neinstaðar svo ég viti til.

Svo má ekki gleyma iðntölvulausninni hans Tryggva sem hefur verið í prófunum í 2 ár og hefur reynst vel. Nú í október kom hún í almenna sölu einsog sjá má hér https://www.facebook.com/pages/St%C3%BD ... 4280806913

Svo veit ég um einn sem eru að spá það sama og ég, að smíða sjálfstýringu og notandaviðmót frá grunni, byggt á microcontroller einsog Arduino. Kostir gætu verið að auðvelt er að smíða lítið og nett notandaviðmót ólíkt iðntölvunni.

Eru einhverjir fleiri að fikta við aðrar lausnir ?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Izan » 25.nóv 2014, 21:47

Sæll

Ég er búinn að velta þessu svolítið fyrir mér og mér sýnist á öllu að þú sért á fínni leið með þessa pælingu. Ég er svolítið frosinn í þrýstinemanum sjálfum og nákvæmni vs möguleika á skemmdum.

Ég veit ekki hvernig tölvu þú ert að hugsa um en flestar eru með 10 bita aflestur af analog inngöngum og það setur þér skorður. Ég sá fyrir mér nema sem væri 0-20 psi en vandamálið við hann er að hann þolir ekki kerfisþrýstinginn. Auðleyst þannig með loka sem lokar hann inni þegar maður pumpar í. 20 Psi nemi á 10 bita inngangi gefur þér lágmarks skref 0,02 psi auk skekkju en ef þú ætlar að nota t.d. 0-70 eða 0-100 (sem myndi þola kerfisþrýstinginn) eru lágmarksskref 0.07psi.

Það að nota sama kerfið til að stjórna loftkerfinu er alveg hreint prýðilegt, stjórna HI og LO þrýsting, lágmarksþrýsting fyrir loftlæsingar (geta jafnvel minnkað diffrensinn á pressunni) til að minnka pendl í pressunni. Þar er vandamálið að góðir þrýstinemar eru dýrir.

Það er líka hægt að fá nema sem mæla frá algeru vaccumi og þeir myndu sennilega vera miklu nákvæmari á notkunarþrýstingi heldur en þeir sem mæla frá andrúmsloftþrýstingi. Þá þyrfti hinsvegar að mæla andrúmsloftþrýsting líka til að draga hann frá til að búnaðurinn skekkist ekki við hæðarmun.

Bara svona mínar pælingar so far,
kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
bjorgvinr
Innlegg: 5
Skráður: 20.nóv 2014, 17:53
Fullt nafn: Björgvin Rúnar Þórhallsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá bjorgvinr » 25.nóv 2014, 22:19

Til að leysa vandamálið að fá of mikinn þrýsting inná mælana þegar pumpað er í þá er notaður þrýstijafnari inná kistuna stilltur á t.d. 30 psi. Þannig færðu líka öryggi því ef(þegar) stýringin klikkar þá fer í versta falli 30 psi inná dekkin.

Að mínu mati er 10 bita AD-breyta ekki vandamál. Upplausn uppá 0,02 psi er miklu meira en þú þarft. Hinsvegar er nákvæmnin (accuracy) vandamál.
Sem dæmi hefur ódýr þrýstinemi einsog þessi hér http://cache.freescale.com/files/sensor ... PX4250.pdf nákvæmni uppá ±1,4% sem gefur ±0,5 psi. Þennan nema er mjög auðvelt að nota með microcontroller og er mjög ódýr.

Til samanburðar er ECT2.5A sem hægt er að nota með iðntölvum og hefur nákvæmni uppá 0,18 psi(við bestu aðstæður, 25°C) yfir þrýstisviðið 0 - 36,3 psi . http://www.practicalcontrol.com.au/pdf_ ... T_8472.pdf Hann kostar hinsvegar um 10 sinni meira en sá fyrri.
Að mæla þrýsting á kút væri hægt að gera með þessum hér http://cache.freescale.com/files/sensor ... PX5700.pdf Hann er 0 - 101,5 psi en hefur nákvæmni uppá ±2,5 psi sem ætti að duga vel fyrir tankreglun þar sem 2,5 psi til eða frá skipta ekki máli.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá ellisnorra » 25.nóv 2014, 23:37

Aftur kem ég að flæði. Nú hef ég ekki verið með úrhleypibúnað í bíl hjá mér, en að vera með 30psi inná kistu, tekur ekki óratíma að hækka um, segjum 5psi, ef maður ætlar frá 3 uppí 8psi á milli skafla, að ég tali nú ekki um að stífpumpa? Eins þegar hleypt er úr, þá þarf flæði að vera gott. Hvað ertu að hugsa um að hafa lokana svera?
Ég er að sjálfsögðu að tala um fulla stærð af dekkjum, 44-46tommu+. Hvað er margir lítrar í einu 46" dekki við 20psi?
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
bjorgvinr
Innlegg: 5
Skráður: 20.nóv 2014, 17:53
Fullt nafn: Björgvin Rúnar Þórhallsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá bjorgvinr » 26.nóv 2014, 09:32

jú, vissulega mun þetta alltaf takmarka flæðið. Einhverja hluta vegna er þetta samt notað hér heima. Veit um eina útgáfu sem er handstýrð en er samt með þrýstijafnara stilltan á 25 psi. Svo þegar full pumpa á í dekkin er bara opnað inná öll dekk og kerfið sé um rest.

Annað sem mér var bent á um daginn að í Hummer H1 er þrýstijafnari staðalbúnaður til þess að sprengja ekki pakkdósir í nafinu. Geri ráð fyrir að það sé þá svipað fyrir Unimok hásingar.

Væri gaman að heyra frá þeim sem eru með úrheypibúnað hvort þeir séu að nota þrýstijafnara.

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Ýktur » 26.nóv 2014, 09:58

Flæðið þarf ekki að vera svo svakalega mikið þegar kerfið er sjálfvirkt. Þú þarft almennt ekki að stoppa og bíða meðan hleypt er úr eða pumpað í heldur gerir þetta á ferð. Kerfið sér líka um að halda sömu krumpu á dekkinu við miklar hæðabreytingar. Þú losnar líka við freistinguna að hleypa aðeins of mikið úr við jökuljaðarinn til að sleppa kannski við eitt stopp á leiðinni upp og endar ekki á felgunni á leiðinni niður.


alvegsama
Innlegg: 60
Skráður: 09.nóv 2010, 08:03
Fullt nafn: Sölvi Oddsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá alvegsama » 26.nóv 2014, 10:09

Sælir

Ég er búinn að setja saman svona búnað með farsíma sem stýringu.
þetta er að fara í annan bíl núna næstu daga til að misþyrma þessu almennilega því maður er víst ekki dómari á eigin verk.

í grófum dráttum búnaðurinn á þessa leið:
-Fyrir 1-4 hásingar (max 8 dekk) bara að fjölga lokum og þrýstiskynjurum.
-Nákvæmni 0,1psi eða minna ef einhver nennir því. Errorgildið er stillanlegt, kemur í ljós hvort þetta sé eitthvað sem skiptir máli.
-Fullur kerfisþrýsingur inn á dekk. Flöskuhálsinn er dælan......... nemarnir þola skotið frá fullum þrýstingi.
-2 lokar á hvert hjól svo hægt sé að pumpa eða hleypa úr óháð næsta dekki.
-20psi í 5psi tekur ca 5min. með 38" dekkjum mv. litlu lokana frá Landvélum.
-kerfið er kvarðað fyrir hvern bíl fyrir sig eða dekkjagang svo það er ekki að þreifa oft á þrýstingi heldur veit uþb tímann sem breytingin sem óskað er eftir tekur, og nær óskgildi í fáum skotum.
-Hægt að stilla þrýsing í hverju dekki fyrir sig, hverri hásingu fyrir sig eða í öllum í einu með tveimur tökkum sem heldur þá hlutfallinu á milli dekkja ef það er t.d. minna í að aftan. Stökkin eru stillanleg frá 0-???? hvað sem hverjum dettur í hug. Ég er með þetta á 0,25psi í bili.
-Ég er t.d. með prófíl sem setur 25psi í öll dekk sem heitir "Heim" og svo annan sem er með 5psi að framan og 4psi að aftan sem er hægt að kalla "Snjór"
- Kerfið keyrir á Android og það er hægt að fá síma á ca 15þús sem ræður vel við forritið.
-kassinn sem þetta kemur í er ca 19x25x10cm og þarf bara að tengja 6 loftslöngur og 12V í hann. Síminn í dokku á mælaborðið og þráðlaust á milli.

kv
s

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá karig » 26.nóv 2014, 12:20

þetta er nú orðið gríðarlega tæknilegt hjá þér Sölvi......áttu nokkuð mynd af þessu bixi komnu í Hilux? kv, Kári.

User avatar

scweppes
Innlegg: 72
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá scweppes » 26.nóv 2014, 13:46

Ótrúlega töff Sölvi, vona að ég verði með svona í mínum bíl þegar ég verð stór.


alvegsama
Innlegg: 60
Skráður: 09.nóv 2010, 08:03
Fullt nafn: Sölvi Oddsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá alvegsama » 26.nóv 2014, 21:07

það er nú ekki fögur sjón. liggur hálf munaðarlaust bakvið sætið. ég skal smella myndum af þegar við setjum þetta í næsta bíl almennilega.


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá E.Har » 10.okt 2015, 22:38

qEr ekki tímabært fyrir haustið að velja þennan þræð aftur :-)

Er eitthver að kaupa hné af netinu?
Eða mæla og nema?

Er sturivélakystan mun betri en þessi úr Landvélum?
Kostir og gallar?


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá E.Har » 12.okt 2015, 22:58

Ja og vegna flæðis hvað leggja menn svert að þessu

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá eirikuringi » 13.okt 2015, 00:02

Eru hnéin ekki alltaf flöskuháls hvað varðar sverleika á kerfinu?
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá E.Har » 13.okt 2015, 12:53

weHnén eða ventlar í felgunum.
Svo eru menn að nota mismunandi hné

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá eirikuringi » 29.okt 2015, 02:39

Nú er ég ekki það mikið að mér í svona dótaríi, en ég var eitthvað að skoða Aliexpress og sá þetta unit, http://www.aliexpress.com/item/4V210-08-AC-220V-Quadruple-Solenoid-Valve-Mufflers-8mm-Quick-Fittings-Base-Set/2026591457.html?spm=2114.01020208.3.111.49UrOf&ws_ab_test=searchweb201556_2_71_72_73_74_75,searchweb201527_5,searchweb201560_9
Myndi svona mögulega virka sem kista?
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi

User avatar

Gummi Ola
Innlegg: 26
Skráður: 27.jan 2011, 17:07
Fullt nafn: Guðmundur Ásgeir Ólafsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Gummi Ola » 29.okt 2015, 07:55

Sverleiki á lögnunum hjá mér út í hjól er 8mm. Er með 10 að kistu og 12 frá kistunni.
Með góð hné þá skiptir tíminn sem tekur að pumpa í minna máli en áður þar sem maður getur keyrt og pumpað í samtímis. Slöngurnar eru svo bara teknar úr við tækifæri.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá jongud » 29.okt 2015, 08:14

eirikuringi wrote:Nú er ég ekki það mikið að mér í svona dótaríi, en ég var eitthvað að skoða Aliexpress og sá þetta unit, http://www.aliexpress.com/item/4V210-08-AC-220V-Quadruple-Solenoid-Valve-Mufflers-8mm-Quick-Fittings-Base-Set/2026591457.html?spm=2114.01020208.3.111.49UrOf&ws_ab_test=searchweb201556_2_71_72_73_74_75,searchweb201527_5,searchweb201560_9
Myndi svona mögulega virka sem kista?


þetta er 220-volta kista


alvegsama
Innlegg: 60
Skráður: 09.nóv 2010, 08:03
Fullt nafn: Sölvi Oddsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá alvegsama » 29.okt 2015, 09:38

ég er búinn að vera fikta við svona kerfi talsvert upp á síðkastið og hef fundið ýmislegt út sem gæti komið að góðum notum fyrir þá sem eru að spá í úrhleypikerfi.

það fyrsta er að ef maður er með sjálfvirkt kerfi skiptir ekki alveg höfuð máli hvort notaðir eru sveru lokarnir eða þeir grönnu, því það er í sjálfu ser ekki verið að bíða eftir kerfinu eins og þegar verið er að nota handvirka loka.
Til að byrja með notaði ég minnstu lokana frá Landvélum á 44" kerfi og það var að koma prýðilega út. Eina sem fór í mig varðandi þá (minnir að það sé 1mm gat í þeim) er að ef maður passaði sig ekki verulega á að allt væri hreint þegar var verið að setja slöngurnar á gat smá snjókorn stíflað lokann.

Tími á 44" dekki frá ca 25psi í 3psi var ca 12 min eða þar um bil með litlu lokana. Ég er núna farinn að nota aðra loka sem opna mun meira og er tíminn á 44" dekki kominn í ca 3-3:30 min frá 25 psi í 3 psi. Og þessir lokar stíflast ekki.

8mm slöngur eru nóg í flestum tilfellum í allar lagnir. Ég hef notað 10mm út í hjól, eins og á 8x8 Langjökulstrukkunum hjá Into the Glacier, þar sem þær þola meira án þess að snúist upp á þær og hnéin eru sterkari.

Það er sýnishorn í Arctic Trucks uppsett svo það er hægt að skoða og fikta. Þetta eintak er með litlu lokunum og í gegnum venjulega ventla svo það er mun hægara en með alvöru lokum. Þeir geta sett kerfið í fyrir þá sem ekki treysta sér til þess sjálfir.

kv
s


alvegsama
Innlegg: 60
Skráður: 09.nóv 2010, 08:03
Fullt nafn: Sölvi Oddsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá alvegsama » 29.okt 2015, 09:42

þessi kista gengur ekki þó hún væri 12v. þeas hún er annaðhvort að pumpa eða hleypa úr. það vantar þriðju stöðuna á hana sem gerir ekki neitt.....


eirikuringi wrote:Nú er ég ekki það mikið að mér í svona dótaríi, en ég var eitthvað að skoða Aliexpress og sá þetta unit, http://www.aliexpress.com/item/4V210-08-AC-220V-Quadruple-Solenoid-Valve-Mufflers-8mm-Quick-Fittings-Base-Set/2026591457.html?spm=2114.01020208.3.111.49UrOf&ws_ab_test=searchweb201556_2_71_72_73_74_75,searchweb201527_5,searchweb201560_9
Myndi svona mögulega virka sem kista?

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá eirikuringi » 30.okt 2015, 01:32

Sælir og takk fyrir góð svör, en ég vissi svosem að þetta væri ekki 12v og því ekki endilega AKKÚRAT rétta stykkið, en það sem ég var að fiska eftir var einmitt hvort þetta myndi ganga ef þetta væri 12v. En fyrst þetta er ekki með 3 virknir þá gengur það ekki.

Hér er þetta svosem fyrir 12v
http://www.aliexpress.com/item/4V210-08-AC-220V-Quadruple-Solenoid-Valve-Mufflers-8mm-Quick-Fittings-Base-Set/2026665923.html?spm=2114.01020208.3.173.yvEYq1&ws_ab_test=searchweb201556_2_71_72_73_74_75,searchweb201527_5,searchweb201560_9

Nú hef ég verið að skoða fittings á fullu og er það rétt sem ég skil að ér ætti frekar að skoða 10mm frekar en 8mm "kerfi".
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá E.Har » 30.okt 2015, 11:01

Við erum nokkrir saman í þessum pælingum. Munum koma up prufu uniti á næstu vikum.
Kystan verður að vera með 6-7 útganga. Segulloka.
Sá fyrsti er inn á kystunan. síðan 4 1 á hvert dekk og síðan sá 6 í afhleypigu.
Einhverstaðar verðurðu svo að koma þrýstimæli við þetta.

Hugmyndin er að notast við Iðntölvu og snertiskjái.

Þar eru kostirnir að þurfa minna að fylgjast með þessu.

Svo eru auðvitað nokkur kerfi í gangi mis töff :-)
Gæjalegast er sennilega kerfi frá Sölva sem styrt er af andrioid sima eða spjaldtölvu.

Styrivélakerfið er líka flott, en fjandi dyrt.
landvélar sennilega einfaldast, mekan´sikt kerfi sem svona er traust og ekki mjög dýrt.
Lof og raf hafa verið að bjóða upp á eitthvað en skrýtin kysta.
Reikna með að sammakerfið verði æði.

Kemur í vetur.


alvegsama
Innlegg: 60
Skráður: 09.nóv 2010, 08:03
Fullt nafn: Sölvi Oddsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá alvegsama » 30.okt 2015, 22:40

eirikuringi wrote:Sælir og takk fyrir góð svör, en ég vissi svosem að þetta væri ekki 12v og því ekki endilega AKKÚRAT rétta stykkið, en það sem ég var að fiska eftir var einmitt hvort þetta myndi ganga ef þetta væri 12v. En fyrst þetta er ekki með 3 virknir þá gengur það ekki.

Hér er þetta svosem fyrir 12v
http://www.aliexpress.com/item/4V210-08-AC-220V-Quadruple-Solenoid-Valve-Mufflers-8mm-Quick-Fittings-Base-Set/2026665923.html?spm=2114.01020208.3.173.yvEYq1&ws_ab_test=searchweb201556_2_71_72_73_74_75,searchweb201527_5,searchweb201560_9

Nú hef ég verið að skoða fittings á fullu og er það rétt sem ég skil að ér ætti frekar að skoða 10mm frekar en 8mm "kerfi".



8mm gerir allt sem þarf nema þú sért með mjög afbrigðilega stór dekk......

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá eirikuringi » 31.okt 2015, 01:50

Þetta er fyrir 46" dekk
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi


alvegsama
Innlegg: 60
Skráður: 09.nóv 2010, 08:03
Fullt nafn: Sölvi Oddsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá alvegsama » 31.okt 2015, 17:16

eirikuringi wrote:Þetta er fyrir 46" dekk



8mm er nóg en það er gott að vera með 10mm út í hjól. og svo sem ekkert að því að nota bara 10mm

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá eirikuringi » 31.okt 2015, 17:23

Takk fyrir ráðleggingarnar Sölvi :)
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gislisveri » 31.des 2015, 13:43

Ég var að ljúka við að tengja Sölvabúnað í bílinn hjá mér og það er skemmst frá því að segja að þetta er snilld. Ótrúlega fljótlegt að koma þessu fyrir, tengja slöngur, 12V og í gang.
Er með Fini, 8mm alla leið frá dælu út í hjól (pressustat og kútur á milli auðvitað). Það tekur enga stund að hleypa úr, ég get ekki kvartað yfir ípumpun heldur en það væri fróðlegt að stækka í 10mm frá dælu og sjá hvort það breytir einhverju.

Búinn að vera að prófa þetta í akstri í nokkra daga en geri alvöru test um helgina. Næsta mál er svo spjaldtölva með split-screen svo hægt sé að hafa bæði kortið og Sölvann á skjánum í einu.

Bkv.
Gísli


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Þorsteinn » 31.des 2015, 14:14

Hvað er svona kerfi að kosta ?


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Brjotur » 31.des 2015, 18:35

Einfaldleikinn er bestur og bilanaminnstur , ég persónulega þoli ekki rafmans og loftstýringar t.d í lógíra millikassa og svona dót sem alltaf klikkar þegar maður þarf helst að nota það , og ég hef sagt það áður að varðandi þennan úrhleypibúnað að eru menn alveg orðnir húðlatir ? Farsíamastjórnun og fartölvustjórnun ? maður er nú alltaf að reyna að minnka tækin en ekki stækka , og hvað varð um andann að stoppa og spjalla og virða fyrir sér það sem fyrir augun ber ?

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gislisveri » 31.des 2015, 20:42

Brjotur wrote:Einfaldleikinn er bestur og bilanaminnstur , ég persónulega þoli ekki rafmans og loftstýringar t.d í lógíra millikassa og svona dót sem alltaf klikkar þegar maður þarf helst að nota það , og ég hef sagt það áður að varðandi þennan úrhleypibúnað að eru menn alveg orðnir húðlatir ? Farsíamastjórnun og fartölvustjórnun ? maður er nú alltaf að reyna að minnka tækin en ekki stækka , og hvað varð um andann að stoppa og spjalla og virða fyrir sér það sem fyrir augun ber ?


Málið er bara að mér leiðist náttúrufegurð og ferðafélagarnir eru drepleiðinlegir. En ég stoppa þó alltaf þegar ég sé fallega stíflu.

En hvað er málið með öll þessi helvítis risastóru dekk? Er ekki nóg að vera bara á 33"? Þau eru ódýr og maður getur bara notað reiðhjólapumpu, einfalt og gott. Hvað varð um að festa sig á undan öllum öðrum og eyða heilu helgunum í að moka sig upp í ágætis færi? Nennir enginn neinu? Og lækkuð hlutföll, þau brotna bara, oj.

Flugeldakveðja,
Gísli.

User avatar

eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá eyberg » 01.jan 2016, 10:23

Er ekki hægt að koma með myndir og verð af þessum búnaið.
Eða er það eithvað leinarmál hér :-)
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454


alvegsama
Innlegg: 60
Skráður: 09.nóv 2010, 08:03
Fullt nafn: Sölvi Oddsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá alvegsama » 01.jan 2016, 11:28

Gleðilegt ár.

Allt upp á borðinu hér. ég er bara svo lélegur sölumaður og þegar ég er búinn að leysa vesenið byrjar maður bara á næsta í stað þess að koma þessu í alla bíla á landinu ;).

Það sem er á myndinn er:
"Kassinn" x 1stk þeas loftlokar og stýring.
má setja hér og þar í bílinn en best að hafa hann inni, betra samband (bluetooth) og honum líður betur í tempruðu umhverfi eins og öðrum rafmagnsbúnaði. og svo finnst mér alltaf gott að geta hlustað á búnaðinn vinna.
lokarnir eru 5/3 lokar sem hleypa úr 44" dekki, 25 psi í 4 psi á ca 3:30 min. Festist síður í þeim drasl ef kemur eitthvað inn þegar verið er að tengja slöngur.
4 stk snúningshné frá Landvélum, 8mm.
4 stk gegnumtök fyrir brettakanta.
8 stk plasttappar til að loka gegnumtökum og snúningshnjám þegar ekki í notkun.
25m 8mm loftlagnaefni sem dugar í flesta bíla.

Það sem vantar:
Stýritækið (Android af ekki alveg ódýrustu tegund). Hægt að nota spjaldtölvur og síma.
Felguslá og spottinn frá snúningshné og í ventilinn, þar sem þetta er ekki alveg staðlað...

Hef verið að miða verðið við 220þús. Og þá er innifalin aðstoð við að kvarða búnaðinn þegar hann er kominn í bílinn og kennsla.

kv
Sölvi
alvegsama@gmail.com
8400567
Viðhengi
20160101_110530.jpg
20160101_110530.jpg (1.41 MiB) Viewed 10768 times


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir