Síða 1 af 1
Land Rover Discovery biluð skipting eða ekki
Posted: 23.nóv 2014, 00:25
frá lecter
sælir hér ég er með Land Rover Discovery 98 4 cyl sjálfskiptan sem á að vera með bilaða skiptingu en hann hætti bara allt i einu að aka ég prufaði hann jú hann fer ekkert en þegar ég skilaði skipti staungini i parkið aftur þa kom svona urg i park tönnini sem læsir parkið svo mér fanst að skiptingin er að snúast svo liklega er þetta i millikassanum eða kannist þið við svona bilun i þessum bilum getur teingi hjólið farið af t,d
Re: Land Rover Discovery biluð skipting eða ekki
Posted: 23.nóv 2014, 14:13
frá olei
Þessi bíll er líklega með LT230 millikassa. Það kemur fyrir að mismunadrifið milli fram og aftur gefur upp öndina. Prófaðu að læsa millikassanum og vittu hvort hann keyrir.
Í eldri útgáfum kom líka fyrir að rílurnar hreinsuðust úr inntakshjólinu í millikassanum, held að 98 sé með endurbætta útgáfu með lengri rílum í hjólinu og göt í hjólinu til að smyrja rílurnar.
Myndin sýnir eldri gerð af þessu. Líklega getur þetta líka gerst í endurættu útgáfunni. Veit ekki hvaða skipting er í þessum bíl en í eldri RR var t.d 727 skipting og þá var milliöxull frá skiptingu yfir í millikassann.

Ps
Ef þú skrúfar hringlaga lokið aftan af millikassanum þá blasir inntakshjólið og öxullinn við, ættir að geta séð ástandið á því án þess að taka kassann frá. Veit ekki hvort hægt er að plokka hjólið út án þess að taka kassann úr, gott ef ekki er.
Re: Land Rover Discovery biluð skipting eða ekki
Posted: 23.nóv 2014, 23:51
frá GFOTH
ég á millikassa í Discovery disel 97 td300
Re: Land Rover Discovery biluð skipting eða ekki
Posted: 24.nóv 2014, 00:00
frá Járni
Einnig er vert að nefna rillustykkin á driföxlunum, rillurnar eiga það til að hverfa úr þeim. Ættir að geta keyrt bílinn ef þú læsir millikassanum.
Re: Land Rover Discovery biluð skipting eða ekki
Posted: 24.nóv 2014, 00:09
frá sigurdurk
eins hafa líka sprungið flexplötur í þessum bílum og titringurinn frá því eyðileggur dæluna í skiptingunni en þá ætti skiptingin ekkert að gera amk í td5 held að það sé nú sama skiptingog í td300 án þess að vera með það á hreinu.
Re: Land Rover Discovery biluð skipting eða ekki
Posted: 27.nóv 2014, 02:35
frá lecter
ja takk fyrir þessar uppl svo virðist vera að hann hafi bara farið úr gír i millikassanum og fóðringarnar i skiptinum hafi farið náði að koma honum fram svo nú virkar hann en svakalaeg þarf að þenja hann til að hann skipti sér er hægt að stilla timann á skiptinguni ,, .
ég tek hann in á lyftuna um helgina til að skoða grind og oliu, síur á vél og skiptingu , og ef ég gæti stilt skiptinguna ,,,
Re: Land Rover Discovery biluð skipting eða ekki
Posted: 30.nóv 2014, 04:24
frá lecter
nú var hann farinn að virka en hætti svo alveg hann virðist fara i alla gira i millikassanum en ekkert skeður svo hann fer bara inn eftir helgina þegar veðrið geingur yfir