Síða 1 af 1

Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 22.nóv 2014, 11:41
frá kaos
Núna þegar er búið að ákveða að súkkan mín fái framhaldslíf (sjá viewtopic.php?f=50&t=27718 ), þá langar mig að nota tækifærið til að bæta við mælaflóruna. Nánar til tekið vil ég setja í hana olíuþrýstimælir fyrir vélina og hitamælir fyrir sjálfskiptinguna.
Ég veit reyndar ekkert hvort úrbræðslan um daginn hafði nokkuð með olíuþrýsting að gera, en ég vantreysti alltaf örlítið ídíótaljósunum, og mælir ætti að veita ódýra hugarró.
Varðandi sjálfskiptinguna, þá er súkkan á 33" dekkjum og original hlutföllum, og þó hún beri sig bara furðanlega vel á þessu þá hef ég áhyggjur af því að maður sé að misbjóða skiptingunni, sérstaklega þegar maður er farinn að basla í ófærð. Ég ætla líka að bæta við kæli fyrir skiptinguna, en hann á ég fyrir.
Þar sem plássið er ekkert yfirþyrmandi fyrir svona aukadót í súkku, þá væri ekki verra ef hægt er að finna einhverja netta festingu/hús, og draumurinn væri ef hægt væri að finna sambyggðan mæli fyrir hvorutveggja, en það er kannski bjartsýni.

--
Kveðja, Kári.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 22.nóv 2014, 12:45
frá Raggi B.
Hér er t.d. ágætissíða, hef pantað frá þessum :

http://www.egauges.com

og svo er auðvitað gamla góða ebay að standa fyrir sínu líka.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 22.nóv 2014, 13:01
frá atligeysir
aliexpress.com

Hræódýrt og oft dettur þetta inn án þess að tollurinn fari með puttana í sendingarnar.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 22.nóv 2014, 13:15
frá Lindemann
Menn verða samt að passa sig að kaupa ekki algjört drasl.

Mekanískir olíuþrýstingsmælar eru ódýrir og áreiðanlegir.

Elektrónískir olíuþrýstingsmælar geta sýnt tómavitleysu. Ég var sjálfur með svoleiðis ódýran úr bílanaust og hann rokkaði eftir taktinum í útvarpinu ef það var hátt stillt.
Ef maður ætlar að kaupa svona elektrónískan mæli er nauðsynlegt að kaupa eitthvað alvöru merki.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 22.nóv 2014, 15:42
frá villi58
Lindemann wrote:Menn verða samt að passa sig að kaupa ekki algjört drasl.

Mekanískir olíuþrýstingsmælar eru ódýrir og áreiðanlegir.

Elektrónískir olíuþrýstingsmælar geta sýnt tómavitleysu. Ég var sjálfur með svoleiðis ódýran úr bílanaust og hann rokkaði eftir taktinum í útvarpinu ef það var hátt stillt.
Ef maður ætlar að kaupa svona elektrónískan mæli er nauðsynlegt að kaupa eitthvað alvöru merki.

Ég hef aðra reynslu af Dragon Gauge mekanískum mælum frá Kína, það er baklýsing í mælinum sem hefur gjarna farið eftir nokkrar vikur, í þessum mælum er vísirinn með sér lýsingu sem hverfur oftast eftir nokkra daga, svo til að toppa þessa mæla þá hefur vísirinn dottið af og það er hundleiðinlegt.
Þannig að við mín mælakaup þá tek ég bara digital mæla og sá elsti sem ég keypti er síðan 2006 afgasmælir og er eins og nýr.
Í einföldum mæli (analog mæli) er þetta drasl sem verður að tolla á sínum stað eins vísisnál, betra að vera laus við þessa hreyfanlegu hluti eins og í mælum frá Kínverjunum og mörgum frá þessum skáeygðu hrísgrjónaætum þarna fyrir austan.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 22.nóv 2014, 17:46
frá kaos
Takk fyrir svörin. En er enginn að selja mæla sem menn geta mælt með hér á landi? Er að fara í bæinn að ná í skiptivélina o.fl., og væri ágætt að klára þessi innkaup í leiðinni. Ef verðmunurinn er margfaldur á því sem maður fær á netinu þarf maður auðvitað að skoða það betur, en ég er tilbúinn að borga hóflega álagningu fyrir þægindin og flýtinn að því að fá þetta hér á landi.

--
Kveðja, Kári.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 22.nóv 2014, 18:40
frá Lindemann
Landvélar seldu a.m.k. góða mekaníska mæla.
Gallinn er náttúrulega sá að ef þú ætlar að hafa mælinn inní bíl þarftu að leggja rör þangað.

Bílanaust er með dálítið úrval af mælum. Eins og égsagði mæli ég ekki með olíuþrýstimælunum þaðan en ég var með boost mæli þaðan og hann virkaði fínt.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 22.nóv 2014, 23:04
frá Aparass
Færð auðvitað vönduðustu mælana hjá VDO en þetta kostar slatta.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 23.nóv 2014, 00:51
frá svarti sambo
Aparass wrote:Færð auðvitað vönduðustu mælana hjá VDO en þetta kostar slatta.


Sammála.
Þeir kosta og virka.

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 23.nóv 2014, 00:54
frá Oskar K
myndi allan dagin kaupa VDO mæla, en aldrei í umboðinu hér, verðlagningin er út í hróa hött miðað við verðið úti

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 23.nóv 2014, 05:05
frá villtur

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Posted: 23.nóv 2014, 11:57
frá baldur
Ég hef gjarnan pantað mæla frá Merlin Motorsport eða Demon Tweeks. Hágæða mekanískir og elektrónískir mælar sem endast og sýna rétt (Mocal, Racetech, VDO, SPA). Myndi aldrei kaupa þessa kínamæla sem fást í Bílanaust, krónískt vitlaust kalibreraðir og endingin léleg. Benni var lengi með Autometer sem eru í þolanlegum gæðum yfirleitt. Skal þó ekki rugla því saman við Autogage sem er í nær 100% tilfella ónýtt. Myndi einnig forðast alla mæla sem eru með skyggðu gleri, það er ekki nokkur séns að lesa á þá í dagsbirtu.

Það sem þarf líka að hafa í huga með elektróníska mæla er að það verður að tengja þá rétt til þess að þeir sýni rétt (og það er ekkert víst að leiðbeiningarnar sem fylgja þeim sýni rétta tengingu). Mælirinn og neminn verða að jarðtengjast á sama stað, annars mun lesningin breytast eftir álagi á rafkerfi. Ef neminn er með 2 víra þá þarf að leggja þá báða alla leið upp að mæli og ef mælirinn er bara með einn vír verður að leggja jarðvírinn frá mælinum niður á vél.