Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins
Posted: 20.nóv 2014, 13:55
Sælir kæru félagar og félögur.
Lögfræðisvið Hins íslenska jeppspjalls hefur yfirfarið reglur póstborðsins og birtast þær hér með.
Reglurnar eru ekki margar, en við tökum þær nokkuð alvarlega. Hér er þó til staðar þannig kúltúr að sjaldan þarf að beita fyrir sig þessum reglum, kunnum við notendum bestu þakkir fyrir það.
Neðanmáls eru svokölluð ,,tilmæli" ,þ.e. reglur sem við nennum lítið að stressa okkur á en öllum til hagsbóta að farið sé eftir.
Eins og áður eru hugmyndir og ábendingar auðvitað vel þegnar.
Takk fyrir frábært spjall í næstum 5 ár!
____________________________________________________________
Reglur:
1. Einstaklingar hafa fullan aðgang að spjalli og auglýsingum og verða aldrei rukkaðir fyrir.
2. Nýjir notendur velja sér notendanafn, en skrá jafnframt fullt, rétt nafn skv. þjóðskrá og verður það sýnilegt öðrum notendum.
3. Ærumeiðingar, ósannindi, hótanir, dónaskapur og leiðindi eru með öllu óheimil og verður eytt án fyrirvara.
4. Fyrirtækjum er heimill aðgangur að sérstökum dálki á auglýsingasvæðinu, en ekki að öðrum hlutum spjallborðsins. Ef starfsmaður fyrirtækis vill taka þátt í umræðu fyrir hönd síns fyrirtækis skal hann gera það undir eigin nafni.
5. Stjórnmálaumræða - Það eru ótal staðir til að ræða um stjórnmál. Hið íslenska jeppaspjall er ekki einn af þeim. Sérstakur dálkur er fyrir Umhverfis- og hagsmunamál jeppamanna, en ótengdum stjórnmálaumræðum verður hent í ruslið.
6. Persónuleg deilumál og ósætti - Hið íslenska jeppaspjall er ekki vettvangur til að útkljá persónuleg deilumál. Raunheimar eru ágætlega til þess fallnir.
7. Aðgangi notenda sem ekki fara eftir ofangreindum reglum kann að verða eytt, jafnvel án fyrirvara.
Tilmæli varðandi auglýsingar:
Titlar - Þegar stofnaður er spjallþráður eða auglýsing, reynið að hafa titilinn eins lýsandi og hægt er (án þess að hann verði of langur).
Mjög gott er að setja ÓE: (óska eftir) eða TS: (til sölu) fremst í titil auglýsinga, eftir því sem við á.
Dæmi:
Vantar - lélegt
Vantar öxul í Toyota - betra
ÓE öxli í 94 árg. af Hilux - best
Felgur - lélegt
Felgur til sölu - betra
TS: 15x10" 6 gata felgur - best
Ferð um helgina - lélegt
Ferð á Langjökul um helgina - betra
Ferð á Langjökul laugardaginn 14. des - best
Verðlagning - Auglýsendum er frjálst að verðleggja eigur sínar eftir eigin geðþótta. Öðrum notendum er frjálst að kaupa ekki vörur sem þeir vilja ekki borga fyrir. Athugasemdum um verðlagningu undir auglýsingum verður eytt að beiðni auglýsanda.
Fjöldi auglýsinga - Fjöldi auglýsinga á notanda er ekki takmarkaður, en þó er ætlast til þess að einungis ein auglýsing sé birt fyrir hverja söluvöru. Ef til sölu eru margar vörur af sömu gerð, t.d. nokkrir dekkjagangar, skal birta eina auglýsingu fyrir þær allar.
Að uppfæra auglýsingar - Leyfilegt er að uppfæra auglýsingu einu sinni á sólarhring. Þannig skapast jafnræði á milli auglýsenda.
Að eyða auglýsingum - Þegar vara er seld, vill auglýsandi gjarnan koma því á framfæri til að forðast frekara áreiti frá æstum kaupendum. Ekki er hægt að eyða auglýsingum, en við bendum notendum á að bæta við orðunum SELDUR/SELT eða álíka í titil auglýsingar. Vinsamlegast eyðið hvorki titli né efni hennar nema rík ástæða sé til.
Lögfræðisvið Hins íslenska jeppspjalls hefur yfirfarið reglur póstborðsins og birtast þær hér með.
Reglurnar eru ekki margar, en við tökum þær nokkuð alvarlega. Hér er þó til staðar þannig kúltúr að sjaldan þarf að beita fyrir sig þessum reglum, kunnum við notendum bestu þakkir fyrir það.
Neðanmáls eru svokölluð ,,tilmæli" ,þ.e. reglur sem við nennum lítið að stressa okkur á en öllum til hagsbóta að farið sé eftir.
Eins og áður eru hugmyndir og ábendingar auðvitað vel þegnar.
Takk fyrir frábært spjall í næstum 5 ár!
____________________________________________________________
Reglur:
1. Einstaklingar hafa fullan aðgang að spjalli og auglýsingum og verða aldrei rukkaðir fyrir.
2. Nýjir notendur velja sér notendanafn, en skrá jafnframt fullt, rétt nafn skv. þjóðskrá og verður það sýnilegt öðrum notendum.
3. Ærumeiðingar, ósannindi, hótanir, dónaskapur og leiðindi eru með öllu óheimil og verður eytt án fyrirvara.
4. Fyrirtækjum er heimill aðgangur að sérstökum dálki á auglýsingasvæðinu, en ekki að öðrum hlutum spjallborðsins. Ef starfsmaður fyrirtækis vill taka þátt í umræðu fyrir hönd síns fyrirtækis skal hann gera það undir eigin nafni.
5. Stjórnmálaumræða - Það eru ótal staðir til að ræða um stjórnmál. Hið íslenska jeppaspjall er ekki einn af þeim. Sérstakur dálkur er fyrir Umhverfis- og hagsmunamál jeppamanna, en ótengdum stjórnmálaumræðum verður hent í ruslið.
6. Persónuleg deilumál og ósætti - Hið íslenska jeppaspjall er ekki vettvangur til að útkljá persónuleg deilumál. Raunheimar eru ágætlega til þess fallnir.
7. Aðgangi notenda sem ekki fara eftir ofangreindum reglum kann að verða eytt, jafnvel án fyrirvara.
Tilmæli varðandi auglýsingar:
Titlar - Þegar stofnaður er spjallþráður eða auglýsing, reynið að hafa titilinn eins lýsandi og hægt er (án þess að hann verði of langur).
Mjög gott er að setja ÓE: (óska eftir) eða TS: (til sölu) fremst í titil auglýsinga, eftir því sem við á.
Dæmi:
Vantar - lélegt
Vantar öxul í Toyota - betra
ÓE öxli í 94 árg. af Hilux - best
Felgur - lélegt
Felgur til sölu - betra
TS: 15x10" 6 gata felgur - best
Ferð um helgina - lélegt
Ferð á Langjökul um helgina - betra
Ferð á Langjökul laugardaginn 14. des - best
Verðlagning - Auglýsendum er frjálst að verðleggja eigur sínar eftir eigin geðþótta. Öðrum notendum er frjálst að kaupa ekki vörur sem þeir vilja ekki borga fyrir. Athugasemdum um verðlagningu undir auglýsingum verður eytt að beiðni auglýsanda.
Fjöldi auglýsinga - Fjöldi auglýsinga á notanda er ekki takmarkaður, en þó er ætlast til þess að einungis ein auglýsing sé birt fyrir hverja söluvöru. Ef til sölu eru margar vörur af sömu gerð, t.d. nokkrir dekkjagangar, skal birta eina auglýsingu fyrir þær allar.
Að uppfæra auglýsingar - Leyfilegt er að uppfæra auglýsingu einu sinni á sólarhring. Þannig skapast jafnræði á milli auglýsenda.
Að eyða auglýsingum - Þegar vara er seld, vill auglýsandi gjarnan koma því á framfæri til að forðast frekara áreiti frá æstum kaupendum. Ekki er hægt að eyða auglýsingum, en við bendum notendum á að bæta við orðunum SELDUR/SELT eða álíka í titil auglýsingar. Vinsamlegast eyðið hvorki titli né efni hennar nema rík ástæða sé til.