Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

Postfrá gislisveri » 20.nóv 2014, 13:55

Sælir kæru félagar og félögur.

Lögfræðisvið Hins íslenska jeppspjalls hefur yfirfarið reglur póstborðsins og birtast þær hér með.
Reglurnar eru ekki margar, en við tökum þær nokkuð alvarlega. Hér er þó til staðar þannig kúltúr að sjaldan þarf að beita fyrir sig þessum reglum, kunnum við notendum bestu þakkir fyrir það.

Neðanmáls eru svokölluð ,,tilmæli" ,þ.e. reglur sem við nennum lítið að stressa okkur á en öllum til hagsbóta að farið sé eftir.

Eins og áður eru hugmyndir og ábendingar auðvitað vel þegnar.

Takk fyrir frábært spjall í næstum 5 ár!
____________________________________________________________
Reglur:

1. Einstaklingar hafa fullan aðgang að spjalli og auglýsingum og verða aldrei rukkaðir fyrir.

2. Nýjir notendur velja sér notendanafn, en skrá jafnframt fullt, rétt nafn skv. þjóðskrá og verður það sýnilegt öðrum notendum.

3. Ærumeiðingar, ósannindi, hótanir, dónaskapur og leiðindi eru með öllu óheimil og verður eytt án fyrirvara.

4. Fyrirtækjum er heimill aðgangur að sérstökum dálki á auglýsingasvæðinu, en ekki að öðrum hlutum spjallborðsins. Ef starfsmaður fyrirtækis vill taka þátt í umræðu fyrir hönd síns fyrirtækis skal hann gera það undir eigin nafni.

5. Stjórnmálaumræða - Það eru ótal staðir til að ræða um stjórnmál. Hið íslenska jeppaspjall er ekki einn af þeim. Sérstakur dálkur er fyrir Umhverfis- og hagsmunamál jeppamanna, en ótengdum stjórnmálaumræðum verður hent í ruslið.

6. Persónuleg deilumál og ósætti - Hið íslenska jeppaspjall er ekki vettvangur til að útkljá persónuleg deilumál. Raunheimar eru ágætlega til þess fallnir.

7. Aðgangi notenda sem ekki fara eftir ofangreindum reglum kann að verða eytt, jafnvel án fyrirvara.


Tilmæli varðandi auglýsingar:

Titlar - Þegar stofnaður er spjallþráður eða auglýsing, reynið að hafa titilinn eins lýsandi og hægt er (án þess að hann verði of langur).
Mjög gott er að setja ÓE: (óska eftir) eða TS: (til sölu) fremst í titil auglýsinga, eftir því sem við á.

Dæmi:

Vantar - lélegt
Vantar öxul í Toyota - betra
ÓE öxli í 94 árg. af Hilux - best

Felgur - lélegt
Felgur til sölu - betra
TS: 15x10" 6 gata felgur - best

Ferð um helgina - lélegt
Ferð á Langjökul um helgina - betra
Ferð á Langjökul laugardaginn 14. des - best

Verðlagning - Auglýsendum er frjálst að verðleggja eigur sínar eftir eigin geðþótta. Öðrum notendum er frjálst að kaupa ekki vörur sem þeir vilja ekki borga fyrir. Athugasemdum um verðlagningu undir auglýsingum verður eytt að beiðni auglýsanda.

Fjöldi auglýsinga - Fjöldi auglýsinga á notanda er ekki takmarkaður, en þó er ætlast til þess að einungis ein auglýsing sé birt fyrir hverja söluvöru. Ef til sölu eru margar vörur af sömu gerð, t.d. nokkrir dekkjagangar, skal birta eina auglýsingu fyrir þær allar.

Að uppfæra auglýsingar - Leyfilegt er að uppfæra auglýsingu einu sinni á sólarhring. Þannig skapast jafnræði á milli auglýsenda.

Að eyða auglýsingum - Þegar vara er seld, vill auglýsandi gjarnan koma því á framfæri til að forðast frekara áreiti frá æstum kaupendum. Ekki er hægt að eyða auglýsingum, en við bendum notendum á að bæta við orðunum SELDUR/SELT eða álíka í titil auglýsingar. Vinsamlegast eyðið hvorki titli né efni hennar nema rík ástæða sé til.



User avatar

Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

Postfrá Bubbi byggir » 20.nóv 2014, 18:19

Stórt LIKE á þetta.
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

Postfrá jeepson » 20.nóv 2014, 18:24

Flottar reglur. Nú er það undir okkur komið að standa okkur með sóma varðandi reglurnar :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

Postfrá Startarinn » 20.nóv 2014, 19:33

Líst vel á þetta
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

Postfrá ellisnorra » 20.nóv 2014, 19:42

Fallegur lækur á það.

Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

Postfrá RunarG » 20.nóv 2014, 21:29

líst alveg ljómandi vel á þetta! :)
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

Postfrá joisnaer » 20.nóv 2014, 22:28

gislisveri wrote:
3. Ærumeiðingar, ósannindi, hótanir, dónaskapur og leiðindi eru með öllu óheimil og verður eytt án fyrirvara.

.


vill segja að ég er mjög ánægður með þessar breytingar, en satt að segja finnst mér þessi regla mætti alveg eiga við "lof og last" þráðinn...........
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Uppfærðar reglur Jeppaspjallsins

Postfrá gislisveri » 21.nóv 2014, 08:44

Takk vinir, þetta er svo sem ekkert nýtt, heldur bara skjalfesting á þeim gildum sem ég held að flestir séu sammála um.
Reglurnar eiga að sjálfsögðu við öll spjallsvæði.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir