Síða 1 af 1
Afturhjólalegur í Patrol
Posted: 19.nóv 2014, 23:46
frá Ásgeir Þór
Sælir Hvar hafa menn verið að versla afturhjólalegur í patrol y60 1994 ? Það er komið slag hjá mér og ég heyrði í Kidda Bergs á selfossi og hann selur aðra legunna á rúm 30.000þús og fannst það frekar dýrt er þetta selt einhverstaðar annarstaðar á betra verði ?
kv. Ásgeir
Re: Afturhjólalegur í Patrol
Posted: 20.nóv 2014, 00:37
frá Járni
Ertu búinn að prófa: Umboðið, N1, Stillingu, Fálkann, AB-varahluti, Poulsen ?
Re: Afturhjólalegur í Patrol
Posted: 20.nóv 2014, 04:08
frá magnum62
Ég mundi fara í Stál og stansar upp á höfða, Eiga þetta og ekki sakar verðið ef þú ert f4x4 félagi.
Re: Afturhjólalegur í Patrol
Posted: 20.nóv 2014, 08:57
frá GísliG
Ég fékk afturhjólalegurnar í Patrol Y60 á mjög góðu verði í Poulsen.