Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? kanski til sölu


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? kanski til sölu

Postfrá olafur f johannsson » 18.nóv 2014, 18:51

Hafa menn heyrt af því að svefará í 2,4 diesel toyota árg 98 brottni ef þeir eru rendir ? er með einn sem var rendur um 0.05 og er ekinn innan við 10þús síðan og hann brotnaði á 4cyl. var reindar búinn að heyra að það mætti ekki renna þessa ása ??
Síðast breytt af olafur f johannsson þann 30.jan 2015, 20:32, breytt 2 sinnum samtals.


Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ?

Postfrá biturk » 18.nóv 2014, 19:12

Var búnað heira þetta líka

Annars set ég alltaf stórt spurningarmerki við að renna ása nema þeir séu ófáanlegir í ökutækin og myndi ekki setja þá á háan snúning

En það er bara ég
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ?

Postfrá olafur f johannsson » 18.nóv 2014, 19:34

Já ég vildi setja nýjan ás en verkstæðið sem græjaði kjalaran sagði að það væri í lagi að renna ásinn en svo kom þetta fyrir og þeir seiga bara shit happens og við sitjum uppi með ónýta vél
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ?

Postfrá nobrks » 18.nóv 2014, 22:44

Ég lennti í nákvæmlega sama med 2,4, reyndar frá '90
En einu ári eftir að ásinn var renndur kom sprunga í hann út frá smurgöngum við stimpilstöng, næst svinghjólinu (veit ekki númer hvað hann er.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ?

Postfrá biturk » 19.nóv 2014, 00:10

Hvaða verkstæði var það
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ?

Postfrá jeepcj7 » 19.nóv 2014, 14:42

Ég lenti í þessu með 4.0 í 60 cruiser og eftir á var að sjálfsögðu sagt að þetta mætti ekki í toyota þar mætti ekki renna sveifarás þeir væru alltaf yfirborðshertir og þyldu ekki rennsli.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ?

Postfrá olafur f johannsson » 19.nóv 2014, 17:54

nobrks wrote:Ég lennti í nákvæmlega sama med 2,4, reyndar frá '90
En einu ári eftir að ásinn var renndur kom sprunga í hann út frá smurgöngum við stimpilstöng, næst svinghjólinu (veit ekki númer hvað hann er.

Það er 4cyl alveg eins og hjá okkur
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ?

Postfrá olafur f johannsson » 02.des 2014, 19:46

Image
Image
Image
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá biturk » 02.des 2014, 19:47

Mættir alveg deila hverjir mæla með þessu, þessit menn hafa greinilega ekki hundsvit á þessu
head over to IKEA and assemble a sense of humor


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olei » 02.des 2014, 20:20

Það er dálítið magnað að sveifarás sem er e.t.v með 50 mm þvermál á stangalegum geti enst mörg hundruð þúsund km. En sami ás bilar nær samstundis ef hann er minnkaður niður í 49.95mm - jafnvel þó svo að þessir 0,05mm sem voru fjarlægðir hafi verið hertir. Yfirborðsherslan nær örugglega talsvert dýpra en það.

Ég skoðaði sveifarás úr Benz vörubíl fyrir nokkrum árum - sem hafði einmitt verið renndur og brotnaði fljótlega að mig minnir. Sagan sem fylgdi var sú að það mætti aldrei renna sveifarása í Benz.

Brotið í Benz ásnum var að mér sýndist klassískt þreytubrot og ég gat ómögulega séð betur en ástæðan væri sú að við rennsluna var skilin eftir of kröpp kverk sem myndaði gríðarlega spennuhækkun. Þessi radíus er mjög krítískur hvað þreytuþol snertir. Og þarna er gríðarlegt sveiflukennt álag sem reynir mjög fljótt á þreytuþol.

Ég setti ör á myndina frá nafna mínum til að sýna kverkina sem ég er að tala um. Það er engin leið að átta sig á því af myndunum hvernig staðið var að verki á þessum ás. En þarna þarf að vera örlítill rúnningur. Af myndinni að dæma virðist sprungan hafa byrjað í kverkinni hinu megin. Líklega springa þeir alltaf í kverkunum ef þeir byrja á því á annað borð.

15906788496_46862e28a5_z.jpg
15906788496_46862e28a5_z.jpg (225.52 KiB) Viewed 6210 times


Það væri gaman að hafa samband við Toyota umboðið og spyrja hvort að þeir bjóði upp á legur í undirmáli fyrir þessar vélar. Ef Toyota býður upp á svoleiðis þá gera þeir ráð fyrir að ásarnir séu renndir. Einhversstaðar framleiðir einhver legur í undirmáli fyrir þær þannig að það er ekki sér íslenskt að renna þessa ása heldur en það sannar ekkert til eða frá þó eftirmarkaðsfyrirtæki ákveði að bjóða legur í undirmáli.
Síðast breytt af olei þann 02.des 2014, 20:49, breytt 2 sinnum samtals.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olei » 02.des 2014, 20:41

Ég fór að leita í service manual yfir Nissan Terrano R20 árgerð 2000, hvað Nissan gamli hefði um sveifarás-rennslu að segja. Þetta er fyrir 2.7 TDI

Fyrst kemur almennur kafli um hvernig mæla skal slit á ásnum og kast á honum með klukku, en svo kemur þetta hér:
Screenshot-21.png
Screenshot-21.png (318.8 KiB) Viewed 6194 times


Þetta er allt sem Nissan gamli hefur um málið að segja, hann gerir augljóslega ráð fyrir því að ásinn sé renndur en varar sérstaklega við því að þessi radíus sem ég var að benda á í síðasta innleggi sé í lagi!

Spurningin er hvort að eitt eða fleiri verkstæði sem taka að sér að renna sveifarása á Íslandi gæti ekki nægilega vel að þessu atriði?


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olei » 02.des 2014, 21:04

Þetta er frá Nissan yfir 3L vélina í Terrano (Patrol)
Screenshot-22.png
Screenshot-22.png (88.42 KiB) Viewed 6167 times


Augljóslega gert ráð fyrir að ásinn sé renndur og aftur viðvörun um fráganginn í kverkunum.
Á ekki einhver service manual yfir þennan Toyota mótor sem um ræðir - kannski er eitthvað í honum um hvort Toyota gerir ráð fyrir að ásinn sé renndur?


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olafur f johannsson » 02.des 2014, 21:16

Toyota býður upp á 0.20 og 0.50 á höfuðlegur en ekki á stangalegur . Og ég vil ekki nafgreina verkstæðið sem sá um að gera kjalaran kláran. En ég veit um fleiri svona atvik frá þessu verkstæði og þá með ás í mazda 6 diesel og þá var hann einmitt rendur vitlaust við brúnirnar á endunum
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá biturk » 02.des 2014, 21:41

smkvmt manualnum sem ég á í hillunni á verkstæðinu mælir herra toyota ekki með því að renna sveifarásinn, segir bara að skipta út ef hann mælist ekki rétt

lélegt samt ef menn eru að lenda í því að þetta verkstæði er ekki að sinna sínu að fleiri lendi í því
head over to IKEA and assemble a sense of humor


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olei » 02.des 2014, 21:44

Verkstæðið sem "sá um að gera kjallarann kláran" - er það sama verkstæði og renndi sveifarásinn?


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá ivar » 02.des 2014, 21:45

Og af hverju ekki að nafngreina verkstæðið svo við hinir kaupum þjónustu af skárri aðilum?


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olafur f johannsson » 02.des 2014, 22:38

olei wrote:Verkstæðið sem "sá um að gera kjallarann kláran" - er það sama verkstæði og renndi sveifarásinn?

já þeir rendu ásinn og setu nýja stimpla og stangir og gengu frá kjallaranum. Ég seti heddið á allt utan á mótorinn og gekk frá í bílinn
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olafur f johannsson » 02.des 2014, 22:43

ivar wrote:Og af hverju ekki að nafngreina verkstæðið svo við hinir kaupum þjónustu af skárri aðilum?

Því að ég vil fyrst reina leysa þetta mál í góðu
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olafur f johannsson » 02.des 2014, 22:44

biturk wrote:smkvmt manualnum sem ég á í hillunni á verkstæðinu mælir herra toyota ekki með því að renna sveifarásinn, segir bara að skipta út ef hann mælist ekki rétt

lélegt samt ef menn eru að lenda í því að þetta verkstæði er ekki að sinna sínu að fleiri lendi í því

Já enda hélt ég að það færi nýr ás í því þessi var mjög ílla farinn
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá spámaður » 03.des 2014, 00:11

Ef maður skoðar myndirnar af brotinu sést vel blámi í brotinu...ætli það sé eðlilegt eftir brotið eða var það kannski orsökin að brotinu...??
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olei » 03.des 2014, 01:19

olafur f johannsson wrote:
olei wrote:Verkstæðið sem "sá um að gera kjallarann kláran" - er það sama verkstæði og renndi sveifarásinn?

já þeir rendu ásinn og setu nýja stimpla og stangir og gengu frá kjallaranum. Ég seti heddið á allt utan á mótorinn og gekk frá í bílinn

Well, það eru þeir sem eru sérfræðingarnir og það voru þeir sem sögðu að það væri í lagi að renna sveifarásinn og það voru þeir sem gerðu það og græjuðu kjallarann. Þeir hafa síðan vafalítið rukkað fyrir það líka.

Svona bilun getur auðvitað hent fyrir duttlunga hvenær sem er, en líkurnar á því að þetta tengist þeirra viðgerð eru frekar miklar í þessu tilfelli, eiginlega yfirgnæfandi. Þar sem svona bilun er vonlaust að klína á vonda meðferð eða umhirðu þá finnst mér boltinn liggja hjá þeim. Allavega að koma talsvert til móts við þig í málinu, það er lágmark finnst mér. Sér í lagi fyrst að þeir ráðlögðu sjálfir að renna sveifarásinn gegn efasemdum þínum.


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá Heddportun » 03.des 2014, 17:27

Það er í góðu lagi að renna ása en hversu mikið og hvernig það er gert er allt annað .Hvort það borgi sig ef þeir eru mikið bognir til að byrja með þar sem það koma þreytubrot og spenna í þá ef það þarf að rétta þá,stundum eru sprungur í þeim og ekki hægt að sjá þær með sprungu tékkun þar sem þær koma að innan

Þegar þeir eru renndir þarf að passa að horn radíusinn sé sá sami a.m.k eða stærri,þar er styrkurinn í sveifarásnum sem og að vinna olíugötin fyrir og eftir að búið er að renna þá niður

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá nobrks » 03.des 2014, 20:52

Það var einmitt sprungið útfrá olíugatinu hjá mér, án þess að hann fór í sundur.
Það komu púlsar uppí kúpplingspedalann, og það tók sinn tíma að finna meinið.

Rennt var úr Std niður í næstu stærð fyrir neðan.
Verkstæðið er vel þekkt í þessum bransa.
Þeir sem lesa þennan þráð hafa eflaust varann à hér eftir.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá Þorri » 03.des 2014, 22:38

Ég held að flestir ásar í dag þoli ekki að vera renndir. Það er bara ysta lagið sem er hert og um leið og þú rennir er harkan farin úr yfirboðinu. Í t.d 6,5 og 6,2 gm diesel má alls ekki renna ásinn hann brotnar yfirleitt skömmu síðar.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá svarti sambo » 04.des 2014, 00:27

Er á móti því að renna ása, hvort sem það má eða ekki. En er þetta ekki endinn sem svinghjólið boltast á. Er möguleiki að það hafi ekki setið rétt, farið t.d. eitthvað á milli, eða þess háttar. Verið kannski smá víbringur í því. Svo er spurning hvort að ásinn hafi verið of stífur á legu. Var farið með þráð á milli, til að mæla smur-rýmdina. Hef heyrt um allt of mörg tilfelli af of þröngum legum, eftir rennerí. Þú talar um að hann hafi verið renndur niður um 5 hundruðustu og höfuðlegurnar hlaupa á 0.20 og 0.50. Voru þá notaðar standard legur aftur og smur-rýmdinn aukin um þessa 0.05, eða voru fengnar einhverjar aðrar legur í staðinn. Er ekki alveg að skylja þessi vinnubrögð.
Fer það á þrjóskunni


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá Heddportun » 04.des 2014, 03:52

Hersla nær ekki djúpt 1-2mm og gerir lítið t.d allir 400 chevy sveifarásarnir sem búið er að renna í 350mál voru ekki hertir og munaði ekkert um það sem og allir þeir ásar sem ég læt renna eru ekki hertir eftriá og það er í 500-1500hp Mótora

Ef að hann var renndur .5mm og .020" legur notaðar er það rétt milli mælieininga en þá er oftast notast við legurnar sem fara í og clerancinn renndur í við legurnar þannig þar sem það eru ekki til .019 og .021" legur en það er líka hægt að laga leguhúsin til að fá clerance á legurnar


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá baldur » 04.des 2014, 12:53

Þetta er bara klassískt þreytubrot.


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olafur f johannsson » 04.des 2014, 21:49

Þessi ás er ekinn 78þús km frá uppafi. og 9þús síðan hann var rendur. ég hef ekki skoða hvaða legur fóru í þetta en ásinn er í orginal málum á höfuðlegum mjög gott að snúa vélinni og svinghjól sat rétt og hert samkvæmt herslu tölum frá toyota
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá Hrannifox » 07.des 2014, 23:29

olafur f johannsson wrote:Hafa menn heyrt af því að svefará í 2,4 diesel toyota árg 98 brottni ef þeir eru rendir ? er með einn sem var rendur um 0.05 og er ekinn innan við 10þús síðan og hann brotnaði á 4cyl. var reindar búinn að heyra að það mætti ekki renna þessa ása ??

Sæll nú er ég að fara í hedd skifti og hafði hugsað mér að taka kjallarann líka og það af verkstæði. Ekki væriru til í að segja mér hvaða verkstæði þetta var ? Þó mig gruni eitt tiltekið

Kv, hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Höfundur þráðar
olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Postfrá olafur f johannsson » 30.jan 2015, 20:31

Ætli það sé einhver sem vilji kaupa svona vél ?? næstum allt með nema turbo. vél er sundurtekin alveg og ekki ekin nema um 80þús. það þarf að fá sveifarás og stimpilstöng og allar legur. svo er spurning hvað svona má kosta ???
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir