Síða 1 af 1
Framhásing musso
Posted: 17.nóv 2014, 17:51
frá toni guggu
Sælir félagar ég er að spá í að taka klafadraslið undan mussoo og setja hásingu, hvernig hásing passar og á einhver hásingu á hóflegu verði.
kv Toni.
Re: Framhásing musso
Posted: 18.nóv 2014, 08:09
frá jongud
aðalatriðið er að finna hásingu í réttri breidd og með kúluna réttu megin. Eitthvað hefur verið um að menn setji hásingu undan Cherokee eða öðrum stærri Jeep-um
Re: Framhásing musso
Posted: 18.nóv 2014, 17:34
frá hrollur
Góða kvöldið Ég á Dana 44 hásingu með vinstri kúlu , Diskabremsum . 6 gata felgusetning, stírisarmur, 1500 mm milli felgubotna. Festingar firir Bronko stífur, Aukin spindilhalli, 30x82mm krossar. No Spinn læsing firir 4,10/1. eða lægra. Hlutfallið er brotið.
Verð 100 kall. S 8942026. þórir.
Re: Framhásing musso
Posted: 18.nóv 2014, 18:34
frá Jóhann
Þórir ég held að þessi sé of stutt fyrir hann minnir að afturhásing sé 164 sm milli felgusæta
Re: Framhásing musso
Posted: 18.nóv 2014, 19:42
frá jeepcj7
Mig minnir reyndar að musso sé 154 eða 156 cm svo þetta er nokkuð svipað,líklega er samt bara einfaldast að mæla þetta til að vera viss.
Re: Framhásing musso
Posted: 18.nóv 2014, 19:58
frá Kiddi
156 minnir mig einmitt líka. Ég er með Wagoneer framhásingu og Musso afturhásingu undir Wrangler og það passar flott saman.
Re: Framhásing musso
Posted: 18.nóv 2014, 20:24
frá Jóhann
Þetta getur verið rétt 156 sm minnti að það væri 164 sm en þá þarf bara smá speiser og málið dautt :)
Re: Framhásing musso
Posted: 19.nóv 2014, 08:00
frá Heiðar Brodda
færir miðjurnar í felgunum aldrei skilið þessi speisera fræði mín skoðun kv Heiðar Brodda
Re: Framhásing musso
Posted: 19.nóv 2014, 09:22
frá hobo
Að færa miðju kostar meira og er meiri fyrirhöfn, þar er fræðin á bak við það.