Síða 1 af 1

Klæðning á pall.

Posted: 14.nóv 2014, 22:25
frá birgiring
Er hér einhver sem veit hvaða fyrirtæki eru að setja kvoðuklæðningu innan í skúffur á pickup bílum?
Einnig hvort einhver veit hvað það myndi kosta ca. á MMC L200 ?

Re: Klæðning á pall.

Posted: 14.nóv 2014, 22:38
frá Fordinn
Ég keypti i sumar svona kvoðu kit í artic trucks. kostaði um 20 þús. kvoda 2 rullur og pensill og bakki. þetta setti ég á pallinn á stórum ford og var litið mál og kom bara stór vel út. mesta vinnan var að vinna pallinn undir... pussa yfirborðs ryð og matta lakkið.

Mæli með þessu fyrir þennan pening.

Re: Klæðning á pall.

Posted: 14.nóv 2014, 22:45
frá birgiring
Er það þessi þykka gúmmíkvoða með grófu áferðinni. Þarf einhvern sérstakan grunn undir og er þessu bara rúllað á?

Re: Klæðning á pall.

Posted: 14.nóv 2014, 22:50
frá Fordinn
ekkert að grunna nema það skín i bert járn... notaði bara spray brúsa grunn á nokkra bletti hjá mér og mjakaði þessu svo bara á, já þetta er svona þykk drulla... málning með gúmmí í og þetta verður gróf gummíkennd áferð á þessu... ekkert ólíkt heit klæðningunni sem einhver fyritæki voru að gluða á. svo fylgdi með i settinum svona grófur svampur sem eg nuddaði pallinn létt yfir með til að matta aðeins áður enn þú berð á... gott að fara allavega 2 umferðir. mig minnir að eg hafi heyrt að það kostaði um 70 þus að heit kvoða japanskan pallbíl.. svo það munar nokkru að gera þetta sjálfur.

Re: Klæðning á pall.

Posted: 14.nóv 2014, 22:52
frá birgiring
Þetta var á pickup sem ég átti og mér líkaði það mjög vel.Það var stamt og hlífði skúffunni mikið. Annars er ég að leita að þessu fyrir nágranna minn sem var að kaupa pickup og það er bara rispuð málning á pallinum og allt sem þangað er sett skröltir fram og til baka á gólfinu.Ég þakka svörin.