Endurskoðun náttúrverndarlaga
Posted: 15.des 2010, 17:32
Hér er að finna frumvarpið, legg til að menn lesi þetta, þetta er óvenju stutt sem snýr að okkur en gríðarlega alvarlegt, í raun er verið að gefa ráðherra alltof víðtækt vald til að banna akstur. http://www.umhverfisraduneyti.is/media/ ... 2.2010.pdf
Það er hreint ótrúlegt að lesa röksemdafærsluna fyrir því að ráðherra hafi heimild til að banna akstur á snjó á ákveðnum svæðum. Fyrst er hér úr lagagreininni eins og lagt er til að hún hljómi:
Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og frosinni og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum
Rökstuðningurinn fyrir þessu er svona:
Hér þarf að huga að því að enda þótt snjóþekja sé yfir kann jörð að vera ófrosin undir og við þær aðstæður getur akstur valdið náttúruspjöllum.
Þannig að núna verður ráðherra og og lattelepandi sérfræðingar Umhverfistofnunar að vera á vaktinni með veðusrspánna í annari hendi og nýja reglugerð í hverri viku í hinni hendinni til að hafa vit fyrir okkur náttúruskemmdarvörgum.
Ég viss um það að tvíbanna eitthvað leiðir til þess að það gerist ekki aftur, alveg eins og það að banna kaup á vændi hafa gert það að verkum að vændi þekkist ekki lengur á Íslandi. Og ef það væri tvíbannað þá væri örugglega eins og það hefði aldrei verið til.
Nei, lögin eru alveg skýr það er leyfirlegt að aka á snæviþakinni frosinni jörð, þar með er bannað að aka á snæviþakinni ófrosinni jörð, það er líka bannað að valda skemmdum á náttúrunni, þarf að endurtaka þetta ? þarf virkilega að bæta einhveju við þetta ?
Það er hreint ótrúlegt að lesa röksemdafærsluna fyrir því að ráðherra hafi heimild til að banna akstur á snjó á ákveðnum svæðum. Fyrst er hér úr lagagreininni eins og lagt er til að hún hljómi:
Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og frosinni og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum
Rökstuðningurinn fyrir þessu er svona:
Hér þarf að huga að því að enda þótt snjóþekja sé yfir kann jörð að vera ófrosin undir og við þær aðstæður getur akstur valdið náttúruspjöllum.
Þannig að núna verður ráðherra og og lattelepandi sérfræðingar Umhverfistofnunar að vera á vaktinni með veðusrspánna í annari hendi og nýja reglugerð í hverri viku í hinni hendinni til að hafa vit fyrir okkur náttúruskemmdarvörgum.
Ég viss um það að tvíbanna eitthvað leiðir til þess að það gerist ekki aftur, alveg eins og það að banna kaup á vændi hafa gert það að verkum að vændi þekkist ekki lengur á Íslandi. Og ef það væri tvíbannað þá væri örugglega eins og það hefði aldrei verið til.
Nei, lögin eru alveg skýr það er leyfirlegt að aka á snæviþakinni frosinni jörð, þar með er bannað að aka á snæviþakinni ófrosinni jörð, það er líka bannað að valda skemmdum á náttúrunni, þarf að endurtaka þetta ? þarf virkilega að bæta einhveju við þetta ?