Mismunadrif / misslitin dekk ?
Posted: 13.nóv 2014, 22:18
frá haffiamp
Jæja, er bara að velta fyrir mér hvort það hafi áhrif á mismunadrifið að aftan ef það munar 4-5 mm á dekkjasliti á milli dekkjanna?
Þetta eru 33" dekk og terrano 98
Re: Mismunadrif / misslitin dekk ?
Posted: 14.nóv 2014, 13:20
frá olei
Til langframa er auðvitað best að dekkin séu eins. Það gerir samt ekkert til að keyra einhver hundruð km þó þau séu misstór á venjulegu mismunadrifi. En nú eru margir Terrano með diskalás original að aftan og í þeim ættu dekkin að vera jafnstór nema e.t.v smáspotta í neyðartilvikum.