Tengja loftkút


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 196
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Tengja loftkút

Postfrá johnnyt » 13.nóv 2014, 14:58

Nú er ég með rafmagnsdælu tengda í bílinn hjá mér. Ég hef verið að velta því fyrir mér að tengja loftkút við hana.
Hvað þarf ég að redda mér til þess að tengja þetta saman ? (að sjálfsögðu fyrir utan kútinn ) Og er það eitthvað mikið vesen að koma þessu saman ?
villi58
Innlegg: 2114
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Tengja loftkút

Postfrá villi58 » 13.nóv 2014, 16:39

Landvélar eru með allt sem þú þarft, eins Barki svo ég held að heiti Loft og Iðnvélar og fl.
Ég hef ekki mælt með því að óvandaðar eða ódýrar dælur séu að þjappa upp í 8 kg. eða meira þar sem endingartíminn verður yfirleitt stuttur. En ef þú ert með vandaða dælu þá er ekkert til fyrirstöðu.


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 196
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Re: Tengja loftkút

Postfrá johnnyt » 13.nóv 2014, 17:39

Veit í rauninni lítið um þessa dælu annað en að hún er svolítið kraftlítill. Hún var í bílnum hjá mér þegar ég keypti hann fyrir ári síðan. Merkið er Gast en hvaða týpa af Gast dælu veit ég í raun ekki þar sem að það stendur ekkert meira á henni. Einhver sem að þekkir eitthvað til þessarra dæla ?
dæla.jpg
dæla.jpg (61.16 KiB) Viewed 2028 times

Er frekar lengi að pumpa dekk með henni, ca 5-6 mínútur upp í 20 pund, ætli hún gæti þjappað 8 kg í kút hef ég líka velt fyrir mér.


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 196
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Re: Tengja loftkút

Postfrá johnnyt » 14.nóv 2014, 13:38

Engin sem kannast við þessa dælu ?

User avatar

jongud
Innlegg: 2158
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Tengja loftkút

Postfrá jongud » 14.nóv 2014, 14:32villi58
Innlegg: 2114
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Tengja loftkút

Postfrá villi58 » 14.nóv 2014, 17:48

Það er alveg hægt að nota svona dælu sérstaklega ef hún má þjappa upp í c.a. 8 kg. Hafa 10 - 20 ltr. loftkút og þá á þetta að ganga þokkalega. Á fjöllum er maður ekkert að harðpumpa, hleypt úr niður í 2-3 pund. og ferð kanski í 8 - 10 pund. svolítið breytilegt eftir dekkastærð.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Tengja loftkút

Postfrá biturk » 14.nóv 2014, 17:59

Viltu selja hana?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Tengja loftkút

Postfrá gunnarb » 16.nóv 2014, 12:21

Sæll

Þetta er fínasta dæla sem þú ert með. Þetta er vissulega ekki - high performance dæla, en mjög hljóðlát og nánast viðhaldsfrí. Ólíkt flestum dælum á markaðinum er þetta "membrudæla" þannig að þú skemmir hana ekki svo létt þó svo að þú þvingir úttakið. Ég veit ekki hvaða þrýstingi hún nær, en þar sem þetta er ekki stimpildæla þá minnka afköstin eftir því sem þrýstingur eykst. Hún getur bæði "blásið og sogið". Ég er með svona dælu í 44" breyttum bíl og þar sem hún er nánast hljóðlát er hún inni í bíl. Ég myndi ekki nenna að nota hana við svona stór dekk, en ég er með úrhleypikerfi og mér er því sama hvort það taki hálftíma að fullpumpa dekkin.

-G


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir