Síða 1 af 2

Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 12.nóv 2014, 18:00
frá reynirh
Hvernig á ég að snúa mér í þessu??

Ég álpaðist til að fara að skoða skráninguna á mínum Músso sem er komin með dana 44 að framan lolo aukatank og fleira góðgæti, og er á 39,5 tommu dekkum.

Bíllinn vigtar 2360 kg með fullan aðaltank og með spilið á og var viktaður svoleiðis fyrir breytingaskoðun, og er bara skráður 2 manna.

Heildarþyngd á þessum bíl má vera 2520kg, þannig að með farþega ca 80 kg og ég sjálfur um borð, þá er bíllinn komin yfir heildaþyngd og ekki komin olía á aukatank og ekkert nesti heldur,

Hvað gét ég gert í skráningarmálum til að fá bílinn allavega upp í 4 manna??????

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 12.nóv 2014, 18:02
frá biturk
Skorið grindanumerið ur og sett annað i staðinn og krossleggja puttana

Annars, skipta um grind i heilu

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 12.nóv 2014, 18:47
frá Sævar Örn
Sumir jeppar t.d. ford explorer sem ég á deila grind með öðrum bílum, jafnvel sömu gerðar sem gerðir eru fyrir meiri burð, þar af leiðandi má hækka heildarþyngdina upp eitthvað visst en þetta er allt í höndum samgöngustofu að samþykkja gögn framleiðanda

hafðu samband við þá þó ég hafi áhyggjur af því að slíkar upplýsingar sé erfitt eða ekki hægt að finna fyrir musso

kv. Sævar

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 12.nóv 2014, 18:48
frá reynirh
Það er náttúrulega bara ekki inni í myndinni að skifta um grind, Það hljóta að vera einhver ðnnur ráð sem menn hafa verið að nota!!
Koma svo spjallverjar með lausnirnar:)

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 12.nóv 2014, 18:50
frá reynirh
Hvernig er það td með Músso sport pikkann? er hann þá ekki með meiri burð og örugglega með sömu grind??

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 12.nóv 2014, 19:50
frá Sævar Örn
ef það fæst vottorð frá framleiðanda er það áreiðanlega ekkert mal, talaðu við kristófer eða guðmund kristófers í samgöngustofu í fyrramálið, þeir hjálpuðu mér með minn

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 08:24
frá Heiðar Brodda
sæll veit reyndar ekki lausnina beint með þinn jeppa en t.d með 7 manna ferðaþjónustu patrolana er síðasta sætaröðin tekin úr áður en er viktað og einnig haft eins lítil olía og hægt er,til að fá skráningu spurning með helíum í dekkin hehe en hlýtur að vera að musso sé skráður 4-5 manna breyttur er ekki nokkrir 44'' musso jeppar hverning er skrángin á þeim ekki eins og þetta sé splúnku nýtt

kv Heiðar Brodda

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 09:42
frá reynirh
Ég vigtaði bílinn í gær, hann var ekki með spilið á og með hálfan tank og var hann 2250 kg
Ég sé ekki annað ráð en að tína úr honum þyngd til að fá hann endurskráðan fyrir allavega 4 farþega.
En það er kanski erfiðara að fá þessa þyngd skráða til baka heldur en að fá aukaþyngd skráða á bílinn?? Hvað segir þú um það Sævar ert þú ekki skoðunarmaður??

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 09:57
frá Sævar Örn
Það er algerngt að þetta sé gert svona og vigtað með tóman bíl osfv.

gætir lent í vandræðum skoðunarmaður getur krafist nýs vigtarseðils ef þyngd er greinilega röng (margir bremsuprófarar hafa nokkuð nákvæma ásvigt)

annað, ef bíllinn lendir í tjóni og talið er að fjöðrunar eða hemlabúnaði hafi verið ofboðið vegna þyngdar gætirðu lent í ströggli, þar af leiðir að í öllu falli er betra að gera allt svona í samráði við þá sem samþykkja eða hafna skráningunni, þ.e. samgöngustofa

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 10:07
frá reynirh
Var búinn að guggla einhverstaðar í morgun að frammhásingin má bera rétt tæp 1600kg og afturhásinginn má bera tæp 1500kg hefur það ekkert að segja?? er þetta bara burður grindar sem ræður??

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 10:11
frá Sævar Örn
Það er því miður grindin sem hefur lokasvar, þó þyngingin í þínum og ábyggilega flestum íslenskum jeppum sé eflaust fyrir neðan grind

ertu búinn að tala við samgöngustofu? bentu þeim á þetta með Musso pickup bílinn

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 13:54
frá AgnarBen
Taktu bara gjörsamlega allt dótið úr bílnum, verkfæri, fjarskiptabúnað, ljós og tæmdu aukatanka og farðu svo og viktaðu hann.

Þegar farið er með bíl í breytingaskoðun á að fylgja með viktarseðill fyrir bílinn eins og hann stendur tilbúinn eftir breytingu, með fullan aðaltank af olíu, með öllum sætum, með hefðbundnum stöðluðum öryggisbúnaði í og á þeim dekkjum sem skoða á hann fyrir en allt annað má bara fara úr honum fyrir viktun.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 14:06
frá jongud
AgnarBen wrote:Taktu bara gjörsamlega allt dótið úr bílnum, verkfæri, fjarskiptabúnað, ljós og tæmdu aukatanka og farðu svo og viktaðu hann.

Þegar farið er með bíl í breytingaskoðun á að fylgja með viktarseðill fyrir bílinn eins og hann stendur tilbúinn eftir breytingu, með fullan aðaltank af olíu, með öllum sætum, með hefðbundnum stöðluðum öryggisbúnaði í og á þeim dekkjum sem skoða á hann fyrir en allt annað má bara fara úr honum fyrir viktun.


Mundu að taka bílstjórann út líka...

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 14:17
frá Lindemann
Ég hef aldrei skilið samt þessa pælingu alveg. Með því að hafa bílinn sem léttastan í vigtun græða menn einhver kíló í burð miðað við þá eiginþyngd sem var vigtuð. Í raun eru menn samt ekki að græða neinn raunverulegan burð og heildarþyngdin er það sem telur þegar upp er staðið.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta gerir mönnum kleift að halda farþegafjöldaskráningu óbreyttri en bíllinn er alveg jafn mikið ólöglegur þegar hann er orðinn fullur af fólki.

Ég veit til þess að menn hafa fengið burð hækkaðann á bíla með því að sýna fram á pappíra frá framleiðanda um hvað grindin má bera og hásingarnar. En það er langt frá því að vera auðvelt að fá svoleiðis í gegn.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 15:02
frá Sævar Örn
Þetta þarf ekki að vera mikið mál, aðalmálið er að vita hvort gögn séu fáanleg um burð grindarinnar t.d. úr öðrum bíl

Ég var að þessu í síðustu viku og hækkaði heildarþyngd á mínum bíl úr 2399 kg í 2721

skv. gögnum umferðarstofu deilir Ford bíllinn hja mér grind með öðrum burðarmeiri jeppa, mig minnir það hafi verið Ford Lite F150 á sama aldri og þar að auki er ég með hásingar undan bíl sem bera mega 4.9 tonn samanlagt



Endilega reynið að hafa þetta löglegt, það skiptir eflaust litlu máli alveg þar til tryggingarnar fara að pikka í skráninguna ef slys ber að

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 16:32
frá AgnarBen
Lindemann wrote:Ég hef aldrei skilið samt þessa pælingu alveg. Með því að hafa bílinn sem léttastan í vigtun græða menn einhver kíló í burð miðað við þá eiginþyngd sem var vigtuð. Í raun eru menn samt ekki að græða neinn raunverulegan burð og heildarþyngdin er það sem telur þegar upp er staðið.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta gerir mönnum kleift að halda farþegafjöldaskráningu óbreyttri en bíllinn er alveg jafn mikið ólöglegur þegar hann er orðinn fullur af fólki.


Aðalatriðið er að eiginþyngd bílsins sé rétt skráð, hvernig menn kjósa svo að nýta leyfðan burð er þeirra mál, annað hvort geta menn fyllt bílana með búnaði eða fólki, bara svo lengi sem þeir fara ekki yfir heildarþyngd. Þeir sem eru með bílana ofhlaðna gera það auðvitað á eigin ábyrgð.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 16:41
frá stone
skemmilegar umræður. Hverngi standa 44" breyttu patrolarnir í eiginþyngd? Hvað ætla menn að gera ef slíkur bíll lendir í árekstri og verður viktaður? Ef vörubíll er oflestaður um 100-200 kg þá er hann kyrrsettur

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 17:46
frá Kiddi
Þessar reglur um burðargetu eru líka bara grín. Samkvæmt reglugerð er ökumaður 75 kg og hver farþegi 68 kg.................................
Á að kyrrsetja fólksbíl fullan af feitabollum?
Burðargeta Rav4 er 462 kg. Ef farþegar eru 5 þá má enginn vera þyngri en 92 kg og enginn farangur vera með í för. Það er ekki hægt að taka mark á þessari vitleysu.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 18:54
frá Sævar Örn
Burðargeta er ekki eitthvað sem íslenskar reglugerðir ákveða, heldur framleiðendur bílanna

Íslendingar eru kannski feitir og meðaltalið 90 kg, þá er líka eins gott að hann fái sér ekki of mikið að borða í hádeginu því þá er ekki víst að golfsettið megi vera í skottinu á rav4



Það er nú bara þannig með þetta eins og margt annað að við verðum að fylgja lögum og reglum og vera þakklátir fyrir þó þau forréttindi sem við höfum að hafa þessi skrímsli okkar löglega skráða á almennum vegum án mikilla takmarkana ólíkt flestum öðrum þjóðum

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 19:09
frá ellisnorra
Hvernig er þetta gert á limmósínum? Ég horfði áðan á hummer limmann sem er núna uppi á Skaga og datt þá þessi þráður í hug. Vitið þið hvernig það er gert?
Gaman ef einhver gæti skoðað skráninguna betur á honum.
Skráningarnúmer: ICENR1
Fastanúmer: EJX17
Verksmiðjunúmer: 5GRGN23U53H124375
Tegund: HUMMER
Undirtegund: H2
Litur: Hvítur
Fyrst skráður: 01.07.2003
Staða: Í lagi
Næsta aðalskoðun: 01.01.2015
C02 losun (gr/km):
Eiginþyngd (kg): 4955

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 19:26
frá RunarG
elliofur wrote:Hvernig er þetta gert á limmósínum? Ég horfði áðan á hummer limmann sem er núna uppi á Skaga og datt þá þessi þráður í hug. Vitið þið hvernig það er gert?
Gaman ef einhver gæti skoðað skráninguna betur á honum.
Skráningarnúmer: ICENR1
Fastanúmer: EJX17
Verksmiðjunúmer: 5GRGN23U53H124375
Tegund: HUMMER
Undirtegund: H2
Litur: Hvítur
Fyrst skráður: 01.07.2003
Staða: Í lagi
Næsta aðalskoðun: 01.01.2015
C02 losun (gr/km):
Eiginþyngd (kg): 4955


Eiginþyngd: 4955
Burðargeta: 1335
Heildarþyngd: 6290

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 20:25
frá ellisnorra
Það er eitthvað breytt skráning :)

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 13.nóv 2014, 20:29
frá Lindemann
Það getur verið að það sé búið að taka þá bíla út erlendis og votta þáfyrir þennan burð.

En mig minnir að það hafi samt þurft að breyta þeim svo þeir fengju hópferðarskoðun. Eitthvað með lofthæð að gera.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 14.nóv 2014, 06:07
frá Rodeo
Mússó sport er skv þessu með sömu heildarþynd og venjulegur Mússó svo það myndi ekki hjálpa.
http://www.billinn.is/index.php?menu=reviews&review=32

Hafa menn ekki verið að bjarga sér með því að skipta bara um hluta af grind, td 5cm bút sem inniheldur grindar númer af gömulum suburban til að fá skráningunni breytt í einhvert það ökutæki sem er með nægan burð.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 14.nóv 2014, 08:23
frá jongud
Arctictrucks fékk skráða aukna burðargetu á sex hjóla Hilux bílana hjá sér, en það þurfti víst eitthvað mikið til...

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 14.nóv 2014, 08:29
frá Sævar Örn
Farþegar 8
Farþegar hjá ökumanni 1


Eiginþyngd, kg 4.955
Burðargeta, kg 1.335
Heildarþyngd, kg 6.290

Afl Heildarþyngd Burðargeta Sporvídd Felgur Hjólbarðar
Hjólás 1: Já 0 kg 3.636 kg 0 mm 37X12,50R17 LT
Hjólás 2: Já 0 kg 3.636 kg 0 mm 37X12,50R17 LT

Eflaust er þessi bíll með vottun frá framleiðanda til að leyfa þessa heildarþyngd m.v. styrkingu og lengingu grindar osfv.

notabene hann er bara fyrir 8 farþega sem þýðir að hann er ekki hópbifreið, og ekki breyttur svo hann er ekki með hópferðaleyfi sem jeppi heldur er hann líklega flokkaður sem Eðalvagn sem ekur gegn gjaldi eins og glæsibílar og limósínur með opnanlegu skilrúmi og snyrtilegri innréttingu eru svo gjarnan

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 14.nóv 2014, 16:17
frá stone
Hvað er 44" patrol og Landcruser að vikta og hver er leyfileg hámarksþyngd á slíkum bílum? Veit að t.d. Landrover Defender er að vikta 2.320-2350 kg og leyfileg hámarksþyngd á honum er 2.950 kg. Burðargeta er því 600-630 kg.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 14.nóv 2014, 22:49
frá RunarG
Þegar ég fór á mínum 44" patrol (y60) í síðustu ferð, kíkti ég á vigtina áður en ég fór útur bænum, 190L olia, verkfæri, varahlutir, nesti og allt þetta dót sem þarf fyrir helgarferð. Bíllinn var reyndar ekki með stigbretti né framstuðara en með mér innanborðs þá var bílinn 2640 kg.
En heildarþyngdin er ekki nema 2700 kg í þessum bílum
bíllinn minn er skráður 2230 kg í kerfinu, en eitthvað þyngri ;)

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 14.nóv 2014, 22:56
frá kjartanbj
Ég er með gamlan Ranger 91 módel, búið að breyta leyfðri heildarþyngd á honum úr 2186kg í 3249kg, þannig leyfð burðargeta er 1349kg , bíllinn skráður 1900kg
ekki vandamál með þyngd, en hefði verið það með gömlu þyngdunum, veit ekki úr hvernig Ford þeir hafa fengið þessar burðartölur, en það er búið að setja hann á
loftpúða og breyta töluvert miklu, Bronco hásingar og svona

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 14.nóv 2014, 23:12
frá ellisnorra
Ég breytti líka þyngd á gömlum subba sem ég átti einusinni (ekki þessum svarta), það var eitt símtal og fór eitthvað yfir 3 tonn. Reyndar var eiginþyngd og heildarþyngd það sama áður, eitthvað furðulegt. Ég veit ekki hvaða gögnum viðmælandi minn fór eftir, en þetta var ekkert mál með þann bíl. 74 módel.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 15.nóv 2014, 18:26
frá Sævar Örn
Þetta er bara vegna þess að grindurnar eru þær sömu og í öðrum útfærslum af bílunum, t,d, með heavy duty ásum eða þyngri mótor, towing package og þar fram eftir

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 19.nóv 2014, 23:56
frá risinn
Tökum sem dæmi einn Econoline E 350. Það er ekkert mál að sækja um undanþágu með meiri heildar þýngd.
Afhverju er ekki svona bíll skráður með max heildar þýngd í upphafi ????
Þá þarf ekki að vera að fara í kringum einhverjar vitlausar reglugerðir.
Ég er viss um að þetta á við fleiri bíla.

Kv. Ragnar.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 20.nóv 2014, 07:56
frá jeepcj7
Það er líka bara erfitt að taka mark á svona viktarbulli þar sem stærsti hluti þyngdaraukningarinnar er í dekkjum og felgum sem ekki bætist beint við sem þyngd ofan á öxul eða grind.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 20.nóv 2014, 09:11
frá Ýktur
jeepcj7 wrote:Það er líka bara erfitt að taka mark á svona viktarbulli þar sem stærsti hluti þyngdaraukningarinnar er í dekkjum og felgum sem ekki bætist beint við sem þyngd ofan á öxul eða grind.


Þetta er ekki bara spurning um burð, bremsurnar þurfa líka að ráða við aukna þyngd.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 20.nóv 2014, 19:54
frá jeepcj7
Ýktur wrote:
jeepcj7 wrote:Það er líka bara erfitt að taka mark á svona viktarbulli þar sem stærsti hluti þyngdaraukningarinnar er í dekkjum og felgum sem ekki bætist beint við sem þyngd ofan á öxul eða grind.


Þetta er ekki bara spurning um burð, bremsurnar þurfa líka að ráða við aukna þyngd.



Já en ég veit ekki til þess að það dugi patrol eiganda að fá sér rákaða og boraða diska eða jafnvel ögn stærri diska/dælur til að fá dótið skráð upp í burði er það raunin ?

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 20.nóv 2014, 21:13
frá Sævar Örn
Við sérskoðun eru hemlakraftarnir útreiknaðir, þ.e. ástigsþunginn og hemlamæling, hægt er að reikna með nokkurri nákvæmni hversu mikil hemlagetan verður út frá því og oft er mjög mikill munur þegar stærri dekk fara á bílana, sérstaklega finnst mér þá japönsku, en oftast er þetta bara í fínasta lagi enda krafan ekki mjög hörð og á bílum í dag eru bremsur yfirleitt rúmlega helmingi öflugri en þær þurfa að vera lögum samkvæmt í upphafi

En það er bara engin spurning, jeppamenn á íslandi fjarlægja allt sem hægt er fyrir vigtun og mæta á skurðarskífum á álfelgum og enginn segir neitt, en varnarorð skulu fylgja því orðrómur er á kreiki um að ásamt vigtarseðli muni fylgja tékklisti sem vigtarmaður þarf að fylla út, þ.e. hvort öruggt sé að eldsneytistankar séu fullir, dekkjastærð skal skrá og sætafjölda

Hef ég á tilfinningunni að þetta komi til með að mála einhverja upp við vegg en verður eflaust ekki afturvirkt

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 01.des 2014, 03:28
frá Hrannifox
Þegar eg vann hja einu bilaumboði herna og vorum að vigta amerisku bila þa voru þeir nærri alltaf tomir af eldsneiti og oft var varadekk og f.l tekið ur fyrir vigtun svo bilinn væri við linuna a meiraprofið

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 01.des 2014, 18:56
frá Lindemann
eiginþyngd skiptir ekki máli þegar kemur að meiraprófi. Það er einungis heildarþyngd sem gildir svo vigtarseðillinn hefur ekkert með það að gera.

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 01.des 2014, 21:33
frá Játi
RunarG wrote:
elliofur wrote:Hvernig er þetta gert á limmósínum? Ég horfði áðan á hummer limmann sem er núna uppi á Skaga og datt þá þessi þráður í hug. Vitið þið hvernig það er gert?
Gaman ef einhver gæti skoðað skráninguna betur á honum.
Skráningarnúmer: ICENR1
Fastanúmer: EJX17
Verksmiðjunúmer: 5GRGN23U53H124375
Tegund: HUMMER
Undirtegund: H2
Litur: Hvítur
Fyrst skráður: 01.07.2003
Staða: Í lagi
Næsta aðalskoðun: 01.01.2015
C02 losun (gr/km):
Eiginþyngd (kg): 4955


Eiginþyngd: 4955
Burðargeta: 1335
Heildarþyngd: 6290

limmurnar eru yfirleitt ekki smíðaðir úr standard bílum heldur hafa framleiðendur eins og t.d. lincoln framleit bíla sem eru ætlaðir til þess að vera breitt í limmur bæði með sverari grind og öflugari fjöðrun. Það er eflaust svipað með hummerinn

Re: Þyngd á jeppum/Farþegafjöldi

Posted: 30.nóv 2015, 23:10
frá hannibal lekter
Sævar Örn wrote:Burðargeta er ekki eitthvað sem íslenskar reglugerðir ákveða, heldur framleiðendur bílanna

Íslendingar eru kannski feitir og meðaltalið 90 kg, þá er líka eins gott að hann fái sér ekki of mikið að borða í hádeginu því þá er ekki víst að golfsettið megi vera í skottinu á rav4



Það er nú bara þannig með þetta eins og margt annað að við verðum að fylgja lögum og reglum og vera þakklátir fyrir þó þau forréttindi sem við höfum að hafa þessi skrímsli okkar löglega skráða á almennum vegum án mikilla takmarkana ólíkt flestum öðrum þjóðum



Ég veit nú ekki betur en að amerísku pikkubarnir séu eitthvað dæmdir niður í burðargetu,eða má annars ford f350 bera 3500kg? þegar uppgefið í skráningarskírteni var 2800 kg svo getur þetta líka verið bölvuð vitleysa í mér.