Síða 1 af 2

Eyðsla á 6.2

Posted: 14.des 2010, 21:48
frá ellisnorra
Hvað er gamla chevy 6.2 dísel að eyða, við hinar ýmsu aðstæður og í hvaða bílum (og eru hvað þungir)?
Vita menn til þess að þessi mótor hafi verið settur í japanska bíla?
Það er pæling hjá mér að slaka svona mótor í hiluxinn hjá mér, 2.4 er fjandi þreytt á alla kanta, of mikil olía per hp.

Ég mundi að sjálfsöðgu setja turbo á hana og blása 10-11 pundum.

Þetta er bara á pælingarstigi ennþá :)

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 00:09
frá birgthor
Sæll Elli,
Ég hef heyrt um vél sem var með 12 lítrana í óbreyttum jeppa með beinskiptum kassa, það væri ábyggilega eitthvað um 12-14 í luxanum. En þessi tala kom frá kunningja mínum sem var með túrbólausa svona vél í single cap pickup.
Hinsvegar held ég að það sé hæpið að koma henni í lux. Og svo þyrftiru sjálfsagt að gera einhverjar ráðstafanir þar sem hún er eitthvað þyngri ;)

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 09:56
frá jeepson
Félagi minn í noregi var með svona vél í van sem ða hann átti. vanin vasr reyndar bara 2wd en ssk. og hann talaði um 10-11 lítra á hundraði í langkeyrslu. Veit svosem ekki hversu mikið það er að marka. En hann hefur nú vit á þessu. En frændi minn var með econoline á 44" 350ssk og svona 6,2 og hann talaði um 16 í langkeyrlu og 22 uppá fjöllum. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 11:15
frá arnisam
Pabbi átti tvo bíla með svona vél í gamla daga, fyrst yfirbyggðan Scottsdale á 36" og svo Suburban á 38". Hann var búinn að skrúfa eitthvað upp í olíuverkinu og þeir voru báðir í 16-18 lítrum, hann segist hafa mælt þá við allar aðstæður og þeir eyddu alltaf þessu.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 12:11
frá Örn Ingi
Félagi minn átti patrol með svona mótor þekki reyndar ekki eyðslu söguna þar

Enn þessi ecconline á 44" er það bílinn hanns ingjaldar á egs?

Þeir félagar Ingjaldur og þórir gísla á hrollinum þekkja þennan mótor vel og ættu að vita eitt og annað um svona mótor á keyrslu í allaveganna færi!

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 20:36
frá ellisnorra
Auðvitað er þessi mótor slatta þyngri en 2.4, eftir mínum bestu upplýsingum er hann um 380kg sem gæti verið um eða yfir 100kg meira heldur en toy vélin.
Ég er bara svona að velta fyrir mér hvort þetta sé ekki alveg örugglega tóm della því hvað er gaman af þessu annars :)
Varðandi þrengsli, þá er það ekki mikið áhyggjuefni, það leysist alltaf allt svoleiðis. Ég á þennan mótor bara til og aftaná á ég th400+208, tf727+LT230 (range rover sídrifskassinn) og SM465+208. Það er hálfpartinn valkvíðavesen því skiptingarnar eru báðar bara 3 þrepa og gírkassinn er frekar grófur...
Svo er þetta bara dagsdaglegi bíllinn á 35" og má ekki eyða neinum ósköpum...

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 21:23
frá Einar
Losa sig við hrísgrjónaflutningatækið, þetta væri fínt ofan í t.d. Patrol með ónýta vél.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 21:33
frá naffok
12 - 14 lítra á hundraðið í GMC Rallyvagon. Virtist litlu skipta með mótvind eða ekki eyðslan var alltaf á þessu róli
Kv Beggi

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 22:12
frá jeepson
Örn Ingi wrote:Félagi minn átti patrol með svona mótor þekki reyndar ekki eyðslu söguna þar

Enn þessi ecconline á 44" er það bílinn hanns ingjaldar á egs?

Þeir félagar Ingjaldur og þórir gísla á hrollinum þekkja þennan mótor vel og ættu að vita eitt og annað um svona mótor á keyrslu í allaveganna færi!


Ef þú ert að tala um econolineinn sem að ég er að tala um þá heitir hann Siggi sem átti þann bíl. Sá hann síðast í Norðlingarholtinu. Hann er kongablár og stóð á húddinu á honum konungur fjallana.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 22:14
frá jeepson
En ein spurning samt. Mig dauðlangar að setja 6,2 í pattann minn þegar 2,8 vélin gefur upp öndina. Veit einhver þyngdina á 6,2 og 2,8 ???? Mig langar að vita þyngda munin á þessum vélum.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 15.des 2010, 23:54
frá Izan
Sælir

Ég er með svona vél í Patrol 92 módel og miðað við 2,8 er hún ekki þyngri en það að það er ekki vandamál. Bíllinn minn var skráður 2500 kg á 36" dekkjum en viktaði á löggiltri vog um 2380 kg á 38" dekkjum með 6,2. Það er ljóst að fyrri viktarseðill var ekki réttur en ég get ímyndað mér að hann hafi þyngst um ca 150-180kg.

Enn er ég ekki nógu sáttur við eyðsluna hjá mér. Ég hef ekki enn prófað hann í ófærum langar ferðir en á þjóðvegaakstri er hann með um 20.l á hundraðið sem er mjög svipað og 2,8 vélin gerði. Munurinn er hinsvegar sá að á 35" dekkjum datt 2,8 vélin niður í 14-16 en þessi eykur frekar við eyðsluna. Hann virðist eyða því sama líka á fullri gjöf með tvöfalda lokaða sleðakerru með einum sleða og slangri af dóti.

Ég er sannfærður um að ég geti náð eyðslunni niður í um 17l. Ætli það verði ekki gert með einhverjum fínstillingum o.s.frv.

Þú þarft ekki að láta þér detta í hug að setja svona sleggju í hælúx. Hún byrjar á að brjóta drifin og þegar þú hefur stækkað þau snýr hún upp á bílinn. Þetta er mótor sem gefst seint upp. Það er yndislegt að keyra þetta, maður sem er búinn að fá nóg af því að þæfa á 2000 snúningum og níðast á kúplingunni á fulllri gjöf. Ég reyndi að bremsa hann niður í fyrsta og lága og það varla dró niður í mótornum. Hinsvegar er hann túrbínulaus hjá mér sem þýðir að hann er ekkert sprækari en með 2,8 vélinni. Það er ekki til að fá spark í rassgatið að menn fari út í svona vitleysu.

Ef þig vantar nýjann mótor í hælúx skaltu frekar finna þér 2,8 úr Rocky (til í einhverjum hiace bílum líka erlendis) og milligír.

Kv Jón Garðar

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 00:07
frá Jens Líndal
Elli, þetta er ekki flókið hjá þér. Þú er með Range Rover sem er með 3 gíra skiftingu og er nánast ready to use. Þú hendir Reinsanum bara á númer eða færð önnur "lánuð" og prufar bílinn/vélina, tekur bara hring í borgarfyrði og svo torfæruslóða og woila, þá veistu nokkurn veginn eiðsluna :) Er ekki Reinsinn svipað þungur og Lúxusinn?
En ég var eitt sinn með 92 árgerð af Chevy 1500 með 6.2 og 4l60e og var hann ca 20 innanbæjar og um 15.5-17 lítrum útá vegi og á 33 tommu dekkjum, ég man ekki hve þungur hann var en það var um tvö og hálft tonn.
Og mér fynnst þessi vél ekki alveg það merkilega að ég myndi nenna að troða henni í bíl þar sem hún var ekki fyrir, færi frekar í 6.5 túrbó.
En afhverju þefarðu ekki uppi 1KZ-t mótor eða eitthvað svoleiðis, þessar nýrri litlu vélar eru að virka alveg helling og í samanburði við 6.2, æ nei sleppum þeim samanburði, 6.2 skít tapar þar miðað við stærð þyngd og afköst :)

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 00:07
frá StefánDal
2.8 Rocky er ekki það sama og 2.8 Toyota (3L)
En hvað um það. Ég myndi fá mér 1KZ-T, 3.0 diesel mótorinn sem kom í runner og cruiser. Það var Hilux(2000árg 38") fyrir vestan með svoleiðus mótor og hann svínvirkaði skilst mér. Það er skemmtilegur mótor með gott jafnvægi á milli eyðslu og afls.

Ég þykist hinsvegar vita það að þú ert að spá í 6.2 af því að þú átt hana til. Og ef einhver kemur svona vél í Hilux með góðum árangri þá ert það þú. Toyotu drifin ættu nú alveg að halda þessu, ert þú ekki með 4,56?

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 00:09
frá StefánDal
Nauh! Við Jenni erum sammála!

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 00:18
frá jeepcj7
6.2 var að eyða 21-23 L á hundraðið í húsbíl hjá mér sem var 4-5 tonn og álíka í laginu og múrsteinn :o) reyndar mjög þéttur og fínn mótor,get ekki ýmindað mér að svona mótor í lagi í bíl sem er 2-2 1/2 tonn og er ekki að snúast of mikið eyði miklu ætti að vera steddí ca.15 lítrar.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 00:38
frá ellisnorra
Hörku flott umræða :)
Drifin hjá mér eru 4,88 og ég treysti þeim alveg til að halda mildri og skynsamri 6.2, þetta er ekki að snúa stærri blöðrum en 35".
Ég er að spá í 6.2 afþví að ég á hana til. 3l runner/krúser er auðvitað draumurinn, en þá þarf maður sko að opna veskið, og það sem verra er, hafa eitthvað í þessu blessaða veski. Annað boddy eða annar mótor eru ekki í umræðunni, nema kannski einhver mjög ódýr kostur. Ég skipti líka um gorma að framan hjá mér fyrir ekki löngu síðan, fékk langa gorma sem ég skar 2 hringi af, hefði þurft að skera 3 og ætlaði að gera það en pabbi taldi mig af því. Bíllinn er því slatta hærri að framan heldur en að aftan ennþá, það er eins og hann sé að prjóna :) Hann mundi örugglega réttast flott af með svona þunga sleggju :)
En þessi 6.2 er til og er ofan í range rover með öllu, þarf bara að græja dekk undir hann og kostur er að hafa bremsur líka og þá er allt klárt til að prufa og taka rúnt. Rétt númer eu ekkert vandamál í því samhengi. Roverinn verður gangsettur næstu daga eða vikur :)

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 00:44
frá Fordinn
Munurinn á 6,2 og minni japönsku disel velum er sá að þegar japanska draslið er orðið að dufti uti nátturunni þá verður 6,2 enn i fullu fjöri að gera góða hluti.... ódyrt að panta varahluti i þetta að utan og bara þaulreynd og sterk vél.

6,5 myndi ég aldrei nenna að troða í annan bíl enda ekki eins áreiðanlegur mótor.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 07:39
frá -Hjalti-
gangi þér vel að koma þessu með öllu ofaní Hilux segi ég bara haha

6.2 með th400+208 í 35" k1500 þá var þessi vél að eyða hjá mér 18 - 20 á hundraði en þegar hún var komin í
44" stepside þá var hún í minni eyðslu , sennilega hagstæðari hlutföll

Image

Image

Image

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 09:25
frá Þorri
Ef þú ætlar að vera með 4.88 hlutföll 35" dekk og ekki með overdrive á skiptingunni þá næerðu þessari vél aldrei undir 20 lítra á hundraðið.
En ef þú settir 44" undir með sama krami þá færi eyðslan í 10-12 í þetta léttum bíl. Ég þekki til Chevrolet Astro sem var með svona vél og svo 6.5 síðar sem var á 33"
3.55 drifi og með 700r4 skiptingu hann var í 10-11 á hundraði í langkeyrslu. Um leið og þessi vél fer uppfyrir 1500- 1700 snúninga í langkeyrslu þá fer hún að eyða og miðað við 4.88 drif 35" dekk hæðsti gír 1.1 þá sníst mótorinn 3000 snúninga á 100 km hraða. Getur skoðað þessa síðu http://www.grimmjeeper.com/metric_gears.html til að finna út snúningshraðan.
Kv. Þorri.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 11:54
frá jeepson
Þannig að galdurinn er semsagt að halda þessari vél niðri á snúning í langkeyrsluni.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 12:10
frá Tómas Þröstur
Það er nátturulega bara verið að eyðileggja Hiluxinn með því að setja stóra dísil USA sleggju í bílinn. En þar fyrir utan er þetta alveg frábær hugmynd og hlýtur að vera geggjað að vera með svona vél í frekar litlum bíl.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 12:25
frá Offari
Hef átt tvo bíla með þessari vél án túrbínu. Fyrri bíllinn var yfirbyggður Ford picup (örugglega ca 3 tonn) Bíllinn var með c6 skiptingu og 3,50 drifhlutföll og 35 tommu dekk. Þessi bíll fannst mér kraftlítill og eyðslan var 15 l á hundraðið á langkeyrslu.

Nú á ég Gmc Rallywagon (skráður 3,5 tonn) með 4 gíra beinskiptum kassa. 35" dekk og 4,88 hlutföll. Þessi bíll mældist með 13 lítra á hundraðið (ekið á 70- 80 kmh) En einhvernveginn finnst mér hann vera fljótari með olíuna þegar ég er að láta hann ganga mikinn lausagang. Ég held út frá þessu að þessi vél eyði minna sé hún látin snúast enda finnst mér vinslan skemmtilegri í gemsanum.

Þó getur líka verið að sjálfskiptinginn sé að stela orku af þessari vél en ég hef litla trú að að það finnist fyrir því í léttum bílum.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 14:38
frá ellisnorra
Rosalega skemmtileg umræða, endilega komið með fleiri sögur :)
Hvaða gír og millikassi var þetta Offari? sm465 með xtra lágum fyrsta og 208 millikassa?

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 14:44
frá ellisnorra
Image

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 16:37
frá Þorri
Specifications
Engine RPO Codes: LH6 ('C' series, with EGR) and LL4 ('J' series)
Displacement: 6.2L / 379 cu in
Bore x Stroke: 3.98 × 3.80 in (101 × 97 mm)
Block / Head: Cast iron / Cast iron
Aspiration: Natural
Valvetrain: OHV 2-V
Compression: 21.5:1
Injection: Indirect
Horsepower / Torque (at start): 130 hp (97 kW) @ 3,600 rpm / 240 lb·ft (325 N·m) @ 2,000 rpm
Horsepower / Torque (at final): 143 hp (107 kW) @ 3,600 rpm / 257 lb·ft (348 N·m) @ 2,000 rpm
Horsepower / Torque (army): 165 hp (123 kW) @ 3,600 rpm / 330 lb·ft (447 N·m) @ 2,100 rpm
Max RPMs: 3,600
Idle RPMs: 650 + or - 25

Eins og sést hér þá má þessi rella ekki snúast meira en 3600 snúninga á mín svo það myndi borga sig að vera á hærri drifum en 4.88 ef það á að nota apparatið á vegum úti
mér finnst t.d rosalega þreytandi að sitja í með bíl eins og mussonum mínum sem er að snúast 3000 sn. í 90 kmh. eins og hann gerði á 31" ég er með hann núna á 35" þá er hann að snúast 2600 á 90. og hann er á 4.56 og ekki með overdrive.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 17:18
frá jeepson
Þá myndi þetta sennilega sleppa í patrol á orginal hlutföllunum. En svo er það auðvitað spurning um að hafa í það minsta 4þrepa skiptingu eða 5 gíra kassa.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 17:41
frá ellisnorra
Það er alveg orðið deginum ljósara eftir því sem meira er spekulerað að annaðhvort þarf feikna há drif, helst 3.xx með þessu eða aðra kassa.
Feikna sniðug reiknivél sem Þorri benti á.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 18:23
frá Þorri
Það sést líka í tölunum yfir þessa vél að hámarks tog er í 2000 snúningum og hún er ekki mörg hestöfl miðað við rúmtak en þar sem hún togar þokkalega þá hefur gengið upp að nota gömlu trukkaboxin þar sem langt er á milli gíra og engin yfirgír. Ljónstaðabræður notuðu ef ég man rétt kassa úr land crusier 60 við svona vél í mörg ár. Það ætti ekki að vera flókið að púsla því saman. Svo væri hægt að nota kassa úr lc 80 eða 4.2 patrol sá kassi er mjög öflugur er mér sagt. Ef þú velur 700r4 skiptingu þá þarf að vera með rofa fyrir lockup-ið því að á vélinni er ekkert sem segir því að fara á eða af. Ég er með svoleiðis útbúnað í Cherokke sem ég á og virkar vel.
Kv. Þorri.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 16.des 2010, 19:27
frá Offari
elliofur wrote:Rosalega skemmtileg umræða, endilega komið með fleiri sögur :)
Hvaða gír og millikassi var þetta Offari? sm465 með xtra lágum fyrsta og 208 millikassa?
Ég veit ekki hvað þessi kassi heitir en hann er með fyrsta extra lágum sem aldrei er notaður svo koma hinir þrír eins og í venjulegum amerískum trukka kassa ekki yfirgír. millikassinn er np 205. Hlutföllin eru of lág í þessum bíl en á móti kemur að það þarf sjaldan að skipta eftir að sett er í fjórða gír.

Svo er bara spurning hvort eigi að stækka dekkin eða hækka hlutföllin til að hægt verði að ferðast á honum á skikkanlegum hraða.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 06:44
frá ivar
Ég get verið sammála með snúninginn á þessari vél.
Ég var með svona vél (6.2) í blazer k5 og 700 skiptingu á 44". Þannig útbúinn var hann almennt í c.a. 16L. Hinsvegar man ég eftir ferð uppí borgarnes frá rvk í brjáluðu roki þannig að ég þurfti að vera í þriðja þrepi alla leið á miklum snúning. Eyðslan milli rvk og borgarnes var 36L/100 í þeirri ferð :(

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 08:41
frá -Hjalti-
Offari wrote: Ég veit ekki hvað þessi kassi heitir en hann er með fyrsta extra lágum sem aldrei er notaður svo koma hinir þrír eins og í venjulegum amerískum trukka kassa ekki yfirgír. millikassinn er np 205. Hlutföllin eru of lág í þessum bíl en á móti kemur að það þarf sjaldan að skipta eftir að sett er í fjórða gír.


Þessi kassi sem þú lýsir heitir Muncie SM456 , ódrepandi kassi en alveg ókeyrandi

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 08:54
frá Jens Líndal
Í hverju ættli þessi aflmunur liggi??

Horsepower / Torque (at start): 130 hp (97 kW) @ 3,600 rpm / 240 lb·ft (325 N·m) @ 2,000 rpm
Horsepower / Torque (at final): 143 hp (107 kW) @ 3,600 rpm / 257 lb·ft (348 N·m) @ 2,000 rpm
Horsepower / Torque (army): 165 hp (123 kW) @ 3,600 rpm / 330 lb·ft (447 N·m) @ 2,100 rpm

Eins og hér sést hefur Army útgáfan til að mynda 100 N-m meira tog en hinar sem er þónokkuð og 22 hestum meira. Ég veit að army vélin hefur lægra þjöppuhlutfall en venjulega vélin en ekki skýrir þeð aflmunin eitt og sér?
Ég á svona army vél sem er að fara ofan í 38" breyttann Range Rover hjá tengdapabba og hlakkar mig ögn til að prufa bílinn, hvenær sem hann verður klár.

Og Elli er nú ekki kjörinn tími til að toga 6.2 reinsann í gang í kvöld í rokinu sem spáð er og prufa hvort þetta standi undir einhverjum væntingum ? :)

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 17:59
frá Stebbi
Tómas Þröstur wrote:Það er nátturulega bara verið að eyðileggja Hiluxinn með því að setja stóra dísil USA sleggju í bílinn. En þar fyrir utan er þetta alveg frábær hugmynd og hlýtur að vera geggjað að vera með svona vél í frekar litlum bíl.


Bara það eitt að rífa ógeðið úr húddinu á svona Hilux gerir hann betri, svo er bara spurning hversu góður maður vill vera þegar maður setur eitthvað annað ofaní. 6.2 gæti verið sniðugur kostur ef það er hægt að koma henni nógu aftarlega í húddið en að mínu mati verður að setja á hana turbo ef þetta á að gera eitthvað.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 20:33
frá ellisnorra
Stebbi wrote:
Tómas Þröstur wrote:Það er nátturulega bara verið að eyðileggja Hiluxinn með því að setja stóra dísil USA sleggju í bílinn. En þar fyrir utan er þetta alveg frábær hugmynd og hlýtur að vera geggjað að vera með svona vél í frekar litlum bíl.


Bara það eitt að rífa ógeðið úr húddinu á svona Hilux gerir hann betri, svo er bara spurning hversu góður maður vill vera þegar maður setur eitthvað annað ofaní. 6.2 gæti verið sniðugur kostur ef það er hægt að koma henni nógu aftarlega í húddið en að mínu mati verður að setja á hana turbo ef þetta á að gera eitthvað.


Að sjálfsögðu mundi hún fá hjálparloft.

Ég á reyndar líka 350 tbi '93 keyrða 18þús mílur sem væri kannski bara ódýrari kostur :)

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 21:03
frá Einar
350? nú eru menn loksins farnir að tala af viti!

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 21:11
frá Jens Líndal
En hvernig er það Elli, hvað er annars að lúxanum eins og hann er? og hvað er hann að eyða?

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 21:28
frá ellisnorra
Jens Líndal wrote:En hvernig er það Elli, hvað er annars að lúxanum eins og hann er? og hvað er hann að eyða?



Lúxinn er kraftlaus og latur þó ég gefi honum 18 psi í forgjöf og helling af olíu, nánar tiltekið 17.7l/100km samkvæmt síðustu mælingu (sem er samt 2l/100km hærri en það hæðsta sem ég hef áður séð)
Afgashita hleypi ég þó aldrei uppfyrir 580gráður EFTIR túrbínu.

Reyndar þá reif ég þennan mótor fyrir stuttu síðan, pússaði ventla, hónaði og fleira. Þá sá ég að hann er vel rúmur öðru megin í 3cyl, nánast brúnalaus allstaðar nema feikna brún í hálfum 3cyl. Mjög furðulegt fannst okkur feðgum. Enda blæs hann soldið upp um öndunina...

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 17.des 2010, 23:46
frá Stebbi
elliofur wrote:Ég á reyndar líka 350 tbi '93 keyrða 18þús mílur sem væri kannski bara ódýrari kostur :)


Strax betri kostur en 6.2 Detroit Diesel, möguleiki á meira power fyrir svipaða eyðslu, og þá meina ég að bera 350 saman við 6.2 sem er orðin nothæf með blásara og komin upp undir 200 hestöflin. Þá er 6.2 ekkert að sötra 12-14 á hundraðið.

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 19.des 2010, 10:14
frá spámaður
talandi um 6.5 þá er það sama vél í grunnin,somu hedd held ég og sveifar ás og svona.er með GMC sierra með 6.5 turbo á 31"
með kn síu og 4" opið frá grein og aftur(enginn kútur)langkeyrsla 13,5-14.0 ltr/100.innanbæjar er hann með mikið 25 +.
eeen hann er ekinn 346.000 með orginal túrbínu og spíssum.
setti 900 kg af parketi á pallinn frá rvk til húsavíkur og frekar hvasst,hann fór í 15 ltr/100(hann viktaði 3.6 tonn í þeirri ferð)
svo hefur hann verið bilanafrír hjá mér allavega.
það var til banks kitt fyrir 6.2 back inn the old days,minnir að þeir hafi kreist 170-180 hö með því.
kv hlynur

Re: Eyðsla á 6.2

Posted: 19.des 2010, 11:09
frá jeepson
spámaður wrote:talandi um 6.5 þá er það sama vél í grunnin,somu hedd held ég og sveifar ás og svona.er með GMC sierra með 6.5 turbo á 31"
með kn síu og 4" opið frá grein og aftur(enginn kútur)langkeyrsla 13,5-14.0 ltr/100.innanbæjar er hann með mikið 25 +.
eeen hann er ekinn 346.000 með orginal túrbínu og spíssum.
setti 900 kg af parketi á pallinn frá rvk til húsavíkur og frekar hvasst,hann fór í 15 ltr/100(hann viktaði 3.6 tonn í þeirri ferð)
svo hefur hann verið bilanafrír hjá mér allavega.
það var til banks kitt fyrir 6.2 back inn the old days,minnir að þeir hafi kreist 170-180 hö með því.
kv hlynur


Ég er viss um að þú náir eyðsluni niður um eitthvað og náir sjálfsagt betri nýtingu á aflinu með því að skipta t.d um spíssana eða láta yfirfara þá. Eftir þetta mikla keyrslu eru þeir nú sjálfsagt farnir að segja eitthvað til sín.