Byrjanda spurnigar.


Höfundur þráðar
Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Byrjanda spurnigar.

Postfrá Turboboy » 10.nóv 2014, 18:01

Sælt veri fólkið !

Hef lengi velt þessu fyrir mér, enn td. með Dana30 undir cherokee, sé ég oft að Skrifað er Dana30 revers ? Kemur XJ á þessum Revers hásingum að framan orginal ef hann er á DANA30 ?

Hvað stendur þetta revers fyrir td :) ?


Kjartan Steinar Lorange
7766056

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Byrjanda spurnigar.

Postfrá Kiddi » 10.nóv 2014, 18:40

Svona drif ganga undir nokkrum nöfnum. Reverse-cut er eitt þeirra og síðan er oft talað um high-pinion/yfirliggjandi pinion. Hin gerðin er síðan standard-cut og þá líka kölluð low-pinnion.
Munurinn liggur í því að tennurnar eru skornar í öfuga átt miðað við venjulegt drif. Það er gert vegna þess að framdrifi er í raun og veru snúið í öfuga átt miðað við afturdrif. Sé drifið eins skorið og afturdrif fer átakið þá á bakhlið tannanna á kambinum og drifið leitast meira við að spenna sig í sundur. Með því að skera tennurnar öfugt og hafa pinioninn yfirliggjandi er þessu snúið við þannig að framdrifið tekur eins á tönnunum og afturdrifið og leitast minna við að glenna sig í sundur.
Alla jafna er XJ með Dana 30 Reverse nema allra síðustu árgerðirnar ef ég man rétt.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 45 gestir