Síða 1 af 1

Vatnskassi CJ7

Posted: 09.nóv 2014, 12:03
frá Jonasj
Hvar er best að leita að vatnskassa í willys CJ7? Er með V8. Væri einfaldast að halda sömu stútastöðu og std. Þ.e. Niðri bílstjóramegin og uppi farþegamegin.

Er kannski einfaldast að reyna að panta þetta frá usa?

Re: Vatnskassi CJ7

Posted: 09.nóv 2014, 12:08
frá KjartanBÁ
Líklegast best að panta frá vesturheiminum. þá færðu þetta alveg nýtt með engum notkunarskemmdum.

Morris hefur mest allt tengt Jeep sem þú getur ímyndað þér
http://www.jeep4x4center.com/jeep-cooli ... willys.htm

Re: Vatnskassi CJ7

Posted: 09.nóv 2014, 13:24
frá MixMaster2000
Ef þú ert flinkur að smíða, þá getur þú líka pantað universal vatnskassa og fittað hann við.

Summit-vatnskassar

kv Heiðar Þ

Re: Vatnskassi CJ7

Posted: 09.nóv 2014, 14:30
frá Kiddi
Ég er með álkassa frá Summit í mínum Wrangler 22x19". Stærsti gallinn er að neðri stúturinn vísar svolítið inn að miðjum bíl og gerir manni erfitt fyrir að möndla slöngu í. Gott að hafa þetta í huga ef þú pantar kassa!