Fyrir nokkrum árum voru allir með stóru bátatækin í jeppunum, en hver er tískan í dag? Bátatækin virka vel utanvega, en geta ekki fylgt vegum. Flest bílatæki (t.d. Nuvi) geta ekki trackað eða stefnt á punkta utanvegar. Mörg göngutæki geta gert hvort tveggja nokkuð vel, en eru með of litlum skjá fyrir bílinn. Hvað er flottast í dag?
M.v. tækin sem RS listar upp fyrir jeppa og vélsleða (http://www.rsimport.is/?cat=18) sýnist mér Zumo 590 LM (http://www.rsimport.is/?p=4982) vera flottast í nútímanum.
Við erum að velta fyrir okkur tækjum til notkunar í björgunarsveitarbíl. Þarf að vera einfalt í notkun (flestir eru kunnugir Garmin) og hægt að tengja við tölvu.
Einhverjar hugmyndir?
Besta GPS tækið í jeppa í dag?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 30.des 2012, 02:56
- Fullt nafn: Steinar Sigurðsson
- Bíltegund: Jimny
Re: Besta GPS tækið í jeppa í dag?
Ég er búinn að nota Samsung note 10.1 síðastliðið ár og hef komist að þeirri skoðun að spjaldtölvurnar séu orðið málið í þessum efnum. Hinsvegar er ekki til alveg það kortaforrit sem ég hefði helst viljað í android og því myndi ég fara í windows spjaldtölvu næst og nota garmin kortin (eða frá gpsmap.is sem mér finnst frábært) og nRoute eða MapSource.
Spjaldtölvan er ólíkt fartölvum sem ég hef áður notað með bjartari skjá, léttari og álíka fyrirferðamikil í mælaborði og bátatæki nema bara skjárinn er allt yfirborðið. Þá hef ég ekki lent í neinum vandræðum með raka, kulda eða annað veðurfar en tækið er oft í bílnum hjá mér svo vikum skiptir.
Spjaldtölvan er ólíkt fartölvum sem ég hef áður notað með bjartari skjá, léttari og álíka fyrirferðamikil í mælaborði og bátatæki nema bara skjárinn er allt yfirborðið. Þá hef ég ekki lent í neinum vandræðum með raka, kulda eða annað veðurfar en tækið er oft í bílnum hjá mér svo vikum skiptir.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 30.des 2012, 02:56
- Fullt nafn: Steinar Sigurðsson
- Bíltegund: Jimny
Re: Besta GPS tækið í jeppa í dag?
Takk fyrir þetta.
Við þurfum amk eitt GPS tæki sem getur staðið vel eitt og sér. Það er nauðsynlegt bæði vegna áreiðanleika og þess að allir kunni á það. Tölvu/spjaldtölvumál er svo annar pakki sem að þarf að vera möguleiki á.
Hafa einhverjir reynslu af þessu Zumo 590 LM tæki og Monterra tæki?
Við þurfum amk eitt GPS tæki sem getur staðið vel eitt og sér. Það er nauðsynlegt bæði vegna áreiðanleika og þess að allir kunni á það. Tölvu/spjaldtölvumál er svo annar pakki sem að þarf að vera möguleiki á.
Hafa einhverjir reynslu af þessu Zumo 590 LM tæki og Monterra tæki?
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Besta GPS tækið í jeppa í dag?
ivar wrote:Ég er búinn að nota Samsung note 10.1 síðastliðið ár og hef komist að þeirri skoðun að spjaldtölvurnar séu orðið málið í þessum efnum. Hinsvegar er ekki til alveg það kortaforrit sem ég hefði helst viljað í android og því myndi ég fara í windows spjaldtölvu næst og nota garmin kortin (eða frá gpsmap.is sem mér finnst frábært) og nRoute eða MapSource.
Spjaldtölvan er ólíkt fartölvum sem ég hef áður notað með bjartari skjá, léttari og álíka fyrirferðamikil í mælaborði og bátatæki nema bara skjárinn er allt yfirborðið. Þá hef ég ekki lent í neinum vandræðum með raka, kulda eða annað veðurfar en tækið er oft í bílnum hjá mér svo vikum skiptir.
Smá offtopic í framhaldi af þessu, gpsmaps.is virkar í android með oruxmaps. Sjá nánar hér http://www.gpsmap.is/gps/index.php?opti ... Itemid=115
Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ég ekki að segja að gsm sími/ spjaldtölva sé besta gpstækið í bíl en þetta er áhugaverður budget kostur þar sem flest allir eiga gáfaða síma.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Besta GPS tækið í jeppa í dag?
Ég er með garmin 276C. Það er fyrir löngu orðið klassískt, bara eins og gott vín verður bara betra :). Það er svo hægt að tengja það við pc með snúru.
Ég var með litla 10" fartölvu með Ozi Explorer en er núna að prófa mig með Samsung note 10,1" með innbyggðum gps móttakara. Ég er einnig með Ozi í spjaldtölvunni. Það sem spjaldtölvan er að hafa framyfir er að hún er miklu léttari, nettari, bjartari skjár og það besta er að hún er með alvöru upplausn (2560x1600) á móti einhverju 1024x600 í tölvunni. Maður sér þar af leiðandi miklu meira af landakortinu í sama zoomi.
Hér er sama zoom stillt á spjaldtölvunni(2560x1600) vs. Benq skjár (1980x1800) vs. Aspire 10" tölva (1024x600)

Ég var með litla 10" fartölvu með Ozi Explorer en er núna að prófa mig með Samsung note 10,1" með innbyggðum gps móttakara. Ég er einnig með Ozi í spjaldtölvunni. Það sem spjaldtölvan er að hafa framyfir er að hún er miklu léttari, nettari, bjartari skjár og það besta er að hún er með alvöru upplausn (2560x1600) á móti einhverju 1024x600 í tölvunni. Maður sér þar af leiðandi miklu meira af landakortinu í sama zoomi.
Hér er sama zoom stillt á spjaldtölvunni(2560x1600) vs. Benq skjár (1980x1800) vs. Aspire 10" tölva (1024x600)

- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Besta GPS tækið í jeppa í dag?
Er með garmin 276C og var nú búinn að setja það upp með tölvuni með Nroute. Eru menn ekki en að nota nroute?? Annars nota ég bara tækið eitt og sér. Það virðist henta vel bæði í utanvega akstur og til að fylgja vegum.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur